Erlent

Krabbameinsleit fremur gagnleg en skaðleg

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Krabbameinsleit er jákvæð.
Krabbameinsleit er jákvæð.
Krabbameinsleit í brjóstum gerir meira gagn en ógagn. Fjöldi lífa sem bjargað er með slíkri leit er tvöfaldur á við þær leitir sem gerðar eru að tilefnislausu. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var á 80 þúsund konum.

Með brjóstakrabbameinsleit er hægt að bera kennsl á hættuleg æxli. Í slíkri leit finnast hins vegar líka hnúðar sem geta verið skaðlausir og valdið óþarfa kvíða og leitt til óþarfa meðferða. Þetta hefur leitt til þess að sérfræðingar hafa deilt mikið um ágæti brjóstakrabbameinsleitar að undanförnu. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda hins vegar til þess að tvöfalt fleiri konur sem bjargast í slíkri krabbameinsleit eru tvöfalt fleiri en þær sem fara i slíka leit í erindisleysu.

Brjóstakrabbamein er meðal alvarlegustu krabbameina kvenna í Evrópu og Norður-Ameríku. Gera má ráð fyrir að allt að 200 konur greinist með slíkt mein hér á landi árlega og 40-50 látist af völdum þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×