Handbolti

Misstu unninn leik niður í jafntefli - Snorri klikkaði á víti í lokin

Guðjón Valur var markahæstur í leiknum með 9 mörk.
Guðjón Valur var markahæstur í leiknum með 9 mörk. Mynd/Leena Manhart

Ísland og Serbía gerðu 29-29 jafntefli í fyrsta leik sínum á Evróumótinu í handbolta í Austurríki. Íslenska liðið var með fjögurra marka forustu skömmu fyrir leikslok en Serbar stálu stiginu með því að skora fjögur síðustu mörkin.

Snorri Steinn Guðjónsson gat tryggt íslenska liðinu sigur úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út en lét Darki Stanic verja frá sér vítið.

Íslenska liðið lék mjög vel í fyrri hálfleik og virtist ætla að vinna þægilegan sigur en í seinni hálfleik fór allt í baklás í sókninni á sama tíma og serbnesku skytturnar gengu á lagið.

Tölfræðin: Ísland - Serbía 29-29 (15-11)



Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 9 (12), Arnór Atlason 7 (12), Róbert Jakobsson 4 (5), Ólafur Stefánsson 4/1 (10/2), Ingimundur Ingimundarson 2 (3), Alexander Petersson 2 (3), Snorri Steinn Guðjónsson 1 (5/2).

Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 13 (30/2, 43%), Hreiðar Guðmundsson 7/1 (19/3, 37%).

Hraðaupphlaup: 10 (Guðjón Valur 5, Ingimundur 2, Snorri Steinn 1, Ólafur 1, Alexander 1).

Fiskuð víti: 4 (Róbert 3, Guðjón Valur 1).

Utan vallar: 10 mínútur.

Mörk Serbíu (skot): Momir Ilic 7/4 (14/5), Ivan Stankovic 6 (7), Alem Toskic 4 (5), Nenad Vuckovic 4 (5), Zarko Sesum 3 (7), Aleksandar Stojanovic 2 (5), Dobrivoje Markovic 1 (1), Petar Nenadic 1 (2), Nikola Kojic 1 (5).

Varin skot: Darko Stanic 16/2 (42/2, 38%), Dejan Dimitrije Pejanovic 0 (3/1).

Hraðapphlaup: 5 (Sesum 1, Ilic 1, Markovic 1, Vuckovic 1, Nenadic 1).

Fiskuð víti: 5 (Stojanovic 1, Toskic 1, Ilic 1, Vilkovski 1, Stankovic 1).

Utan vallar: 12 mínútur.

Dómarar: Methe-bræður, strangir en samkvæmir sjálfum sér.

Leikurinn var í beinni textalýsingu á Vísi sem má sjá hér fyrir neðan.

Ísland-Serbía 29-29 (15-11) leik lokið

Leik lokið: Grátlegur endir og jafntefli í fyrsta leik.

Mörk Íslands í leiknum: Guðjón Valur Sigurðsson 9, Arnór Atlason 7, Ólafur Stefánsson 4/1, Róbert Gunnarsson 4, Ingimundur Ingimundarson 2, Alexander Petersson 2, Snorri Steinn Guðjónsson 1.

Íslenska liðið fór illa með frábæra stöðu í þessum leik og Serbar stálu jafnteflinu. Íslenska sóknin gekk illa í seinni hálfleik og Serbar fengu trúna sem þeir máttu ekki fá. Snorri Steinn var ískaldur í þessum leik en fór samt á vítalínuna í leikslok. Þetta var þriðja vítið sem fór forgörðum hjá íslenska liðinu í leiknum.

Darko Stanic ver vítið frá Snorra Stein og Serbar tryggja sér jafntefli með því að skora fjögur síðustu mörkin í leiknum. Snorri Steinn sofnar örugglega seint í nótt enda gerði hann tvö dýr mistök í lokin.

Róbert fiskar víti þegar leiktíminn er úti. Snorri Steinn tekur vítið.

29-29 Snorri Steinn fær á sig ruðning og Serbar skora úr hraðaupphlaupi

Guðmundur tekur leikhlé þegar 57 sekúndur eru eftir. Ísland var mest með fimm marka forustu en er búinn að missa muninn niður í eitt mark.

29-28 Serbar skora af línu þegar rúm mínúta er eftir

Hreiðar varði gegnumbrot en Serbar halda boltanum.

Snorri Steinn fær á sig sóknarbrot og Serbar fá boltann með fullskipað lið þegar tvær mínútur eru eftir.

29-27 Serbar skora með langskoti. Tveggja marka munur þegar 3 mínútur eru eftir.

Guðjón Valur lætur verja frá sér úr horninu en Ísland fær aftur boltann en Guðjón skýtur þá framhja úr horninu.

Alexander Petersson fiskar tvær mínútur á Serba. Íslendingar eru manni fleiri þegar rúmar fjórar mínútur eru eftir.

29-26 Serbar skora úr víti, Momir Ilic með sjöunda markið sitt.

29-25 Arnór Atlason með gegnumbroti. Kominn með sjö mörk og 3 af síðustu 4 mörkum íslenska liðsins.

28-25 Serbar skora með gegnumbroti. Íslendingar eru manni færri.

28-24 Arnór Atlason með langskoti. Kominn með sex mörk þarf af fimm í seinni hálfleik.

Hreiðar varði langskot frá Momir Ilic. Kominn með 4 varin skot.

Snorri Steinn fiskar tvær mínútur á Serba og liðin eru með jafnmarga menn inn á vellinum.

27-24 Serbar skora af línu. Vignir Svavarsson fær tveggja mínútna brottrekstur. 9 mínútur eftir.

27-23 Arnór Atlason með langskoti, fimmta mark hans í leiknum. Arnór er búinn að skora 4 mörk í seinni hálfleik.

Hreiðar varði langskot og Ísland fær boltann þegar 10 og hálf mínúta er eftir.

Hreiðar varði hraðauphlaup en Serbar fá aukakast.

26-23 Serbar skora með gegnumbroti. Ivan Stankovic kominn með 6 mörk í leiknum.

26-22 Snorri Steinn Guðjónsson skorar úr hraðaupphlauði sitt fyrsta mark og fyrsta hraðaupphlaupsmark Íslands í seinni hálfleik.

Hreiðar varði gegnumbrot í annarri bylgju

Arnór Atlason fær á sig skref

25-22 Serbar skora með langskoti

25-21 Arnór Atlason eftir gegnumbrot

Hreiðar varði víti frá Momir Ilic.

Alexander meiddist og er draghaltur.

24-21 Alexander Petersson úr hægra horni eftir sendingu frá Ólafi

23-21 Serbar skora með langskoti eftir flotta fléttu.

Darko Stanic ver víti frá Ólafi Stefánssyni sem Róbert fékk

Alexander Petersson stelur boltanum á mikilvægum tímapunkti.

23-20 Ólafur skorar úr víti sem Guðjón Valur fékk.

22-20 Momir Ilic skorar svakamark með langskoti

Sverre Jakobsson rekinn útaf í 2 mínútur.

22-19 Róbert skorar af línunni eftir að hafa tekið sóknarfrákast. Stanic varði enn á ný frá Ólafi Stefánssyni.

21-19 Serbar skora úr hraðaupphlaupi.

Íslendingar í vandræðum og fá á sig leiktöf.

Hreiðar Levý Guðmundsson er kominn í markið fyrir Björgvin sem var 0/7 í seinni hálfleik.

21-18 Serbar skora af línu. Sverre Jakobsson liggur eftir meiddur.

21-17 Róbert af línunni eftir sendingu Arnórs.

20-17 Serbar skora með langskoti og Björgvin Páll hefur kólnað í markinu. Serbar hafa skorað úr fyrstu sex skotum sínum.

20-16 Arnór Atlason með langskoti, glæsileg sókn

Arnór Atlason fiskar enn á ný Serba útaf í 2 mínútur.

19-16 Serbar skora með langskoti eftir að Stanic hafði varði frá Ólafi.

19-15 Momir Ilic skorar sitt fyrsta mark utan af velli með langskoti

19-14 Guðjón Valur úr hraðaupphlaupi eftir gullsendingu frá Ólafi. Guðjón er búinn að skora 9 mörk úr 10 skotum.

18-14 Guðjón Valur úr vinstra horni í annarri bylgju. Kominn með átta mörk.

17-14 Serbar skora með langskoti

17-13 Ólafur Stefánsson með langskoti

16-13 Serbar skora með langskoti

16-12 Arnór Atlason úr gegnumbroti

15-12 Serbar skora úr gegnumbroti

Serbar byrja með boltann í seinni hálfleik.

Hálfleikur: Ísland er fjórum mörkum yfir eftir ágætan fyrri hálfleik þar sem Björgvin Páll Gústavsson (11 varin) og Guðjón Valur Sigurðsson (7 mörk) hafa verið í aðalhlutverkum. Ísland er búið að skora 6 mörk úr hraðaupphlaupum og strákarnir hafa að auki klikkað á mörgum góðum færum til viðbótar. Momir Ilic hefur aðeins skorað af vítalínunni í fyrri hálfleik sem eru mjög góðar fréttir.

Mörk Íslands í fyrri hálfleik: Guðjón Valur Sigurðsson 7, Ingimundur Ingimundarson 2, Ólafur Stefánsson 2, Róbert Gunnarsson 2, Arnór Atlason 1, Alexander Petersson 1.

Stanic varði lokaskot hálfleiksins frá Arnóri.

15-11 Serbar skora úr víti á Hreiðar

Ingimundur klúðrar hraðaupphlaupi og fær síðan a sig víti hinum megin. Dario Stanic er búinn að verja 9 skot í marki Serba.

15-10 Guðjón Valur af línu, tók sóknarfrákast á línunni og skoraði sitt sjöunda mark.

Serbar eru orðnir hræddir við Björgvin og eru farnir að skjóta í slagverkið. Guðmundur tekur leikhlé.

Aron Pálmarsson kemur inn í fyrsta sinn og fær á sig sóknarbrot.

14-10 Ólafur Stefánsson, hægra horn, tveimur mönnum færri.

13-10 Serbar skora af línu

Róbert Gunnarsson rekinn útaf í 2 mínútur og Íslendingar eru tveimur mönnum færri í eina mínútu og 40 sekúndur.

Björgvin varði langskot en búið að dæma aukakast og Alexander Petersson er rekinn útaf í 2mínútur.

13-9 Ingimundur Ingimundarson, hraðaupphlaup

Björgvin varði úr horni

Alexander Petersson kastar boltanum beint útaf.

Björgvin varði langskot, búinn að verja níu skot í þessum leik.

Ásgeir Örn Hallgrímsson rekinn útaf í 2 mínútur.

12-9 Guðjón Valur úr horni, kominn með sex mörk

11-9 Serbar skora úr gegnumbroti manni færri

11-8 Róbert af línu

Serbar reknir útaf í 2 mínútur í þriðja sinn.

Björgvin varði hraðaupphlaup og er búinn að verja 8 skot.

10-8 Serbar skora og Ólafur Stefánsson er settur á bekkinn. Búinn að fara illa með skotin sín í dag.

Björgvin Páll varði langskot, sitt sjöunda skot

10-7 Arnór Atlason, gegnumbrot

Róbert fiskar Serba útaf í 2 mínútur.

Íslendingar nýta mjög illa kaflann þar sem þeir eru manni fleiri

9-7 Serbar skora úr hraðaupphlaupi eftir tapaðan bolta hjá Ólafi.

9-6 Serbar skora úr horni

9-5 Róbert Gunnarsson, lína

8-5 Serbar skora úr víti

8-4 Guðjón Valur, vinstra horn, kominn með fimm mörk

Björgvin Páll varði langskot og er búinn að verja 6 skot í leiknum

7-4 Serbar skora

7-3 Ingimundur Ingimundarson, hraðaupphlaup

Björgvin Páll varði úr horni

6-3 Ólafur Stefánsson, langskot

5-3 Serbar skora úr horni

5-2 Guðjón Valur, vinstra horn fjórða markið hans í leiknum

4-2 Serbar skora úr hraðaupphlaupi

Serbar eru aðeins búnir að skora 1 mark á fyrstu 9 mínútum leiksins.

4-1 Guðjón Valur Sigurðsson, hraðaupphlaup

Björgvin varði hraðaupphlaup

3-1 Serbar skora úr víti

Björgvin Páll varði af línu en Serbar fá víti

Björgvin Páll varði langskot

Serbar taka leikhlé eftir fimm mínútur. Frábær byrjun og þrjú hraðaupphlaupsmörk.

3-0 Guðjón Valur Sigurðsson, hraðaupphlaup

2-0 Alexander Petersson, hraðaupphlaup

Snorri Steinn skýtur framhjá úr víti

Björgvin Páll varði langskot

1-0 Guðjón Valur Sigurðsson, hraðaupphlaup

Björgvin Páll varði langskot

Darko Stanic ver tvö fyrstu skot Íslands frá Róberti og Arnóri.

Ísland byrjar með boltann.

Byrjunarlið Íslands (sókn): Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason, Snorri Steinn Guðjónsson, Ólafur Stefánsson, Alexander Petersson, Róbert Gunnarsson. Björgvin Páll Gústavsson er í markinu.














































































































































































































Fleiri fréttir

Sjá meira


×