Spurt um sameiningu við íþyngjandi aðstæður Kristín Fjóla Bergþórsdóttir og Sigurður Magnússon skrifar 9. mars 2010 16:42 Nú liggur fyrir að 48%, eða tæpur helmingur kosningabærra íbúa Álftaness, svaraði því játandi, í skoðanakönnun um sameiningarmál, að sameinast öðru sveitarfélagi. Tvennt vekur athygli í könnuninni, -slök þátttaka, en aðeins um 60 % svöruðu spurningum í könnuninni, eða rúmlega 1100 kjósendur af 1777 á kjörskrá. Hefð er fyrir kosningaþátttöku á Álftanesi u.þ.b. 90% og skakkar hér því miklu, eða um 500 atkvæðum. Margir töldu könnunina ótímabæra við þær aðstæður sem nú eru á Álftanesi, þegar íbúarnir búa við íþyngjandi skatta og niðurskurð sem meirihlutinn setti á um áramót. Óánægja var líka með að íbúunum gæfist ekki kostur á að merkja við valkostinn, „sjálfstætt Álftanes eftir fjárhagslega endurskipulagningu og afnám sérskatta og niðurskurðar". Meirihluti bæjarstjórnar felldi tillögu um að þessi kostur yrði í könnuninni og dregur það úr gildi hennar. Álftnesingar hljóta að velta því fyrir sér hversvegna meirihlutinn vildi ekki gefa íbúunum þennan valkost! Í fyrri skoðanakönnunum um afstöðu Álftnesinga til sameiningar, hafa u.þ.b. 60% íbúanna alltaf valið sjálfstætt sveitarfélag. Telja má víst að margir hefðu valið þennan kost nú hefði könnunin boðið upp á þann valmöguleika.Lítill munur á Reykjavík eða Garðabæ þegar valið er milli sameiningarkostaHitt sem vekur athygli í könnuninni er að nær jafnmargir þátttakenda velja Reykjavík og Garðabæ sem sameiningarkost eða 34% Reykjavík, en 44% Garðabæ, -munurinn er aðeins rúm 100 atkvæði. Við fyrri sameiningarumræður hefur alltaf verið rætt um sameiningu Álftaness og Garðabæjar, enda liggja stjórnsýslumörk bæjanna saman og í aðdraganda sameiningaumræðna nú hefur meirihluti D-lista lagt sig fram um að beina sameiningarferlinu inn í Garðabæ. Bæjarfulltrúar Á-lista höfðu fyrir könnunina gagnrýnt tímasetningu hennar, þar sem ekki er lokið fjárhagslegri endurskipulagningu bæjarsjóðs. Fjárhaldsstjórn skipuð af ráðuneyti sveitastjórnamála vinnur að þessari endurskipulagningu með bæjarfulltrúum. Markmið þeirrar vinnu er að gera sveitarfélagið rekstrarfært að nýju og aflétta íþyngjandi ákvörðunum D-listans.Sigurður MagnússonMeirihlutinn neitað íbúunum um valkostinn „sjálfstætt sveitarfélag, eftir fjárhagslega endurskipulagning"Eftir að bæjarstjórn hafði ákveðið skoðanakönnunina við þessar íþyngjandi aðstæður, sérskatta og niðurskurðar, lagði Á-listi til að í könnuninni gætu íbúar merkt við sjálfstætt Álftanes, eftir fjárhagslega endurskipulagningu. Tillaga Á-listans um þetta var felld. Álftnesingar hljóta að undrast að meirihlutinn skuli þannig hafa útilokað að íbúunum gæfist þessi sjálfsagði valkostur úr því að ekki var fallist á að fresta könnuninni. Á-listinn gagnrýndi líka að velja þyrfti milli sveitarfélaga án þess að upplýsingar lægju fyrir um hugsanlega aðkomu ólíkra sveitarfélaga að nærþjónustu á Álftanesi eftir sameiningu. Að ókönnuðu máli töldu þó bæjarfulltrúar Á-lista, að vegna fjarlægðar við Reykjavík væri líklegra að betur yrði staðið að nærþjónustu með sameiningu við Reykjavík en t.d. Garðabæ eða Hafnarfjörð. Könnunin sýnir að þetta sjónarmið bæjarfulltrúa Á-lista hefur mikinn stuðning íbúanna.Íbúakannanir gott stjórntæki, en gæta þarf hlutleysis í framsetningu og vali spurningaBæjarfulltrúar Á-lista leggja áherslu á að nú verði hraðað vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu, en þar veltur mest á að leiðrétting fáist á jöfnunargreiðslum og að lán og skuldbindingar verði endurskipulagðar með aðkomu ríkisvalds, en beint fjárhagstjón Álftaness í efnahagshruninu er yfir 1000 milljónir. Komi til sameiningaviðræðna eftir þá endurskipulagningu dugar ekki að ræða við Garðabæ, heldur þarf jafnframt að taka upp viðræður við Reykjavík. Þegar tekið er tillit til slakrar þátttöku, íþyngjandi aðstæðna, ónógum valmöguleikum spurninga og því að 25% þátttakenda svara ekki spurningunni um sameiningu játandi, er ljóst að niðurstöður skoðanakönnunarinnar um vilja til sameiningar eru ómarktækar. Bæjarfulltrúar Á-lista vilja þó undirstrika að skoðanakannanir og íbúakosningar séu mikilvægt stjórntæki til að leita eftir sjónarmiðum íbúa í stórum málum. En þá þurfi að gæta hlutleysis í framsetningu spurninga og tryggja að þær kalli fram sem flest sjónarmið.Kristín Fjóla Bergþórsdóttir og Sigurður Magnússon, bæjarfulltrúar Á-lista á Álftanesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að 48%, eða tæpur helmingur kosningabærra íbúa Álftaness, svaraði því játandi, í skoðanakönnun um sameiningarmál, að sameinast öðru sveitarfélagi. Tvennt vekur athygli í könnuninni, -slök þátttaka, en aðeins um 60 % svöruðu spurningum í könnuninni, eða rúmlega 1100 kjósendur af 1777 á kjörskrá. Hefð er fyrir kosningaþátttöku á Álftanesi u.þ.b. 90% og skakkar hér því miklu, eða um 500 atkvæðum. Margir töldu könnunina ótímabæra við þær aðstæður sem nú eru á Álftanesi, þegar íbúarnir búa við íþyngjandi skatta og niðurskurð sem meirihlutinn setti á um áramót. Óánægja var líka með að íbúunum gæfist ekki kostur á að merkja við valkostinn, „sjálfstætt Álftanes eftir fjárhagslega endurskipulagningu og afnám sérskatta og niðurskurðar". Meirihluti bæjarstjórnar felldi tillögu um að þessi kostur yrði í könnuninni og dregur það úr gildi hennar. Álftnesingar hljóta að velta því fyrir sér hversvegna meirihlutinn vildi ekki gefa íbúunum þennan valkost! Í fyrri skoðanakönnunum um afstöðu Álftnesinga til sameiningar, hafa u.þ.b. 60% íbúanna alltaf valið sjálfstætt sveitarfélag. Telja má víst að margir hefðu valið þennan kost nú hefði könnunin boðið upp á þann valmöguleika.Lítill munur á Reykjavík eða Garðabæ þegar valið er milli sameiningarkostaHitt sem vekur athygli í könnuninni er að nær jafnmargir þátttakenda velja Reykjavík og Garðabæ sem sameiningarkost eða 34% Reykjavík, en 44% Garðabæ, -munurinn er aðeins rúm 100 atkvæði. Við fyrri sameiningarumræður hefur alltaf verið rætt um sameiningu Álftaness og Garðabæjar, enda liggja stjórnsýslumörk bæjanna saman og í aðdraganda sameiningaumræðna nú hefur meirihluti D-lista lagt sig fram um að beina sameiningarferlinu inn í Garðabæ. Bæjarfulltrúar Á-lista höfðu fyrir könnunina gagnrýnt tímasetningu hennar, þar sem ekki er lokið fjárhagslegri endurskipulagningu bæjarsjóðs. Fjárhaldsstjórn skipuð af ráðuneyti sveitastjórnamála vinnur að þessari endurskipulagningu með bæjarfulltrúum. Markmið þeirrar vinnu er að gera sveitarfélagið rekstrarfært að nýju og aflétta íþyngjandi ákvörðunum D-listans.Sigurður MagnússonMeirihlutinn neitað íbúunum um valkostinn „sjálfstætt sveitarfélag, eftir fjárhagslega endurskipulagning"Eftir að bæjarstjórn hafði ákveðið skoðanakönnunina við þessar íþyngjandi aðstæður, sérskatta og niðurskurðar, lagði Á-listi til að í könnuninni gætu íbúar merkt við sjálfstætt Álftanes, eftir fjárhagslega endurskipulagningu. Tillaga Á-listans um þetta var felld. Álftnesingar hljóta að undrast að meirihlutinn skuli þannig hafa útilokað að íbúunum gæfist þessi sjálfsagði valkostur úr því að ekki var fallist á að fresta könnuninni. Á-listinn gagnrýndi líka að velja þyrfti milli sveitarfélaga án þess að upplýsingar lægju fyrir um hugsanlega aðkomu ólíkra sveitarfélaga að nærþjónustu á Álftanesi eftir sameiningu. Að ókönnuðu máli töldu þó bæjarfulltrúar Á-lista, að vegna fjarlægðar við Reykjavík væri líklegra að betur yrði staðið að nærþjónustu með sameiningu við Reykjavík en t.d. Garðabæ eða Hafnarfjörð. Könnunin sýnir að þetta sjónarmið bæjarfulltrúa Á-lista hefur mikinn stuðning íbúanna.Íbúakannanir gott stjórntæki, en gæta þarf hlutleysis í framsetningu og vali spurningaBæjarfulltrúar Á-lista leggja áherslu á að nú verði hraðað vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu, en þar veltur mest á að leiðrétting fáist á jöfnunargreiðslum og að lán og skuldbindingar verði endurskipulagðar með aðkomu ríkisvalds, en beint fjárhagstjón Álftaness í efnahagshruninu er yfir 1000 milljónir. Komi til sameiningaviðræðna eftir þá endurskipulagningu dugar ekki að ræða við Garðabæ, heldur þarf jafnframt að taka upp viðræður við Reykjavík. Þegar tekið er tillit til slakrar þátttöku, íþyngjandi aðstæðna, ónógum valmöguleikum spurninga og því að 25% þátttakenda svara ekki spurningunni um sameiningu játandi, er ljóst að niðurstöður skoðanakönnunarinnar um vilja til sameiningar eru ómarktækar. Bæjarfulltrúar Á-lista vilja þó undirstrika að skoðanakannanir og íbúakosningar séu mikilvægt stjórntæki til að leita eftir sjónarmiðum íbúa í stórum málum. En þá þurfi að gæta hlutleysis í framsetningu spurninga og tryggja að þær kalli fram sem flest sjónarmið.Kristín Fjóla Bergþórsdóttir og Sigurður Magnússon, bæjarfulltrúar Á-lista á Álftanesi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun