Gallalaust fólk á Facebook 14. október 2010 06:30 Handritshöfundurinn segir það ekki sniðugt að skemmta sér yfir óförum annarra. nordicphotos/getty Aaron Sorkin er handritshöfundur The Social Network sem er komin í kvikmyndahús hérlendis. Fréttablaðið hitti hann á blaðamannafundi í París þar sem hann ræddi um Facebook, einkalíf og eiturlyfjanotkun sína. Bandaríkjamaðurinn Aaron Sorkin er handritshöfundur The Social Network sem fjallar um stofnanda Facebook, Mark Zuckerberg, og málshöfðanir gegn honum skömmu eftir að þessi vinsæla síða var stofnuð. Sorkin er afar virtur á sínu sviði enda hefur hann skrifað handrit að myndum á borð við A Few Good Men og The American President auk hinna margverðlaunuðu sjónvarpsþátta The West Wing. „Þegar ég tók þetta verkefni að mér vissi ég ekkert um Facebook. Ég hafði heyrt um Facebook alveg eins og ég hafði heyrt um blöndung í bíl. Ég get ekki opnað húddið á bílnum og sagt hvar hann er og ég get ekki lagað hann fyrir nokkra muni,“ segir hinn 49 ára Sorkin. „Það var ekki Facebook sem dró mig að þessari mynd. Facebook er áhugaverður og í raun kaldhæðnislegur bakgrunnur sögu sem hefur að geyma elsta umfjöllunarefni sem til er. Þessi mynd snýst um vinskap, tryggð, svik, afbrýðisemi og völd, rétt eins og Shakespeare og fleiri hafa skrifað um í gegnum tíðina.“ Sorkin segir að handritaskrif sem slík geri lítið fyrir sig. Það er ekki fyrr en leikarar eru komnir í spilið og kvikmyndatökur hefjast að hann verður virkilega ánægður. „Ég fæ mikið út úr því að fylgjast með framvindunni til enda og sjá lokaútkomuna. Mér finnst liðsíþróttir skemmtilegri en einstaklingsíþróttir. Ég fíla hljómsveitir miklu betur en sólótónlistarmenn og mér leið eins og að vera í hljómsveit að vinna með David [Fincher leikstjóra], leikurunum og fólkinu í kringum myndina,“ segir hann. Handtekinn með eiturlyfaaron sorkin Handritshöfundurinn segir það ekki sniðugt að skemmta sér yfir óförum annarra.nordicphotos/gettyEinkalíf fólks er áberandi á Facebook en þó þannig að þeir sem eru virkir á síðunni ráða því alfarið sjálfir hvers konar mynd þeir draga upp af sjálfum sér. Sorkin hugsaði mikið um málefni tengd einkalífi í tengslum við The Social Network. „Mitt eigið einkalíf sprakk í loft upp í apríl 2001 þegar ég gerði mjög heimskulegan hlut. Ég var handtekinn á flugvelli með eiturlyf í töskunni minni. Þetta var í fyrsta sinn sem almenningur fékk að kynnast minni raunverulegu persónu. Fram að þessu hafði ég birst í gegnum persónurnar sem ég bjó til sem voru allar mjög rómantískar, heillandi og gáfaðar. Þetta voru persónur sem þú vildir eiga sem vini, samstarfsfélaga og jafnvel forseta. Síðan kom í ljós að þessi náungi sem var að búa þær til var háður eiturlyfjum,“ segir Sorkin, sem hefur verið allsgáður eftir að hann fór í afvötnun skömmu eftir atvikið. „Í framhaldinu leið mér eins og allur heimurinn væri að fylgjast með mér. Núna, ef ég fer á stefnumót, er það ekkert einkamál heldur fylgjast fjölmiðlar með manni og almenningur gagnrýnir mann. Þetta er fórnarkostnaðurinn við þennan starfsvettvang,“ segir hann. „Veröldin er orðin þannig að við skemmtum okkur yfir einkalífi annars fólks og það er hvorki gott né dyggðugt.“ Hann gagnrýnir raunveruleikaþætti á borð við The Bachelor, sem hann telur langt því frá raunverulega, ekki frekar en það hvernig orðið „félagslíf“ er nefnt í sömu andrá og Facebook. „Við erum að skemmta okkur yfir göllum annars fólks. Fyrstu tvær vikurnar í American Idol snúast um að benda á og hlæja að fólkinu sem getur ekki sungið. Svona á maður ekki að gera, að skemmta sér yfir niðurlægingu annarra. Það gerir okkur að grimmari og heimskari einstaklingum og ég er á móti slíku.“ Vélar stjórna félagslífinuaðalleikarar Aðalleikarar The Social Network, þeir Justin Timberlake, Andrew Garfield og Jesse Eisenberg.Sorkin segir að Mark Zuckerberg hafi með Facebook búið til verkfæri sem gat sýnt gallalausa útgáfu af honum sjálfum. Það sé helsta vandamálið við síðuna því hún sýni aðeins einhliða útgáfu af notendum sem virðist lausir við alla galla. „Hafið þið hitt einhvern, sem þið hafið aldrei áður hitt, eftir að þið kynntust honum á Facebook?“ spyr Sorkin. „Ég byrjaði með Facebook-síðu í tengslum við þessa mynd og þessi fyrstu kynni valda fólki alltaf vonbrigðum. Ég held við ættum að vera ánægð með að við erum öll mannleg. Allir sem eru í hjónabandi kannast við að maður fer að elska þessa ófullkomnu hluti við makann sinn. Þegar vélar eru farnar að taka þátt í félagslífi fólks verð ég alltaf taugaóstyrkur.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Aaron Sorkin er handritshöfundur The Social Network sem er komin í kvikmyndahús hérlendis. Fréttablaðið hitti hann á blaðamannafundi í París þar sem hann ræddi um Facebook, einkalíf og eiturlyfjanotkun sína. Bandaríkjamaðurinn Aaron Sorkin er handritshöfundur The Social Network sem fjallar um stofnanda Facebook, Mark Zuckerberg, og málshöfðanir gegn honum skömmu eftir að þessi vinsæla síða var stofnuð. Sorkin er afar virtur á sínu sviði enda hefur hann skrifað handrit að myndum á borð við A Few Good Men og The American President auk hinna margverðlaunuðu sjónvarpsþátta The West Wing. „Þegar ég tók þetta verkefni að mér vissi ég ekkert um Facebook. Ég hafði heyrt um Facebook alveg eins og ég hafði heyrt um blöndung í bíl. Ég get ekki opnað húddið á bílnum og sagt hvar hann er og ég get ekki lagað hann fyrir nokkra muni,“ segir hinn 49 ára Sorkin. „Það var ekki Facebook sem dró mig að þessari mynd. Facebook er áhugaverður og í raun kaldhæðnislegur bakgrunnur sögu sem hefur að geyma elsta umfjöllunarefni sem til er. Þessi mynd snýst um vinskap, tryggð, svik, afbrýðisemi og völd, rétt eins og Shakespeare og fleiri hafa skrifað um í gegnum tíðina.“ Sorkin segir að handritaskrif sem slík geri lítið fyrir sig. Það er ekki fyrr en leikarar eru komnir í spilið og kvikmyndatökur hefjast að hann verður virkilega ánægður. „Ég fæ mikið út úr því að fylgjast með framvindunni til enda og sjá lokaútkomuna. Mér finnst liðsíþróttir skemmtilegri en einstaklingsíþróttir. Ég fíla hljómsveitir miklu betur en sólótónlistarmenn og mér leið eins og að vera í hljómsveit að vinna með David [Fincher leikstjóra], leikurunum og fólkinu í kringum myndina,“ segir hann. Handtekinn með eiturlyfaaron sorkin Handritshöfundurinn segir það ekki sniðugt að skemmta sér yfir óförum annarra.nordicphotos/gettyEinkalíf fólks er áberandi á Facebook en þó þannig að þeir sem eru virkir á síðunni ráða því alfarið sjálfir hvers konar mynd þeir draga upp af sjálfum sér. Sorkin hugsaði mikið um málefni tengd einkalífi í tengslum við The Social Network. „Mitt eigið einkalíf sprakk í loft upp í apríl 2001 þegar ég gerði mjög heimskulegan hlut. Ég var handtekinn á flugvelli með eiturlyf í töskunni minni. Þetta var í fyrsta sinn sem almenningur fékk að kynnast minni raunverulegu persónu. Fram að þessu hafði ég birst í gegnum persónurnar sem ég bjó til sem voru allar mjög rómantískar, heillandi og gáfaðar. Þetta voru persónur sem þú vildir eiga sem vini, samstarfsfélaga og jafnvel forseta. Síðan kom í ljós að þessi náungi sem var að búa þær til var háður eiturlyfjum,“ segir Sorkin, sem hefur verið allsgáður eftir að hann fór í afvötnun skömmu eftir atvikið. „Í framhaldinu leið mér eins og allur heimurinn væri að fylgjast með mér. Núna, ef ég fer á stefnumót, er það ekkert einkamál heldur fylgjast fjölmiðlar með manni og almenningur gagnrýnir mann. Þetta er fórnarkostnaðurinn við þennan starfsvettvang,“ segir hann. „Veröldin er orðin þannig að við skemmtum okkur yfir einkalífi annars fólks og það er hvorki gott né dyggðugt.“ Hann gagnrýnir raunveruleikaþætti á borð við The Bachelor, sem hann telur langt því frá raunverulega, ekki frekar en það hvernig orðið „félagslíf“ er nefnt í sömu andrá og Facebook. „Við erum að skemmta okkur yfir göllum annars fólks. Fyrstu tvær vikurnar í American Idol snúast um að benda á og hlæja að fólkinu sem getur ekki sungið. Svona á maður ekki að gera, að skemmta sér yfir niðurlægingu annarra. Það gerir okkur að grimmari og heimskari einstaklingum og ég er á móti slíku.“ Vélar stjórna félagslífinuaðalleikarar Aðalleikarar The Social Network, þeir Justin Timberlake, Andrew Garfield og Jesse Eisenberg.Sorkin segir að Mark Zuckerberg hafi með Facebook búið til verkfæri sem gat sýnt gallalausa útgáfu af honum sjálfum. Það sé helsta vandamálið við síðuna því hún sýni aðeins einhliða útgáfu af notendum sem virðist lausir við alla galla. „Hafið þið hitt einhvern, sem þið hafið aldrei áður hitt, eftir að þið kynntust honum á Facebook?“ spyr Sorkin. „Ég byrjaði með Facebook-síðu í tengslum við þessa mynd og þessi fyrstu kynni valda fólki alltaf vonbrigðum. Ég held við ættum að vera ánægð með að við erum öll mannleg. Allir sem eru í hjónabandi kannast við að maður fer að elska þessa ófullkomnu hluti við makann sinn. Þegar vélar eru farnar að taka þátt í félagslífi fólks verð ég alltaf taugaóstyrkur.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira