Ó, borg mín borg! Jón Gnarr skrifar 29. maí 2010 06:00 Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hún mótaði mig og gerði að því sem ég er í dag. Pabbi var lögga. Mamma vann í mötuneyti Borgarspítalans. Ég safnaði peningum með tombólum, til að láta gott af mér leiða og fá mynd af mér í Vísi. Ég var í Réttó. Ég naglhreinsaði mótatimbrið utan af Seðlabankabyggingunni. Ég fór á tónleika í Hafnarbíó. Ég vann í Hampiðjunni. Ég fór í Iðnó og þar heillaðist ég af leiklistinni. Ég hef labbað yfirbugaður af ástarsorg frá Lækjartorgi uppí Breiðholt. Ég hef grátið í strætó. Mér fannst ég ekkert vita eða geta fyrstu vaktina mína hjá Bæjarleiðum. Það var erfitt að viðurkenna að ég rataði ekki á Óðinsgötu. En ég fékk hjálp frá "Stöðinni" og smátt og smátt lærði ég að bjarga mér. Síðustu ár hefur það verið atvinna mín að gleðja fólk með gamanleik en þrátt fyrir það hefur líf mitt ekki verið tómur fíflagangur. Ég hef alið upp fimm börn í þessari borg og þar af er eitt á leikskólaaldri í dag. Ég hef verið með langveikt barn. Ég hef verið atvinnulaus. Ég hef fylgt öldruðum foreldrum mínum í gegnum heilbrigðiskerfið og öldrunarþjónustuna. Ég hef jarðað föður minn og trillað mömmu minni um borgina í hjólastól. En þrátt fyrir erfiðleika hefur þessi borg alltaf séð vel um mig þegar ég hef sýnt áhuga og frumkvæði. Þá hef ég bjargað mér með útsjónarsemi og dugnaði. Borgin okkar er alltaf að stækka og breytast. Sem krakki fór ég með pabba mínum að tína svartbaksegg uppí Grafarvogi. Seinna bjó ég þar. Ég hef fylgst með nýjum hverfum verða að grónum hverfum. Ég elska þessa borg og vil endurgjalda henni allt það sem hún hefur gefið mér. Undanfarin ár finnst mér rangur hugsunarháttur hafa ráðið hér ríkjum. Mér hefur sárnað að horfa uppá það og afleiðingarnar. Mér finnst að ljótir og virðingarlausir hlutir hafi verið gerðir. Hagsmunir borgaranna hafa vikið fyrir hagsmunum einhverra annarra. Tækifæri hafa verið vannýtt. Þess vegna stofnaði ég Besta flokkinn og fékk til liðs við mig fólk sem ég þekki, virði og treysti. Það er fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Reykjavík getur orðið fallegri og skemmtilegri borg sem hefur alltaf eitthvað nýtt og óvænt að bjóða uppá. Gott gengi Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum getur markað nýtt upphaf í sögu borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hún mótaði mig og gerði að því sem ég er í dag. Pabbi var lögga. Mamma vann í mötuneyti Borgarspítalans. Ég safnaði peningum með tombólum, til að láta gott af mér leiða og fá mynd af mér í Vísi. Ég var í Réttó. Ég naglhreinsaði mótatimbrið utan af Seðlabankabyggingunni. Ég fór á tónleika í Hafnarbíó. Ég vann í Hampiðjunni. Ég fór í Iðnó og þar heillaðist ég af leiklistinni. Ég hef labbað yfirbugaður af ástarsorg frá Lækjartorgi uppí Breiðholt. Ég hef grátið í strætó. Mér fannst ég ekkert vita eða geta fyrstu vaktina mína hjá Bæjarleiðum. Það var erfitt að viðurkenna að ég rataði ekki á Óðinsgötu. En ég fékk hjálp frá "Stöðinni" og smátt og smátt lærði ég að bjarga mér. Síðustu ár hefur það verið atvinna mín að gleðja fólk með gamanleik en þrátt fyrir það hefur líf mitt ekki verið tómur fíflagangur. Ég hef alið upp fimm börn í þessari borg og þar af er eitt á leikskólaaldri í dag. Ég hef verið með langveikt barn. Ég hef verið atvinnulaus. Ég hef fylgt öldruðum foreldrum mínum í gegnum heilbrigðiskerfið og öldrunarþjónustuna. Ég hef jarðað föður minn og trillað mömmu minni um borgina í hjólastól. En þrátt fyrir erfiðleika hefur þessi borg alltaf séð vel um mig þegar ég hef sýnt áhuga og frumkvæði. Þá hef ég bjargað mér með útsjónarsemi og dugnaði. Borgin okkar er alltaf að stækka og breytast. Sem krakki fór ég með pabba mínum að tína svartbaksegg uppí Grafarvogi. Seinna bjó ég þar. Ég hef fylgst með nýjum hverfum verða að grónum hverfum. Ég elska þessa borg og vil endurgjalda henni allt það sem hún hefur gefið mér. Undanfarin ár finnst mér rangur hugsunarháttur hafa ráðið hér ríkjum. Mér hefur sárnað að horfa uppá það og afleiðingarnar. Mér finnst að ljótir og virðingarlausir hlutir hafi verið gerðir. Hagsmunir borgaranna hafa vikið fyrir hagsmunum einhverra annarra. Tækifæri hafa verið vannýtt. Þess vegna stofnaði ég Besta flokkinn og fékk til liðs við mig fólk sem ég þekki, virði og treysti. Það er fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Reykjavík getur orðið fallegri og skemmtilegri borg sem hefur alltaf eitthvað nýtt og óvænt að bjóða uppá. Gott gengi Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum getur markað nýtt upphaf í sögu borgarinnar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun