Innlent

Þóra Kristín dregur sig í hlé

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Dregur sig í hlé sem formaður Blaðamanna­félags Íslands.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Dregur sig í hlé sem formaður Blaðamanna­félags Íslands. Mynd/Anton Brink

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur dregið sig í hlé og sækist ekki eftir endurkjöri á á aðalfundi í kvöld. Hjálmar Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, er því einn í kjöri. Hann bauð sig fram gegn Þóru Kristínu eftir harðar deilur hennar við Hjálmar um verkaskiptingu formanns, stjórnar og framkvæmdastjóra. Ágreiningur var einnig innan stjórnar félagsins um þau mál og fylgdi minnihluti stjórnar Hjálmari að málum.

Þóra Kristín greinir frá ákvörðun sinni um að draga sig í hlé í grein í Fréttablaðinu í dag:

„Ég dreg framboð mitt til baka og óska þess jafnframt að [Hjálmar] sýni það drenglyndi að víkja sem framkvæmdastjóri félagsins ætli hann að vera í stjórn. Ef ekki væri heiðarlegast að auglýstur yrði nýr aðalfundur þar sem fleiri geta gefið kost á sér, nú þegar ljóst er að ég verð ekki í kjöri. Hjálmar Jónsson gæti þá haldið formannsframboði sínu til streitu og lagt það í dóm félagsmanna," segir Þóra Kristín. - pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×