Helgi Gunnlaugsson: Afbrot og refsingar 29. apríl 2010 09:05 Um þessar mundir fagnar fangahjálpin Vernd 50 ára afmæli. Á starfstíma sínum hefur samfélagið allt tekið stakkaskiptum sem birtist m.a. í málaflokki afbrota. Fagmennska hefur aukist og opinber gögn um afbrot og fangelsismál eru nú aðgengileg. Á sama tíma hafa áhyggjur af afbrotum vaxið og kröfur um hertar refsingar eru háværar. Refsingar hafa þyngst og álagið á fangelsiskerfið hefur aldrei verið meira en einmitt núna. Við þessar aðstæður verður starf fangahjálparinnar brýnna en nokkru sinni fyrr.Auga fyrir auga?Aðlögun fanga inn í samfélagið að nýju eftir afplánun er ekki auðveld á tímum efnahagsþrenginga og atvinnuleysis auk viðhorfa sem oftar en ekki eru andsnúin föngum og málefnum þeirra. Hvers vegna á samfélagið að rétta brotamönnum sáttahönd þegar fórnarlömbin sitja eftir grátt leikin? Svarið er hvorki einfalt né einhlítt en við þurfum sífellt að spyrja okkur grundvallarspurninga af þessu tagi. Svarið afhjúpar í raun hvers konar samfélagi við búum í. Hver er siðferðisgrundvöllur samfélagsins - hvaða gildi eigum við að hafa í heiðri í samskiptum hvert við annað?Eigum við að svara brotum í sömu mynt - svara illu með illu? Oft það fyrsta sem upp í hugann kemur þegar við heyrum af ódæðisverkum. Eða eigum við að bæta fyrir brotið og huga að betrun einstaklingsins?Hvort sjónarmiðið vegur þyngra í reynd má deila um en bæði eru óneitanlega til staðar. Fangelsisvist felur í sér valdbeitingu en um leið skýr skilaboð samfélagsins til brotamannsins um að horfast í augu við athæfi sitt og axla ábyrgð á verkum sínum. Á sama tíma verður að skapa svigrúm fyrir fanga til að að vinna sig aftur inn í samfélagið.Ef vonin er tekin burt frá brotamanninum erum við um leið að plægja jarðveginn fyrir áframhaldandi pínu og hrösun, sem kemur ekki bara niður á brotamanninum sjálfum, heldur samfélaginu öllu. Hvort sem refsingin innan veggja fangelsis er eitt, tíu eða jafnvel tuttugu ár snýr brotamaðurinn aftur út í samfélagið, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Miklu skiptir að hann sé tilbúinn og fær tækifæri til að taka þátt í samfélaginu og að samfélagið sé reiðubúið að taka við honum aftur. Hér hefur fangahjálpin Vernd leikið mikilvægt hlutverk við að auðvelda föngum aðlögunina í samfélagið að nýju.Þolendur afbrota eru margirFórnarlömb afbrota eru mörg og þau finnast ekki aðeins meðal þolenda afbrota og aðstandenda þeirra sem oft eiga um sárt að binda. Fangar eru aldrei einir og þeir eiga einhverja að, foreldra, börn eða aðra nákomna sem ekkert hafa gert af sér og standa oft berskjaldaðir gagnvart brotum ástvinar. Gerandinn verður svo stundum fórnarlamb eigin verknaðar, hann getur ekki hlaupið frá afleiðingum verka sinna, jafnvel þó hann afpláni fjölda ára í fangelsi. Margir þjást vegna brotanna, sem læsa sig ekki aðeins um þolendur brota og aðstandendur þeirra, heldur ekki síður gerendur og aðstandendur þeirra.Hugsjónin bak við Vernd hefur einmitt falist í þessu; að þó afbrotið geti verið skelfilegt þarf brotamaðurinn ekki endilega að vera ófreskja. Gera verður greinarmun á manneskjunni og afbrotinu sem oft er alls ekki auðvelt. Að fordæma brotið án þess að fordæma einstaklinginn.Félagsleg staða fangaLangflestir fangar eru karlar í yngri kantinum og það er í sjálfu sér áhugavert rannsóknarefni. Hver eru einkennin að öðru leyti? Í rannsóknum sem ég hef staðið að ásamt öðrum í fangelsum landsins á undanförnum árum hefur skýrt komið fram að félagslegu baklandi fanga er í mörgum tilfellum verulega ábótavant og þar liggja iðulega rætur afbrotavandans.Fjöskyldutengsl rofin, búsetuskipti tíð og óregla á heimilinu. Skólaganga í molum, margir þjást af náms- og hegðunarerfiðleikum, og stór hluti ekki lokið grunnskólanámi - jafnvel í ríkari mæli en á Norðurlöndunum. Á sama tíma hefur komið fram mikill áhugi fanga á að mennta sig og fjöldi þeirra stundar nám í fangelsi til að bæta sig. Mörgum hefur tekist vel upp í bæði námi og starfi eftir afplánun og byrjað nýtt líf án afbrota. Ýmislegt er því hægt að gera til að draga úr afbrotum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir fagnar fangahjálpin Vernd 50 ára afmæli. Á starfstíma sínum hefur samfélagið allt tekið stakkaskiptum sem birtist m.a. í málaflokki afbrota. Fagmennska hefur aukist og opinber gögn um afbrot og fangelsismál eru nú aðgengileg. Á sama tíma hafa áhyggjur af afbrotum vaxið og kröfur um hertar refsingar eru háværar. Refsingar hafa þyngst og álagið á fangelsiskerfið hefur aldrei verið meira en einmitt núna. Við þessar aðstæður verður starf fangahjálparinnar brýnna en nokkru sinni fyrr.Auga fyrir auga?Aðlögun fanga inn í samfélagið að nýju eftir afplánun er ekki auðveld á tímum efnahagsþrenginga og atvinnuleysis auk viðhorfa sem oftar en ekki eru andsnúin föngum og málefnum þeirra. Hvers vegna á samfélagið að rétta brotamönnum sáttahönd þegar fórnarlömbin sitja eftir grátt leikin? Svarið er hvorki einfalt né einhlítt en við þurfum sífellt að spyrja okkur grundvallarspurninga af þessu tagi. Svarið afhjúpar í raun hvers konar samfélagi við búum í. Hver er siðferðisgrundvöllur samfélagsins - hvaða gildi eigum við að hafa í heiðri í samskiptum hvert við annað?Eigum við að svara brotum í sömu mynt - svara illu með illu? Oft það fyrsta sem upp í hugann kemur þegar við heyrum af ódæðisverkum. Eða eigum við að bæta fyrir brotið og huga að betrun einstaklingsins?Hvort sjónarmiðið vegur þyngra í reynd má deila um en bæði eru óneitanlega til staðar. Fangelsisvist felur í sér valdbeitingu en um leið skýr skilaboð samfélagsins til brotamannsins um að horfast í augu við athæfi sitt og axla ábyrgð á verkum sínum. Á sama tíma verður að skapa svigrúm fyrir fanga til að að vinna sig aftur inn í samfélagið.Ef vonin er tekin burt frá brotamanninum erum við um leið að plægja jarðveginn fyrir áframhaldandi pínu og hrösun, sem kemur ekki bara niður á brotamanninum sjálfum, heldur samfélaginu öllu. Hvort sem refsingin innan veggja fangelsis er eitt, tíu eða jafnvel tuttugu ár snýr brotamaðurinn aftur út í samfélagið, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Miklu skiptir að hann sé tilbúinn og fær tækifæri til að taka þátt í samfélaginu og að samfélagið sé reiðubúið að taka við honum aftur. Hér hefur fangahjálpin Vernd leikið mikilvægt hlutverk við að auðvelda föngum aðlögunina í samfélagið að nýju.Þolendur afbrota eru margirFórnarlömb afbrota eru mörg og þau finnast ekki aðeins meðal þolenda afbrota og aðstandenda þeirra sem oft eiga um sárt að binda. Fangar eru aldrei einir og þeir eiga einhverja að, foreldra, börn eða aðra nákomna sem ekkert hafa gert af sér og standa oft berskjaldaðir gagnvart brotum ástvinar. Gerandinn verður svo stundum fórnarlamb eigin verknaðar, hann getur ekki hlaupið frá afleiðingum verka sinna, jafnvel þó hann afpláni fjölda ára í fangelsi. Margir þjást vegna brotanna, sem læsa sig ekki aðeins um þolendur brota og aðstandendur þeirra, heldur ekki síður gerendur og aðstandendur þeirra.Hugsjónin bak við Vernd hefur einmitt falist í þessu; að þó afbrotið geti verið skelfilegt þarf brotamaðurinn ekki endilega að vera ófreskja. Gera verður greinarmun á manneskjunni og afbrotinu sem oft er alls ekki auðvelt. Að fordæma brotið án þess að fordæma einstaklinginn.Félagsleg staða fangaLangflestir fangar eru karlar í yngri kantinum og það er í sjálfu sér áhugavert rannsóknarefni. Hver eru einkennin að öðru leyti? Í rannsóknum sem ég hef staðið að ásamt öðrum í fangelsum landsins á undanförnum árum hefur skýrt komið fram að félagslegu baklandi fanga er í mörgum tilfellum verulega ábótavant og þar liggja iðulega rætur afbrotavandans.Fjöskyldutengsl rofin, búsetuskipti tíð og óregla á heimilinu. Skólaganga í molum, margir þjást af náms- og hegðunarerfiðleikum, og stór hluti ekki lokið grunnskólanámi - jafnvel í ríkari mæli en á Norðurlöndunum. Á sama tíma hefur komið fram mikill áhugi fanga á að mennta sig og fjöldi þeirra stundar nám í fangelsi til að bæta sig. Mörgum hefur tekist vel upp í bæði námi og starfi eftir afplánun og byrjað nýtt líf án afbrota. Ýmislegt er því hægt að gera til að draga úr afbrotum.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun