Gallalaust fólk á Facebook 14. október 2010 06:30 Handritshöfundurinn segir það ekki sniðugt að skemmta sér yfir óförum annarra. nordicphotos/getty Aaron Sorkin er handritshöfundur The Social Network sem er komin í kvikmyndahús hérlendis. Fréttablaðið hitti hann á blaðamannafundi í París þar sem hann ræddi um Facebook, einkalíf og eiturlyfjanotkun sína. Bandaríkjamaðurinn Aaron Sorkin er handritshöfundur The Social Network sem fjallar um stofnanda Facebook, Mark Zuckerberg, og málshöfðanir gegn honum skömmu eftir að þessi vinsæla síða var stofnuð. Sorkin er afar virtur á sínu sviði enda hefur hann skrifað handrit að myndum á borð við A Few Good Men og The American President auk hinna margverðlaunuðu sjónvarpsþátta The West Wing. „Þegar ég tók þetta verkefni að mér vissi ég ekkert um Facebook. Ég hafði heyrt um Facebook alveg eins og ég hafði heyrt um blöndung í bíl. Ég get ekki opnað húddið á bílnum og sagt hvar hann er og ég get ekki lagað hann fyrir nokkra muni,“ segir hinn 49 ára Sorkin. „Það var ekki Facebook sem dró mig að þessari mynd. Facebook er áhugaverður og í raun kaldhæðnislegur bakgrunnur sögu sem hefur að geyma elsta umfjöllunarefni sem til er. Þessi mynd snýst um vinskap, tryggð, svik, afbrýðisemi og völd, rétt eins og Shakespeare og fleiri hafa skrifað um í gegnum tíðina.“ Sorkin segir að handritaskrif sem slík geri lítið fyrir sig. Það er ekki fyrr en leikarar eru komnir í spilið og kvikmyndatökur hefjast að hann verður virkilega ánægður. „Ég fæ mikið út úr því að fylgjast með framvindunni til enda og sjá lokaútkomuna. Mér finnst liðsíþróttir skemmtilegri en einstaklingsíþróttir. Ég fíla hljómsveitir miklu betur en sólótónlistarmenn og mér leið eins og að vera í hljómsveit að vinna með David [Fincher leikstjóra], leikurunum og fólkinu í kringum myndina,“ segir hann. Handtekinn með eiturlyfaaron sorkin Handritshöfundurinn segir það ekki sniðugt að skemmta sér yfir óförum annarra.nordicphotos/gettyEinkalíf fólks er áberandi á Facebook en þó þannig að þeir sem eru virkir á síðunni ráða því alfarið sjálfir hvers konar mynd þeir draga upp af sjálfum sér. Sorkin hugsaði mikið um málefni tengd einkalífi í tengslum við The Social Network. „Mitt eigið einkalíf sprakk í loft upp í apríl 2001 þegar ég gerði mjög heimskulegan hlut. Ég var handtekinn á flugvelli með eiturlyf í töskunni minni. Þetta var í fyrsta sinn sem almenningur fékk að kynnast minni raunverulegu persónu. Fram að þessu hafði ég birst í gegnum persónurnar sem ég bjó til sem voru allar mjög rómantískar, heillandi og gáfaðar. Þetta voru persónur sem þú vildir eiga sem vini, samstarfsfélaga og jafnvel forseta. Síðan kom í ljós að þessi náungi sem var að búa þær til var háður eiturlyfjum,“ segir Sorkin, sem hefur verið allsgáður eftir að hann fór í afvötnun skömmu eftir atvikið. „Í framhaldinu leið mér eins og allur heimurinn væri að fylgjast með mér. Núna, ef ég fer á stefnumót, er það ekkert einkamál heldur fylgjast fjölmiðlar með manni og almenningur gagnrýnir mann. Þetta er fórnarkostnaðurinn við þennan starfsvettvang,“ segir hann. „Veröldin er orðin þannig að við skemmtum okkur yfir einkalífi annars fólks og það er hvorki gott né dyggðugt.“ Hann gagnrýnir raunveruleikaþætti á borð við The Bachelor, sem hann telur langt því frá raunverulega, ekki frekar en það hvernig orðið „félagslíf“ er nefnt í sömu andrá og Facebook. „Við erum að skemmta okkur yfir göllum annars fólks. Fyrstu tvær vikurnar í American Idol snúast um að benda á og hlæja að fólkinu sem getur ekki sungið. Svona á maður ekki að gera, að skemmta sér yfir niðurlægingu annarra. Það gerir okkur að grimmari og heimskari einstaklingum og ég er á móti slíku.“ Vélar stjórna félagslífinuaðalleikarar Aðalleikarar The Social Network, þeir Justin Timberlake, Andrew Garfield og Jesse Eisenberg.Sorkin segir að Mark Zuckerberg hafi með Facebook búið til verkfæri sem gat sýnt gallalausa útgáfu af honum sjálfum. Það sé helsta vandamálið við síðuna því hún sýni aðeins einhliða útgáfu af notendum sem virðist lausir við alla galla. „Hafið þið hitt einhvern, sem þið hafið aldrei áður hitt, eftir að þið kynntust honum á Facebook?“ spyr Sorkin. „Ég byrjaði með Facebook-síðu í tengslum við þessa mynd og þessi fyrstu kynni valda fólki alltaf vonbrigðum. Ég held við ættum að vera ánægð með að við erum öll mannleg. Allir sem eru í hjónabandi kannast við að maður fer að elska þessa ófullkomnu hluti við makann sinn. Þegar vélar eru farnar að taka þátt í félagslífi fólks verð ég alltaf taugaóstyrkur.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Aaron Sorkin er handritshöfundur The Social Network sem er komin í kvikmyndahús hérlendis. Fréttablaðið hitti hann á blaðamannafundi í París þar sem hann ræddi um Facebook, einkalíf og eiturlyfjanotkun sína. Bandaríkjamaðurinn Aaron Sorkin er handritshöfundur The Social Network sem fjallar um stofnanda Facebook, Mark Zuckerberg, og málshöfðanir gegn honum skömmu eftir að þessi vinsæla síða var stofnuð. Sorkin er afar virtur á sínu sviði enda hefur hann skrifað handrit að myndum á borð við A Few Good Men og The American President auk hinna margverðlaunuðu sjónvarpsþátta The West Wing. „Þegar ég tók þetta verkefni að mér vissi ég ekkert um Facebook. Ég hafði heyrt um Facebook alveg eins og ég hafði heyrt um blöndung í bíl. Ég get ekki opnað húddið á bílnum og sagt hvar hann er og ég get ekki lagað hann fyrir nokkra muni,“ segir hinn 49 ára Sorkin. „Það var ekki Facebook sem dró mig að þessari mynd. Facebook er áhugaverður og í raun kaldhæðnislegur bakgrunnur sögu sem hefur að geyma elsta umfjöllunarefni sem til er. Þessi mynd snýst um vinskap, tryggð, svik, afbrýðisemi og völd, rétt eins og Shakespeare og fleiri hafa skrifað um í gegnum tíðina.“ Sorkin segir að handritaskrif sem slík geri lítið fyrir sig. Það er ekki fyrr en leikarar eru komnir í spilið og kvikmyndatökur hefjast að hann verður virkilega ánægður. „Ég fæ mikið út úr því að fylgjast með framvindunni til enda og sjá lokaútkomuna. Mér finnst liðsíþróttir skemmtilegri en einstaklingsíþróttir. Ég fíla hljómsveitir miklu betur en sólótónlistarmenn og mér leið eins og að vera í hljómsveit að vinna með David [Fincher leikstjóra], leikurunum og fólkinu í kringum myndina,“ segir hann. Handtekinn með eiturlyfaaron sorkin Handritshöfundurinn segir það ekki sniðugt að skemmta sér yfir óförum annarra.nordicphotos/gettyEinkalíf fólks er áberandi á Facebook en þó þannig að þeir sem eru virkir á síðunni ráða því alfarið sjálfir hvers konar mynd þeir draga upp af sjálfum sér. Sorkin hugsaði mikið um málefni tengd einkalífi í tengslum við The Social Network. „Mitt eigið einkalíf sprakk í loft upp í apríl 2001 þegar ég gerði mjög heimskulegan hlut. Ég var handtekinn á flugvelli með eiturlyf í töskunni minni. Þetta var í fyrsta sinn sem almenningur fékk að kynnast minni raunverulegu persónu. Fram að þessu hafði ég birst í gegnum persónurnar sem ég bjó til sem voru allar mjög rómantískar, heillandi og gáfaðar. Þetta voru persónur sem þú vildir eiga sem vini, samstarfsfélaga og jafnvel forseta. Síðan kom í ljós að þessi náungi sem var að búa þær til var háður eiturlyfjum,“ segir Sorkin, sem hefur verið allsgáður eftir að hann fór í afvötnun skömmu eftir atvikið. „Í framhaldinu leið mér eins og allur heimurinn væri að fylgjast með mér. Núna, ef ég fer á stefnumót, er það ekkert einkamál heldur fylgjast fjölmiðlar með manni og almenningur gagnrýnir mann. Þetta er fórnarkostnaðurinn við þennan starfsvettvang,“ segir hann. „Veröldin er orðin þannig að við skemmtum okkur yfir einkalífi annars fólks og það er hvorki gott né dyggðugt.“ Hann gagnrýnir raunveruleikaþætti á borð við The Bachelor, sem hann telur langt því frá raunverulega, ekki frekar en það hvernig orðið „félagslíf“ er nefnt í sömu andrá og Facebook. „Við erum að skemmta okkur yfir göllum annars fólks. Fyrstu tvær vikurnar í American Idol snúast um að benda á og hlæja að fólkinu sem getur ekki sungið. Svona á maður ekki að gera, að skemmta sér yfir niðurlægingu annarra. Það gerir okkur að grimmari og heimskari einstaklingum og ég er á móti slíku.“ Vélar stjórna félagslífinuaðalleikarar Aðalleikarar The Social Network, þeir Justin Timberlake, Andrew Garfield og Jesse Eisenberg.Sorkin segir að Mark Zuckerberg hafi með Facebook búið til verkfæri sem gat sýnt gallalausa útgáfu af honum sjálfum. Það sé helsta vandamálið við síðuna því hún sýni aðeins einhliða útgáfu af notendum sem virðist lausir við alla galla. „Hafið þið hitt einhvern, sem þið hafið aldrei áður hitt, eftir að þið kynntust honum á Facebook?“ spyr Sorkin. „Ég byrjaði með Facebook-síðu í tengslum við þessa mynd og þessi fyrstu kynni valda fólki alltaf vonbrigðum. Ég held við ættum að vera ánægð með að við erum öll mannleg. Allir sem eru í hjónabandi kannast við að maður fer að elska þessa ófullkomnu hluti við makann sinn. Þegar vélar eru farnar að taka þátt í félagslífi fólks verð ég alltaf taugaóstyrkur.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira