Fatahönnun er fag sem krefst sérþekkingar 19. febrúar 2010 06:00 Linda Björg Árnadóttir skrifar um fatahönnun. Það er skemmtilegt hvað það hefur valdið miklum usla að ég skuli hafa sent Evu Maríu á RÚV tölvuskeyti um að mér þættu ákveðnir kjólar í útsendingu RÚV vera ljótir. Ég hef til dæmis eignast fullt af nýjum vinum á Facebook og ég fékk haturssímtal frá starfsmanni RÚV. Viðkomandi starfsmaður tjáði mér það að ekki mætti segja að tíska væri góð eða vond, öll tíska væri jafn há að gæðum, aðeins væri um persónulegan smekk hvers og eins að ræða. Í þessu viðhorfi liggur einmitt sá vandi sem fatahönnuðir á Íslandi þurfa að glíma við. Samfélagið virðist ekki skilja að fatahönnun er fag og krefst sérþekkingar sem hefur ekkert að gera með persónulegan smekk. Á Íslandi eru miklir fordómar gagnvart fatahönnun og fagið almennt álitið kerlingaföndur og hégómi. Þess vegna vil ég prófa að máta þessa hugmynd á annarri grein t.d. bókmenntum. Gæti fólk fallist á þá hugmynd að engar bókmenntir eru betri en aðrar? Er Laxness og Séð og Heyrt jafngott ef það er aðeins persónulegur smekkur fólks sem dæmir? Ég held ekki. Það eru að miklu leyti til sömu þættir sem gera góðar bókmenntir góðar og góða fatahönnun góða, t.d. efnistök, tækni, innsæi, þekking á faginu, heilindi og einlægni. Þessi starfsmaður RÚV sagði mér einnig að ég gæti ekki leyft mér að hafa sterkar skoðanir á fatahönnun þar sem ég sé í kennarastöðu og megi því ekki gagnrýna. Fólk sem þekkir til faginu og þekkir þá skóla sem eru bestir vita að þetta virkar ekki svona. Þeir skólar sem skila bestu fatahönnuðum út í fagið, til dæmis Central Saint Martins, eru með stjórnendur sem eru frægir fyrir hárbeitta gagnrýni og jafnvel dónaskap. Luise Wilson, sem er yfir MA-námi í St. Martins og hefur komið skólanum í fremstu röð, kom til Íslands í vor til þess að vera prófdómari á útskriftarverkefnum BA-nema í fatahönnun við LHÍ. Hún fékk nýlega orðu frá Bretadrottningu fyrir framlag sitt til breskrar fatahönnunar. Hún er þekkt fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum og við prófmatið notaði hún orð eins og „horror", „ugly" og í eitt skipti „vomit-inducing". Hennar karakter er náskyldur öðrum Bretum eins og Simon Cowell og Gordon Ramsay sem hika ekki við að gagnrýna hart og eru jafnvel með dónaskap en málið er að við trúum þeim. Það er komin tími til á Íslandi að fólk megi opna munninn og segja sína skoðun. Tölvuskeytið sem ég sendi Evu Maríu (og ég hefði aldrei sent ef ég hefði ekki þekkt hana í 20 ár) var hins vegar aðallega gagnrýni á gæðastjórnun RÚV. Mér hefur ekki þótt RÚV standa undir menningarlegu hlutverki sínu síðastliðin ár. Ef við ímyndum okkur að RÚV (þ.e. sjónvarp, útvarpið er margfalt betra) væri stærðfræðingur sem hefði það hlutverk að miðla landsmönnum stærðfræði, þá hafa dæmin sem lögð hafa verið fyrir landsmenn verið þau allra einföldustu eins og 1+1=2. Ef RÚV væri metnaðarfullur stærðfræðingur myndi hann leggja aðeins erfiðari dæmi fyrir landsmenn, jafnvel þótt það þýddi að þeir þyrftu að leggja meira á sig til að skilja það. Varðandi fréttina í Fréttablaðinu, sem ég hef reyndar ekki séð vegna þess að ég er í útlöndum, þá er það misskilningur að ég hafi verið að setja út á hár og förðun umrætt kvöld. Ég var meira að tala um ljóshærðar þulur sem oft eru frekar skrýtnar á litinn og hafa farið fyrir brjóstið á mér. Og hvernig er það, hefur RÚV aldrei ráðið dökkhærða þulu? Er útlitið ljóshærð og með vafasaman húðlit réttasta útlit íslenskra kvenna? Hvernig væri að ráða þulu sem er af erlendu bergi brotin? Ég vil nefnilega vandaðar og fjölbreyttar ímyndir fyrir börnin mín. Höfundur er fatahönnuður og fagstjóri við Listaháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Linda Björg Árnadóttir skrifar um fatahönnun. Það er skemmtilegt hvað það hefur valdið miklum usla að ég skuli hafa sent Evu Maríu á RÚV tölvuskeyti um að mér þættu ákveðnir kjólar í útsendingu RÚV vera ljótir. Ég hef til dæmis eignast fullt af nýjum vinum á Facebook og ég fékk haturssímtal frá starfsmanni RÚV. Viðkomandi starfsmaður tjáði mér það að ekki mætti segja að tíska væri góð eða vond, öll tíska væri jafn há að gæðum, aðeins væri um persónulegan smekk hvers og eins að ræða. Í þessu viðhorfi liggur einmitt sá vandi sem fatahönnuðir á Íslandi þurfa að glíma við. Samfélagið virðist ekki skilja að fatahönnun er fag og krefst sérþekkingar sem hefur ekkert að gera með persónulegan smekk. Á Íslandi eru miklir fordómar gagnvart fatahönnun og fagið almennt álitið kerlingaföndur og hégómi. Þess vegna vil ég prófa að máta þessa hugmynd á annarri grein t.d. bókmenntum. Gæti fólk fallist á þá hugmynd að engar bókmenntir eru betri en aðrar? Er Laxness og Séð og Heyrt jafngott ef það er aðeins persónulegur smekkur fólks sem dæmir? Ég held ekki. Það eru að miklu leyti til sömu þættir sem gera góðar bókmenntir góðar og góða fatahönnun góða, t.d. efnistök, tækni, innsæi, þekking á faginu, heilindi og einlægni. Þessi starfsmaður RÚV sagði mér einnig að ég gæti ekki leyft mér að hafa sterkar skoðanir á fatahönnun þar sem ég sé í kennarastöðu og megi því ekki gagnrýna. Fólk sem þekkir til faginu og þekkir þá skóla sem eru bestir vita að þetta virkar ekki svona. Þeir skólar sem skila bestu fatahönnuðum út í fagið, til dæmis Central Saint Martins, eru með stjórnendur sem eru frægir fyrir hárbeitta gagnrýni og jafnvel dónaskap. Luise Wilson, sem er yfir MA-námi í St. Martins og hefur komið skólanum í fremstu röð, kom til Íslands í vor til þess að vera prófdómari á útskriftarverkefnum BA-nema í fatahönnun við LHÍ. Hún fékk nýlega orðu frá Bretadrottningu fyrir framlag sitt til breskrar fatahönnunar. Hún er þekkt fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum og við prófmatið notaði hún orð eins og „horror", „ugly" og í eitt skipti „vomit-inducing". Hennar karakter er náskyldur öðrum Bretum eins og Simon Cowell og Gordon Ramsay sem hika ekki við að gagnrýna hart og eru jafnvel með dónaskap en málið er að við trúum þeim. Það er komin tími til á Íslandi að fólk megi opna munninn og segja sína skoðun. Tölvuskeytið sem ég sendi Evu Maríu (og ég hefði aldrei sent ef ég hefði ekki þekkt hana í 20 ár) var hins vegar aðallega gagnrýni á gæðastjórnun RÚV. Mér hefur ekki þótt RÚV standa undir menningarlegu hlutverki sínu síðastliðin ár. Ef við ímyndum okkur að RÚV (þ.e. sjónvarp, útvarpið er margfalt betra) væri stærðfræðingur sem hefði það hlutverk að miðla landsmönnum stærðfræði, þá hafa dæmin sem lögð hafa verið fyrir landsmenn verið þau allra einföldustu eins og 1+1=2. Ef RÚV væri metnaðarfullur stærðfræðingur myndi hann leggja aðeins erfiðari dæmi fyrir landsmenn, jafnvel þótt það þýddi að þeir þyrftu að leggja meira á sig til að skilja það. Varðandi fréttina í Fréttablaðinu, sem ég hef reyndar ekki séð vegna þess að ég er í útlöndum, þá er það misskilningur að ég hafi verið að setja út á hár og förðun umrætt kvöld. Ég var meira að tala um ljóshærðar þulur sem oft eru frekar skrýtnar á litinn og hafa farið fyrir brjóstið á mér. Og hvernig er það, hefur RÚV aldrei ráðið dökkhærða þulu? Er útlitið ljóshærð og með vafasaman húðlit réttasta útlit íslenskra kvenna? Hvernig væri að ráða þulu sem er af erlendu bergi brotin? Ég vil nefnilega vandaðar og fjölbreyttar ímyndir fyrir börnin mín. Höfundur er fatahönnuður og fagstjóri við Listaháskóla Íslands.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun