Innlent

Heildaraflinn minni milli ára

Mynd/Pjetur

Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans var 20 prósentum minni í tonnum talið í síðasta mánuði, en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt Hagstofutölum.

Verðmæti aflans var líka sextán og hálfu prósenti minna en í fyrra. Mestu munaði um aflasamdrátt í verðmætustu fisktegundunum eins og þorski og ýsu en minna veiddist líka af karfa og ufsa. Að hluta getur þetta stafað af því að margar útgerðir eru farnar að draga úr sókn til að treina sér kvóta sína fram á sumar, eins og áður hefur verið greint frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×