Danirnir afla upplýsinga um starfsmenn Gæslunnar 27. febrúar 2010 18:48 Mynd/AP Á vegum Landhelgisgæslunnar eru tveir Íslendingar og fjórir Danir í borginni Concepcion í Chile við eftirlit með lokafrágangi á nýju varðskipi sem er verið að byggja fyrir Íslendinga. Fyrir skömmu náði Landhelgisgæslan tali af Dönunum og eru þeir heilir á húfi en ekkert hefur heyrst frá ÍSlendingunum. Yfir eitthundrað og tuttugu manns eru látnir eftir jarðskjálfta upp á 8,8 á Richter sem skók Chile í morgun og búist er við að tala látinna fari hækkandi. Borgirnar Concepcion og Santiago fóru illa út úr skjálftanum. „Nú rétt í þessu fengust þær fregnir gegnum Danmörku að eiginkona eins Dananna sem starfar í Chile á vegum Landhelgisgæslunnar, hefði frétt af honum í gegnum tölvupóst sem virðist endrum og sinnum virka. Gat hann staðfest að allir Danirnir væru heilir á húfi. Byggingar þær sem þeir dvelja í eru lítið skemmdar þó innanstokksmunir hafi skemmst. Eru Danirnir nú að freista þess að komast yfir í þann borgarhluta sem tveir íslenskir starfsmenn Landhelgisgæslunnar dvelja í til að fá af þeim fregnir,“ segir í tilkynningu frá Gæslunni. Þar segir ennfremur: „Það er nokkrum erfiðleikum háð þar sem brýr sem skipta borgarhlutunum upp hafa fallið. Ætla þeir að reyna að komast yfir járnbrautarbrúnna sem er á milli borgarhlutanna en hún mun vera uppistandandi. Þetta eru mjög góðar fréttir og þá sérstaklega í ljósi þess að byggingarnar þar sem okkar menn búa eru sambærilegar eða betri að gæðum en þær sem Danirnir dvöldu í.“ Tengdar fréttir Íslendingar í Chile Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um fjóra Íslendinga í Chile þar á meðal á vegum Landhelgisgæslunnar. Öflugur jarðskjálfti upp á 8,8 á Richter skók landið í morgun. Ekki er vitað hvort Íslendingarnir hafi verið á skjálftasvæðinu. 27. febrúar 2010 11:00 Íslendingur á Hawaii: Búist við flóðbylgju í kvöld „Ég vaknaði við sírenur um klukkan sex í morgun og ég vissi strax að þetta var ekki æfing því þær eru alltaf fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði,“ segir Ásdís Benediktsdóttir sem býr á Hawaii. Búist er við að fimm metra há fljóðbylgja skelli á eyjarnar milli klukkan níu og tíu í kvöld að íslenskum tíma. 27. febrúar 2010 17:40 Íslendingar í Chile hafa ekki látið vita af sér Utanríkisráðuneytinu er um kunnugt um allt að 35 Íslendinga í Chile en geysiöflugur jarðskjálfti reið yfir landið í morgun. Níu þeirra hafa náð að láta vita af sér gegnum internetið, að sögn Urðar Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. Talið er að sex Íslendingar hafi verið í borginni Consepcion en upptök skjálftans voru um 90 kílómetra norðaustur af henni. 27. febrúar 2010 16:58 Tala látinna fer hækkandi í Chile Tala látinna eftir öflugan jarðskjálfta sem reið yfir Chile í morgun fer hækkandi og segja nýjustu tölur að rúmlega sextíu hafi farist. Skjálftinn var átta komma átta á Richter. Utanríkisráðuneytið hefur upplýsingar um að minnsta kosti fjóra Íslendinga í landinu. Engar fréttir hafa borist af þeim í morgun. 27. febrúar 2010 12:16 Öflugur jarðskjálfti í Chile Talið er að minnsta kost sex hafi látist og fleiri slasast í öflugum jarðskjálfta upp á 8,8 á Richter sem skók Chile í Suður Ameríku í morgun. Þetta er stærsti jarðskjálftinn sem hefur riðið yfir landið í 25 ár. Óttast er að fleiri hafi látist og slasast en tölur um það eru á reiki. 27. febrúar 2010 09:42 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Á vegum Landhelgisgæslunnar eru tveir Íslendingar og fjórir Danir í borginni Concepcion í Chile við eftirlit með lokafrágangi á nýju varðskipi sem er verið að byggja fyrir Íslendinga. Fyrir skömmu náði Landhelgisgæslan tali af Dönunum og eru þeir heilir á húfi en ekkert hefur heyrst frá ÍSlendingunum. Yfir eitthundrað og tuttugu manns eru látnir eftir jarðskjálfta upp á 8,8 á Richter sem skók Chile í morgun og búist er við að tala látinna fari hækkandi. Borgirnar Concepcion og Santiago fóru illa út úr skjálftanum. „Nú rétt í þessu fengust þær fregnir gegnum Danmörku að eiginkona eins Dananna sem starfar í Chile á vegum Landhelgisgæslunnar, hefði frétt af honum í gegnum tölvupóst sem virðist endrum og sinnum virka. Gat hann staðfest að allir Danirnir væru heilir á húfi. Byggingar þær sem þeir dvelja í eru lítið skemmdar þó innanstokksmunir hafi skemmst. Eru Danirnir nú að freista þess að komast yfir í þann borgarhluta sem tveir íslenskir starfsmenn Landhelgisgæslunnar dvelja í til að fá af þeim fregnir,“ segir í tilkynningu frá Gæslunni. Þar segir ennfremur: „Það er nokkrum erfiðleikum háð þar sem brýr sem skipta borgarhlutunum upp hafa fallið. Ætla þeir að reyna að komast yfir járnbrautarbrúnna sem er á milli borgarhlutanna en hún mun vera uppistandandi. Þetta eru mjög góðar fréttir og þá sérstaklega í ljósi þess að byggingarnar þar sem okkar menn búa eru sambærilegar eða betri að gæðum en þær sem Danirnir dvöldu í.“
Tengdar fréttir Íslendingar í Chile Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um fjóra Íslendinga í Chile þar á meðal á vegum Landhelgisgæslunnar. Öflugur jarðskjálfti upp á 8,8 á Richter skók landið í morgun. Ekki er vitað hvort Íslendingarnir hafi verið á skjálftasvæðinu. 27. febrúar 2010 11:00 Íslendingur á Hawaii: Búist við flóðbylgju í kvöld „Ég vaknaði við sírenur um klukkan sex í morgun og ég vissi strax að þetta var ekki æfing því þær eru alltaf fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði,“ segir Ásdís Benediktsdóttir sem býr á Hawaii. Búist er við að fimm metra há fljóðbylgja skelli á eyjarnar milli klukkan níu og tíu í kvöld að íslenskum tíma. 27. febrúar 2010 17:40 Íslendingar í Chile hafa ekki látið vita af sér Utanríkisráðuneytinu er um kunnugt um allt að 35 Íslendinga í Chile en geysiöflugur jarðskjálfti reið yfir landið í morgun. Níu þeirra hafa náð að láta vita af sér gegnum internetið, að sögn Urðar Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. Talið er að sex Íslendingar hafi verið í borginni Consepcion en upptök skjálftans voru um 90 kílómetra norðaustur af henni. 27. febrúar 2010 16:58 Tala látinna fer hækkandi í Chile Tala látinna eftir öflugan jarðskjálfta sem reið yfir Chile í morgun fer hækkandi og segja nýjustu tölur að rúmlega sextíu hafi farist. Skjálftinn var átta komma átta á Richter. Utanríkisráðuneytið hefur upplýsingar um að minnsta kosti fjóra Íslendinga í landinu. Engar fréttir hafa borist af þeim í morgun. 27. febrúar 2010 12:16 Öflugur jarðskjálfti í Chile Talið er að minnsta kost sex hafi látist og fleiri slasast í öflugum jarðskjálfta upp á 8,8 á Richter sem skók Chile í Suður Ameríku í morgun. Þetta er stærsti jarðskjálftinn sem hefur riðið yfir landið í 25 ár. Óttast er að fleiri hafi látist og slasast en tölur um það eru á reiki. 27. febrúar 2010 09:42 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Íslendingar í Chile Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um fjóra Íslendinga í Chile þar á meðal á vegum Landhelgisgæslunnar. Öflugur jarðskjálfti upp á 8,8 á Richter skók landið í morgun. Ekki er vitað hvort Íslendingarnir hafi verið á skjálftasvæðinu. 27. febrúar 2010 11:00
Íslendingur á Hawaii: Búist við flóðbylgju í kvöld „Ég vaknaði við sírenur um klukkan sex í morgun og ég vissi strax að þetta var ekki æfing því þær eru alltaf fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði,“ segir Ásdís Benediktsdóttir sem býr á Hawaii. Búist er við að fimm metra há fljóðbylgja skelli á eyjarnar milli klukkan níu og tíu í kvöld að íslenskum tíma. 27. febrúar 2010 17:40
Íslendingar í Chile hafa ekki látið vita af sér Utanríkisráðuneytinu er um kunnugt um allt að 35 Íslendinga í Chile en geysiöflugur jarðskjálfti reið yfir landið í morgun. Níu þeirra hafa náð að láta vita af sér gegnum internetið, að sögn Urðar Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. Talið er að sex Íslendingar hafi verið í borginni Consepcion en upptök skjálftans voru um 90 kílómetra norðaustur af henni. 27. febrúar 2010 16:58
Tala látinna fer hækkandi í Chile Tala látinna eftir öflugan jarðskjálfta sem reið yfir Chile í morgun fer hækkandi og segja nýjustu tölur að rúmlega sextíu hafi farist. Skjálftinn var átta komma átta á Richter. Utanríkisráðuneytið hefur upplýsingar um að minnsta kosti fjóra Íslendinga í landinu. Engar fréttir hafa borist af þeim í morgun. 27. febrúar 2010 12:16
Öflugur jarðskjálfti í Chile Talið er að minnsta kost sex hafi látist og fleiri slasast í öflugum jarðskjálfta upp á 8,8 á Richter sem skók Chile í Suður Ameríku í morgun. Þetta er stærsti jarðskjálftinn sem hefur riðið yfir landið í 25 ár. Óttast er að fleiri hafi látist og slasast en tölur um það eru á reiki. 27. febrúar 2010 09:42