Innlent

Forsetinn fundar með InDefence

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, situr nú fund með fulltrúum InDefence á Bessastöðum.

Nokkur hundruð manns komu saman fyrir utan Bessastaði áður en fundurinn hófst og kveiktu í rauðum blysum þannig að mikinn reyk lagði yfir forsetabústaðinn.

Fjöldi bíla var á bílastæðinu. Mynd/ Egill.
Tilgangurinn með athöfninni á Bessastöðum er að hvetja forsetann til þess að synja lögum um Icesave staðfestingar. Tæplega 60 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×