Lífið

Hélt partí fyrir ömmu

Hefur eytt miklum tíma með ömmu sinni á árinu og kom henni á óvart á 85 ára afmælisdaginn.
Hefur eytt miklum tíma með ömmu sinni á árinu og kom henni á óvart á 85 ára afmælisdaginn.
Rapparinn Jay-Z hélt veglegt partí fyrir ömmu sína þegar hún varð 85 ára á dögunum. Jay-Z og unnusta hans Beyoncé Knowles sóttu ömmuna á glæsibifreið og fóru með hana í sal með útsýni yfir New York borg. Þar beið fjöldinn allur af gestum og skemmti amman sér hið besta.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jay-Z kemur ömmu sinni á óvart því fyrr á árinu tók hann hana með sér á hafnaboltaleik. Fjölmiðlar vestanhafs velta því fyrir sér hvort þessi fjölskyldurækni hjá kappanum sé vísir á að hann vilji stofna fjölskyldu með Beyoncé.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.