Erlent

Íranskur kjarnorkufræðingur í Bandaríkjunum

Óli Tynes skrifar
Kjarnorkuver í  Íran
Kjarnorkuver í Íran

Íranskur kjarnorkuvísindamaður hefur fengið pólitískt hæli í Bandaríkjunum að sögn ABC fréttastofunnar.

Shahram Amiri hefur verið saknað síðan í júní á síðasta ári. Hann hvarf þegar hann var í pílagrímsferð í Saudi-Arabíu.

Írönsk stjórnvöld sökuðu Bandaríkjamenn um að hafa rænt honum en þau sögðust ekkert um hann vita.

Það er hinsvegar vitað að Bandaríkjamenn hafa borið víurnar í Íranska kjarnorkuvísindamenn til að fá þá til þess að flýja land.

Þeir vonast líklega til að Amiri geti veitt þeim upplýsingar um kjarnorkumál í Íran.

Íranar segja kjarnorkuáætlun sína einungis í friðsamlegum tilgangi. Vesturlönd telja hinsvegar víst að þeir séu að smíða kjarnorkuvopn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×