Lífið

Scarlett ættleiðir frá Afríku - alveg eins og mamma

Scarlett ætlar að gera upp sveitabýli, ættleiða frá Afríku og eignast tvö börn til viðbótar.
Scarlett ætlar að gera upp sveitabýli, ættleiða frá Afríku og eignast tvö börn til viðbótar.
Hollywood-hjónin Scarlett Johansson og Ryan Reynolds eru nú tíðir gestir hjá ættleiðingarstofnunum vestanhafs.

Móðir Scarlett, Melanie, ættleiddi nýlega litla stúlku frá Eþíópíu en það hafði víst mikil áhrif á Scarlett sem vill einnig búa munaðarlausu barni heimili.

Scarlett og Ryan eru 25 og 33 ára. Þau giftu sig með látlausri athöfn fyrir tveimur árum. Segja vinir Scarlett að þessi tími hafi snúist um kvikmyndaferilinn en nú sé komið að fjölskyldunni. Planið er að ættleiða frá annaðhvort Eþíópíu, Ghana eða Líberíu. Síðan ætla þau að eignast tvö börn saman á næstu fimm árum.

Fyrr í vikunni bárust einmitt þær fregnir að þau hefðu sett hús sitt í Los Angeles á sölu og fest kaup á sveitabýli í Louisiana sem þarf að gera upp. Þau ætla semsagt að ala börnin upp í sveitasælu en ekki í borginni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.