Lífið

Playboy ekki á dagskránni

Blake Lively. MYND/Cover Media
Blake Lively. MYND/Cover Media

Leikkonan Blake Lively, 23 ára, leiðrétti þrálátan orðróm um að henni hafi verið boðið að sitja fyrir í Playboy.

Blake er illa við háværar sögusagnir þess efnis að henni voru boðnar 2,5 milljónir bandaríkjadala fyrir að sitja fyrir kviknakin á síðum Playboy.

Blake vill leiðrétta þennan misskilning. Hún segir að um hreinan uppspuna sé að ræða.

„Það er með ólíkindum að fólk skuli gera upp svona sögur. Þegar ég heyri neikvæðar sögur um mig er frænka mín það fyrsta sem ég hugsa um því ég elska hana svo mikið og ég vil ekki að hún heyri slíkt rugl," sagði Blake sem hefur betur slegið í gegn sem Serena í sjónvarpsþáttunum Gossip Girl.

Við erum á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.