Lífið

Keppast um að koma hvort öðru á óvart

Eva Longoria Parker. MYND/BANG Showbiz
Eva Longoria Parker. MYND/BANG Showbiz

Leikkonan Eva Longoria Parker, 35 ára, segir að eiginmaður hennar, körfuboltamaðurinn Tony Parker, sé rómantískur og snillingur í að koma henni á óvart.

Tony er stöðugt að gleðja Evu með alls kyns uppákomum og að ekki sé minnst á rándýrar gjafir sem hann gefur ástinni sinni.

„Hann heldur frábærar afmælisveislur og kemur mér stöðugt á óvart. Svo gefur hann mér gjafir sem hitta í mark. Við keppumst við að koma hvort öðru á óvart. Þetta er orðið að harðri keppni," sagði Eva.

 

Hún heldur því fram að eftir að þau giftu sig hafi sambandið batnað til muna.

„Brúðkaupið breytti öllu hjá okkur. Við urðum bæði öruggari í sambandinu. Gifting er heilög sameining í okkar huga sem við tökum alvarlega. Þegar hann fer í löng keppnisferðalög elti ég hann þegar ég get og horfi á hann spila. Við getum ekki án hvors annars verið. Vegalengdin skiptir okkur engu máli."

„Svo finnst mér gaman að ferðast. Ég elska að ferðast með flugvélum því þá fæ ég tíma til að lesa og ég á eftir að lesa heilan helling," sagði Eva.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.