Innlent

Vilja fá verkamannabústaði

Mynd/Anton Brink

Endurvekja ætti verkamannabústaðakerfið og raunhæft kaupleigukerfi fyrir almennt launafólk að mati ASÍ. Í ályktun ársfundar sambandsins er þess krafist að gripið verði tafarlaust til aðgerða til að taka á „yfirþyrmandi skulda- og greiðsluvanda heimilanna". Koma verði til móts við lántakendur vegna mikilla hækkana á höfuðstóli lána frá bankahruninu haustið 2008.

Ársfundurinn krafðist þess að stöðugur og sanngjarn leigumarkaður verði efldur, og vörður staðinn um vaxta- og húsaleigubætur. - bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×