Lífið

25 kílóa kúr 50 Cent: Fljótandi fæði og þrír tímar á brettinu á dag

Eftir. Rapparinn missti 25 kíló fyrir hlutverk sitt í Things Fall Apart.
Eftir. Rapparinn missti 25 kíló fyrir hlutverk sitt í Things Fall Apart.

Rapparinn 50 Cent grennti sig um 25 kíló fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Things Fall Apart.

Þar leikur hann bandarískan ruðningsspilara sem greinist með krabbamein. Myndir af gjörbreyttum rapparanum birtust nýlega og vekja þær mikla athygli.

„Mér leið eins og ég hefði kannski gengið of langt en ég var í mjög góðu líkamlegu ásigkomulagi áður en ég ákvað að missa öll þessi kíló," sagði 50 Cent.

Hann var á fljótandi fæði í níu vikur og á hlaupabrettinu þrjá tíma á dag til þess að missa öll kílóin. Hann segist þó vera byrjaður að borða á fullu og vera enga stund að ná þessu til baka. Aðdáendur hans hafa áhyggjur af áhrifum þessa á heilsu hans.

50 Cent, eða Curtis Jackson, fetar þarna í fótspor leikara eins og Christian Bale, sem grennti sig óheyrilega fyrir myndina The Machinist og Tom Hanks sem grennti sig fyrir The Castaway.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.