Lífið

Þolir ekki karlkyns væluskjóður

Jessica Alba. MYND/Cover Media
Jessica Alba. MYND/Cover Media

Leikkonan Jessica Alba, 29 ára, þolir ekki karkyns væluskjóður.

Jessica, sem hefur verið gift Cash Warren í tvö ár og á með honum eina dóttur, Honor Marie, veit hvað hún vill ekki upplifa í fari karla.

„Eftir því sem ég eldist hef ég komist að því að ég vil karlmenn sem eru færir um að tala um tilfinningar sínar. Ég þoli heldur ekki vælandi karla sem kvarta og kveina yfir öllu og heldur ekki karlmenn sem hringja á klukkutíma fresti og spyrja hvern þú hittir, hvað þú gerðir og hvað þú ert að fara að gera. Þeir eru óþolandi," sagði Jessica í viðtali við breska tímaritið GQ.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.