María eða Heilög María 31. mars 2010 06:00 María Hjálmtýsdóttir skrifar um vörumerki Þann 23. mars sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir Henrik Billger, forstjóra fyrirtækisins Santa Maria AB í Svíþjóð sem hann skrifaði vegna viðtals sem tekið var við mig í blaðinu nokkrum vikum fyrr. Í stuttu máli fjalla skrifin um kröfur fyrirtækis Henriks um að hætt verði að nota nafnið Santa María á veitingastað við Laugaveg 22a. Henrik hefur grein sína á því að lýsa því yfir að Íslendingar muni vinna sig út úr kreppunni (takk fyrir það). Í framhaldi af því útskýrir hann mikilvægi laga um vörumerki og hvernig vörumerki og viðskiptavild eru byggð upp. Því næst rekur hann í stuttu máli sögu fyrirtækisins sem hann er í forsvari fyrir og áður en hann lýkur skrifum sínum á óskum um að íslenskum fyrirtækjum megi vegna vel erlendis (takk fyrir það líka), sakar hann mig um að ljúga. Herra Henrik er forstjóri stærsta kryddfyrirtækis Svíþjóðar sem m.a. selur vörur undir nafninu Santa Maria Tex-Mex. Fyrirtækið heitir Santa Maria AB. Þeir eiga nafnið skráð víðsvegar í Evrópu og hér á Íslandi eiga þeir skráningu í flokkum sem tengjast pakkamat, sósum, kryddi og þessháttar og við höfum engin áform um að hrufla við þeim rétti þeirra eða reyna að græða á viðskiptavild þeirra og orðstír í tengslum við Tex-Mex vörurnar. Það að eiga nafn og vörumerki skráð í ákveðnum flokkum útilokar ekki aðra frá því að mega skrá svipað nafn í öðrum flokkum svo lengi sem notkun á nafninu veldur ekki ruglingi. Ég á enn þá eftir að hitta einhvern sem hefur látið sér detta í hug að rugla veitingastaðnum á Laugavegi við krukkurnar og pakkana í Bónus og fleiri verslunum. Ég vona af öllu hjarta að enginn rugli þessu saman, enda liti ekki vel út fyrir okkur ef fólk teldi okkur byggja matseld okkar á tilbúnum Tex-Mex pakkamat sem hver sem er getur keypt úti í búð. Svo ég svari nú líka ásökun Henriks um að segja ekki satt og rétt frá langar mig í stuttu máli að rekja forsögu þessara deilna sem hér eiga sér stað. Í mars árið 2008 opnaði ég ásamt maka mínum lítinn veitingastað við Laugaveg. Nafnið Santa María – bístró, völdum við sem tilvísun í allar þær Maríur sem okkur tengjast, og eru þær ófáar mæður okkar, formæður og frænkur. Að auki er Santa María þjóðardýrlingur og verndari Mexíkana (eða Mexíkóa fyrir þá sem vilja) um allan heim. Okkur datt aldrei í hug nokkurskonar tenging við öll þau óteljandi fyrirtæki og staði um allan heim sem nota nafnið Santa María, nú eða skip Kólumbusar sem sigldi yfir höfin til að kaupa krydd og verða ríkur um leið og hann lagði undir sig ný lönd fyrir hönd spænska konungsríkisins og níddist á frumbyggjum Ameríku. Skipið Santa María, sem hét upphaflega La Gallega, sökk reyndar í fyrstu ferðinni, en það er önnur saga. Rúmu ári eftir að við opnuðum fengum við bréf frá lögmannsstofu þar sem okkur var bent á að Santa Maria AB ætti nafnið skráð í einhverjum vörumerkjaflokkum og að við fengjum vinsamlegast smá tíma til að vera svo væn að hætta allri notkun á nafninu. Henrik skrifar að haft hafi verið samband við okkur og að þeir hafi vænt þess að ábending þeirra leiðrétti misskilning. Þetta hljómar voða vingjarnlegt en mig langar að spyrja hann á móti hvers vegna þeir höfðu ekki bara samband við okkur sjálfir og ræddu þetta mál við okkur? Hver sigar hæstaréttarlögfræðingum á pínulítið fyrirtæki vegna misskilnings? Ef þið treystuð á samvinnu okkar og velvilja, hvers vegna var þá undirliggjandi hótun falin innanum illskiljanlegan lögfræðitexta í hverju einasta bréfi frá hinum hæstvirtu háfleygu lögfræðingum sem höfðu samband við okkur fyrir ykkar hönd? Ef þið eruð svona krúttlegt og umhverfisvænt smáfyrirtæki sem varð svo stærst og sterkast og þið viljið okkur sem erum enn þá og verðum vonandi alltaf lítil, virkilega vel, hvers vegna eigið þið ekki bara samskipti við okkur eins og eðlilegt fólk? Það sem við höfum gert síðan lagabréfin fóru að berast er að við höfum fjarlægt nafnið úr gluggum staðarins og lokað heimasíðunni vegna þess að í bréfunum má lesa að áframhaldandi notkun nafnsins muni koma okkur í koll. Svo fengum við nafnið skráð í flokki veitingahúsaþjónustu til að fá lagalegan flöt fyrir samskiptin, enda engin annarskonar samskipti í boði. Þeirri skráningu hefur nú verið andmælt með hafsjó af lagatilvísunum og í framhaldi af því höfum við ákveðið að gefast upp. Við erum því miður of lítil og veikburða til að standa í svona stappi. Kæri herra Henrik, af hverju hringdirðu ekki bara í mig og við hefðum getað leyst þetta á mannlegu nótunum? Eða týnast mannlegu nóturnar þegar smáfyrirtæki verða stór? Að lokum langar mig að þakka óskir Henriks um velgengni í því sem við erum að gera. Á sama hátt óskum við þeim velgengni í þjóðmenningarlega matarbransanum og vonum að þeir haldi áfram að vera stærstir og mestir og megi þeir áfram vera næstum einir um að prýða Tex-Mex hillur stórmarkaða á Íslandi. Höfundur er einn eigenda Heilagrar Maríu við Laugaveg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
María Hjálmtýsdóttir skrifar um vörumerki Þann 23. mars sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir Henrik Billger, forstjóra fyrirtækisins Santa Maria AB í Svíþjóð sem hann skrifaði vegna viðtals sem tekið var við mig í blaðinu nokkrum vikum fyrr. Í stuttu máli fjalla skrifin um kröfur fyrirtækis Henriks um að hætt verði að nota nafnið Santa María á veitingastað við Laugaveg 22a. Henrik hefur grein sína á því að lýsa því yfir að Íslendingar muni vinna sig út úr kreppunni (takk fyrir það). Í framhaldi af því útskýrir hann mikilvægi laga um vörumerki og hvernig vörumerki og viðskiptavild eru byggð upp. Því næst rekur hann í stuttu máli sögu fyrirtækisins sem hann er í forsvari fyrir og áður en hann lýkur skrifum sínum á óskum um að íslenskum fyrirtækjum megi vegna vel erlendis (takk fyrir það líka), sakar hann mig um að ljúga. Herra Henrik er forstjóri stærsta kryddfyrirtækis Svíþjóðar sem m.a. selur vörur undir nafninu Santa Maria Tex-Mex. Fyrirtækið heitir Santa Maria AB. Þeir eiga nafnið skráð víðsvegar í Evrópu og hér á Íslandi eiga þeir skráningu í flokkum sem tengjast pakkamat, sósum, kryddi og þessháttar og við höfum engin áform um að hrufla við þeim rétti þeirra eða reyna að græða á viðskiptavild þeirra og orðstír í tengslum við Tex-Mex vörurnar. Það að eiga nafn og vörumerki skráð í ákveðnum flokkum útilokar ekki aðra frá því að mega skrá svipað nafn í öðrum flokkum svo lengi sem notkun á nafninu veldur ekki ruglingi. Ég á enn þá eftir að hitta einhvern sem hefur látið sér detta í hug að rugla veitingastaðnum á Laugavegi við krukkurnar og pakkana í Bónus og fleiri verslunum. Ég vona af öllu hjarta að enginn rugli þessu saman, enda liti ekki vel út fyrir okkur ef fólk teldi okkur byggja matseld okkar á tilbúnum Tex-Mex pakkamat sem hver sem er getur keypt úti í búð. Svo ég svari nú líka ásökun Henriks um að segja ekki satt og rétt frá langar mig í stuttu máli að rekja forsögu þessara deilna sem hér eiga sér stað. Í mars árið 2008 opnaði ég ásamt maka mínum lítinn veitingastað við Laugaveg. Nafnið Santa María – bístró, völdum við sem tilvísun í allar þær Maríur sem okkur tengjast, og eru þær ófáar mæður okkar, formæður og frænkur. Að auki er Santa María þjóðardýrlingur og verndari Mexíkana (eða Mexíkóa fyrir þá sem vilja) um allan heim. Okkur datt aldrei í hug nokkurskonar tenging við öll þau óteljandi fyrirtæki og staði um allan heim sem nota nafnið Santa María, nú eða skip Kólumbusar sem sigldi yfir höfin til að kaupa krydd og verða ríkur um leið og hann lagði undir sig ný lönd fyrir hönd spænska konungsríkisins og níddist á frumbyggjum Ameríku. Skipið Santa María, sem hét upphaflega La Gallega, sökk reyndar í fyrstu ferðinni, en það er önnur saga. Rúmu ári eftir að við opnuðum fengum við bréf frá lögmannsstofu þar sem okkur var bent á að Santa Maria AB ætti nafnið skráð í einhverjum vörumerkjaflokkum og að við fengjum vinsamlegast smá tíma til að vera svo væn að hætta allri notkun á nafninu. Henrik skrifar að haft hafi verið samband við okkur og að þeir hafi vænt þess að ábending þeirra leiðrétti misskilning. Þetta hljómar voða vingjarnlegt en mig langar að spyrja hann á móti hvers vegna þeir höfðu ekki bara samband við okkur sjálfir og ræddu þetta mál við okkur? Hver sigar hæstaréttarlögfræðingum á pínulítið fyrirtæki vegna misskilnings? Ef þið treystuð á samvinnu okkar og velvilja, hvers vegna var þá undirliggjandi hótun falin innanum illskiljanlegan lögfræðitexta í hverju einasta bréfi frá hinum hæstvirtu háfleygu lögfræðingum sem höfðu samband við okkur fyrir ykkar hönd? Ef þið eruð svona krúttlegt og umhverfisvænt smáfyrirtæki sem varð svo stærst og sterkast og þið viljið okkur sem erum enn þá og verðum vonandi alltaf lítil, virkilega vel, hvers vegna eigið þið ekki bara samskipti við okkur eins og eðlilegt fólk? Það sem við höfum gert síðan lagabréfin fóru að berast er að við höfum fjarlægt nafnið úr gluggum staðarins og lokað heimasíðunni vegna þess að í bréfunum má lesa að áframhaldandi notkun nafnsins muni koma okkur í koll. Svo fengum við nafnið skráð í flokki veitingahúsaþjónustu til að fá lagalegan flöt fyrir samskiptin, enda engin annarskonar samskipti í boði. Þeirri skráningu hefur nú verið andmælt með hafsjó af lagatilvísunum og í framhaldi af því höfum við ákveðið að gefast upp. Við erum því miður of lítil og veikburða til að standa í svona stappi. Kæri herra Henrik, af hverju hringdirðu ekki bara í mig og við hefðum getað leyst þetta á mannlegu nótunum? Eða týnast mannlegu nóturnar þegar smáfyrirtæki verða stór? Að lokum langar mig að þakka óskir Henriks um velgengni í því sem við erum að gera. Á sama hátt óskum við þeim velgengni í þjóðmenningarlega matarbransanum og vonum að þeir haldi áfram að vera stærstir og mestir og megi þeir áfram vera næstum einir um að prýða Tex-Mex hillur stórmarkaða á Íslandi. Höfundur er einn eigenda Heilagrar Maríu við Laugaveg.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun