Spurt um sameiningu við íþyngjandi aðstæður Kristín Fjóla Bergþórsdóttir og Sigurður Magnússon skrifar 9. mars 2010 16:42 Nú liggur fyrir að 48%, eða tæpur helmingur kosningabærra íbúa Álftaness, svaraði því játandi, í skoðanakönnun um sameiningarmál, að sameinast öðru sveitarfélagi. Tvennt vekur athygli í könnuninni, -slök þátttaka, en aðeins um 60 % svöruðu spurningum í könnuninni, eða rúmlega 1100 kjósendur af 1777 á kjörskrá. Hefð er fyrir kosningaþátttöku á Álftanesi u.þ.b. 90% og skakkar hér því miklu, eða um 500 atkvæðum. Margir töldu könnunina ótímabæra við þær aðstæður sem nú eru á Álftanesi, þegar íbúarnir búa við íþyngjandi skatta og niðurskurð sem meirihlutinn setti á um áramót. Óánægja var líka með að íbúunum gæfist ekki kostur á að merkja við valkostinn, „sjálfstætt Álftanes eftir fjárhagslega endurskipulagningu og afnám sérskatta og niðurskurðar". Meirihluti bæjarstjórnar felldi tillögu um að þessi kostur yrði í könnuninni og dregur það úr gildi hennar. Álftnesingar hljóta að velta því fyrir sér hversvegna meirihlutinn vildi ekki gefa íbúunum þennan valkost! Í fyrri skoðanakönnunum um afstöðu Álftnesinga til sameiningar, hafa u.þ.b. 60% íbúanna alltaf valið sjálfstætt sveitarfélag. Telja má víst að margir hefðu valið þennan kost nú hefði könnunin boðið upp á þann valmöguleika.Lítill munur á Reykjavík eða Garðabæ þegar valið er milli sameiningarkostaHitt sem vekur athygli í könnuninni er að nær jafnmargir þátttakenda velja Reykjavík og Garðabæ sem sameiningarkost eða 34% Reykjavík, en 44% Garðabæ, -munurinn er aðeins rúm 100 atkvæði. Við fyrri sameiningarumræður hefur alltaf verið rætt um sameiningu Álftaness og Garðabæjar, enda liggja stjórnsýslumörk bæjanna saman og í aðdraganda sameiningaumræðna nú hefur meirihluti D-lista lagt sig fram um að beina sameiningarferlinu inn í Garðabæ. Bæjarfulltrúar Á-lista höfðu fyrir könnunina gagnrýnt tímasetningu hennar, þar sem ekki er lokið fjárhagslegri endurskipulagningu bæjarsjóðs. Fjárhaldsstjórn skipuð af ráðuneyti sveitastjórnamála vinnur að þessari endurskipulagningu með bæjarfulltrúum. Markmið þeirrar vinnu er að gera sveitarfélagið rekstrarfært að nýju og aflétta íþyngjandi ákvörðunum D-listans.Sigurður MagnússonMeirihlutinn neitað íbúunum um valkostinn „sjálfstætt sveitarfélag, eftir fjárhagslega endurskipulagning"Eftir að bæjarstjórn hafði ákveðið skoðanakönnunina við þessar íþyngjandi aðstæður, sérskatta og niðurskurðar, lagði Á-listi til að í könnuninni gætu íbúar merkt við sjálfstætt Álftanes, eftir fjárhagslega endurskipulagningu. Tillaga Á-listans um þetta var felld. Álftnesingar hljóta að undrast að meirihlutinn skuli þannig hafa útilokað að íbúunum gæfist þessi sjálfsagði valkostur úr því að ekki var fallist á að fresta könnuninni. Á-listinn gagnrýndi líka að velja þyrfti milli sveitarfélaga án þess að upplýsingar lægju fyrir um hugsanlega aðkomu ólíkra sveitarfélaga að nærþjónustu á Álftanesi eftir sameiningu. Að ókönnuðu máli töldu þó bæjarfulltrúar Á-lista, að vegna fjarlægðar við Reykjavík væri líklegra að betur yrði staðið að nærþjónustu með sameiningu við Reykjavík en t.d. Garðabæ eða Hafnarfjörð. Könnunin sýnir að þetta sjónarmið bæjarfulltrúa Á-lista hefur mikinn stuðning íbúanna.Íbúakannanir gott stjórntæki, en gæta þarf hlutleysis í framsetningu og vali spurningaBæjarfulltrúar Á-lista leggja áherslu á að nú verði hraðað vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu, en þar veltur mest á að leiðrétting fáist á jöfnunargreiðslum og að lán og skuldbindingar verði endurskipulagðar með aðkomu ríkisvalds, en beint fjárhagstjón Álftaness í efnahagshruninu er yfir 1000 milljónir. Komi til sameiningaviðræðna eftir þá endurskipulagningu dugar ekki að ræða við Garðabæ, heldur þarf jafnframt að taka upp viðræður við Reykjavík. Þegar tekið er tillit til slakrar þátttöku, íþyngjandi aðstæðna, ónógum valmöguleikum spurninga og því að 25% þátttakenda svara ekki spurningunni um sameiningu játandi, er ljóst að niðurstöður skoðanakönnunarinnar um vilja til sameiningar eru ómarktækar. Bæjarfulltrúar Á-lista vilja þó undirstrika að skoðanakannanir og íbúakosningar séu mikilvægt stjórntæki til að leita eftir sjónarmiðum íbúa í stórum málum. En þá þurfi að gæta hlutleysis í framsetningu spurninga og tryggja að þær kalli fram sem flest sjónarmið.Kristín Fjóla Bergþórsdóttir og Sigurður Magnússon, bæjarfulltrúar Á-lista á Álftanesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að 48%, eða tæpur helmingur kosningabærra íbúa Álftaness, svaraði því játandi, í skoðanakönnun um sameiningarmál, að sameinast öðru sveitarfélagi. Tvennt vekur athygli í könnuninni, -slök þátttaka, en aðeins um 60 % svöruðu spurningum í könnuninni, eða rúmlega 1100 kjósendur af 1777 á kjörskrá. Hefð er fyrir kosningaþátttöku á Álftanesi u.þ.b. 90% og skakkar hér því miklu, eða um 500 atkvæðum. Margir töldu könnunina ótímabæra við þær aðstæður sem nú eru á Álftanesi, þegar íbúarnir búa við íþyngjandi skatta og niðurskurð sem meirihlutinn setti á um áramót. Óánægja var líka með að íbúunum gæfist ekki kostur á að merkja við valkostinn, „sjálfstætt Álftanes eftir fjárhagslega endurskipulagningu og afnám sérskatta og niðurskurðar". Meirihluti bæjarstjórnar felldi tillögu um að þessi kostur yrði í könnuninni og dregur það úr gildi hennar. Álftnesingar hljóta að velta því fyrir sér hversvegna meirihlutinn vildi ekki gefa íbúunum þennan valkost! Í fyrri skoðanakönnunum um afstöðu Álftnesinga til sameiningar, hafa u.þ.b. 60% íbúanna alltaf valið sjálfstætt sveitarfélag. Telja má víst að margir hefðu valið þennan kost nú hefði könnunin boðið upp á þann valmöguleika.Lítill munur á Reykjavík eða Garðabæ þegar valið er milli sameiningarkostaHitt sem vekur athygli í könnuninni er að nær jafnmargir þátttakenda velja Reykjavík og Garðabæ sem sameiningarkost eða 34% Reykjavík, en 44% Garðabæ, -munurinn er aðeins rúm 100 atkvæði. Við fyrri sameiningarumræður hefur alltaf verið rætt um sameiningu Álftaness og Garðabæjar, enda liggja stjórnsýslumörk bæjanna saman og í aðdraganda sameiningaumræðna nú hefur meirihluti D-lista lagt sig fram um að beina sameiningarferlinu inn í Garðabæ. Bæjarfulltrúar Á-lista höfðu fyrir könnunina gagnrýnt tímasetningu hennar, þar sem ekki er lokið fjárhagslegri endurskipulagningu bæjarsjóðs. Fjárhaldsstjórn skipuð af ráðuneyti sveitastjórnamála vinnur að þessari endurskipulagningu með bæjarfulltrúum. Markmið þeirrar vinnu er að gera sveitarfélagið rekstrarfært að nýju og aflétta íþyngjandi ákvörðunum D-listans.Sigurður MagnússonMeirihlutinn neitað íbúunum um valkostinn „sjálfstætt sveitarfélag, eftir fjárhagslega endurskipulagning"Eftir að bæjarstjórn hafði ákveðið skoðanakönnunina við þessar íþyngjandi aðstæður, sérskatta og niðurskurðar, lagði Á-listi til að í könnuninni gætu íbúar merkt við sjálfstætt Álftanes, eftir fjárhagslega endurskipulagningu. Tillaga Á-listans um þetta var felld. Álftnesingar hljóta að undrast að meirihlutinn skuli þannig hafa útilokað að íbúunum gæfist þessi sjálfsagði valkostur úr því að ekki var fallist á að fresta könnuninni. Á-listinn gagnrýndi líka að velja þyrfti milli sveitarfélaga án þess að upplýsingar lægju fyrir um hugsanlega aðkomu ólíkra sveitarfélaga að nærþjónustu á Álftanesi eftir sameiningu. Að ókönnuðu máli töldu þó bæjarfulltrúar Á-lista, að vegna fjarlægðar við Reykjavík væri líklegra að betur yrði staðið að nærþjónustu með sameiningu við Reykjavík en t.d. Garðabæ eða Hafnarfjörð. Könnunin sýnir að þetta sjónarmið bæjarfulltrúa Á-lista hefur mikinn stuðning íbúanna.Íbúakannanir gott stjórntæki, en gæta þarf hlutleysis í framsetningu og vali spurningaBæjarfulltrúar Á-lista leggja áherslu á að nú verði hraðað vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu, en þar veltur mest á að leiðrétting fáist á jöfnunargreiðslum og að lán og skuldbindingar verði endurskipulagðar með aðkomu ríkisvalds, en beint fjárhagstjón Álftaness í efnahagshruninu er yfir 1000 milljónir. Komi til sameiningaviðræðna eftir þá endurskipulagningu dugar ekki að ræða við Garðabæ, heldur þarf jafnframt að taka upp viðræður við Reykjavík. Þegar tekið er tillit til slakrar þátttöku, íþyngjandi aðstæðna, ónógum valmöguleikum spurninga og því að 25% þátttakenda svara ekki spurningunni um sameiningu játandi, er ljóst að niðurstöður skoðanakönnunarinnar um vilja til sameiningar eru ómarktækar. Bæjarfulltrúar Á-lista vilja þó undirstrika að skoðanakannanir og íbúakosningar séu mikilvægt stjórntæki til að leita eftir sjónarmiðum íbúa í stórum málum. En þá þurfi að gæta hlutleysis í framsetningu spurninga og tryggja að þær kalli fram sem flest sjónarmið.Kristín Fjóla Bergþórsdóttir og Sigurður Magnússon, bæjarfulltrúar Á-lista á Álftanesi.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun