Lífið

Tom Cruise: Einhver drullaði í augun á mér

Þeir sem sáu grínmyndina Tropic Thunder muna án efa eftir Les Grossman, persónu Tom Cruise. Grossman er staðalímynd af ofsafengnum Hollywood-framleiðanda sem öskrar og æpir til að fá sínu framgengt.

Nú um helgina heldur MTV kvikmyndaverðlaunahátíð sína í Bandaríkjunum og var Tom Cruise fenginn til þess að fara aftur í gervi Grossman í sprenghlægilegum kynningarmyndböndum fyrir hátíðina.

Hann skammar meðal annars Robert Pattison og Taylor Lautner úr Twilight-myndunum og leikstýrir sjálfum sér, það er Tom Cruise, í fræga nærbuxnaatriðinu úr Risky Business. Þar segir hann meðal annars hina óborganlegu línu „einhver drullaði í augun á mér" máli sínu til stuðnings.

Hér er myndbandið með Risky Business-gríninu.

Hér er myndbandið með Robert Pattison.

Hér er myndbandið með Taylor Lautner.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.