Skoðun

Uppstokkun

Magnús Orri Schram skrifar
Fjölmiðlar ræða nú „uppstokkun“ í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna og eitthvað er rætt um breytingu í ráðherraliði. En gætum að. Víða leynast órólegar deildir í þingflokkum.  Brýnustu verkefni ríkisstjórnar á Íslandi í dag eru skýr og skiptir þá engu hverjir skipa þá ríkisstjórn.

1. Ljúka þarf Icesave málinu sem allra fyrst. Það er hægt að gera í anda þeirrar stefnu sem ný samninganefnd undir stjórn Lee Buchheit er að marka en nú er mál að linni. Icesave samningum þarf að loka.

2. Halda þarf áfram endurreisn efnahagslífsins í samstarfi við AGS. Samstarfið er lykilatriðið til að hingað leiti erlent fjármagn, vextir lækki, höft verði afnumin og króna styrkist.

3. Gera þarf enn betur til að aðstoða heimili í skuldavanda.

4. Koma þarf atvinnulífinu i gang með öllum tiltækum ráðum og minnka þannig atvinnuleysi.

5. Halda skal áfram á þeirri leið að laga útgjöld ríkisins að tekjum þess. Næstu stóru skref í þeim efnum verða útgjaldamegin en ekki í gegnum hækkun skatta á fyrirtæki eða einstaklinga.

Fleira mætti nefna en ofangreint atriði þurfa að sæta forgangi. Um leið verða til staðar réttar forsendur til að styðja ríkisstjórn.

Höfundur er alþingismaður.



Skoðun

Sjá meira


×