Lífið

James Cameron ráðgjafi vegna olíulekans

James Cameron er bæði ráðgjafi vegna neyðarástands í undirdjúpum og rannsóknar á öðrum plánetum.
James Cameron er bæði ráðgjafi vegna neyðarástands í undirdjúpum og rannsóknar á öðrum plánetum.
Bandaríska ríkisstjórnin kallaði til fjöldan allan af sérfræðingum í gær til að reyna að finna leiðir til að koma í veg fyrir olíulekann í Mexíkóflóa.

Meðal þeirra var kvikmyndaleikstjórinn James Cameron. Ástæðan er einfaldlega sú að leikstjórinn er sérfræðingur í neðansjávarkvikmyndun og því að nota fjarstýrð tæki á miklu dýpi.

Hann gerði meðal annars heimildarmynd fyrir nokkrum árum þar sem hann kafaði niður að flaki Titanic.

Cameron kemur víða við. Fyrir skemmstu var sagt frá því að Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefði kallað hann til aðstoðar við gerð þrívíddar-myndavélar sem senda á til Mars á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.