Þrír prestar til viðbótar sakaðir um kynferðisbrot 28. október 2010 06:00 Kirkjuhúsið Fréttablaðið/GVA Þrjú ný mál hafa í síðasta mánuði komið inn á borð fagráðs þjóðkirkjunnar vegna ásakana um kynferðisbrot. Þrír einstaklingar hafa leitað til fagráðsins og eru ásakanirnar á hendur þremur prestum. Enginn prestanna hefur áður komið við sögu hjá fagráðinu. Einn prestanna sem um ræðir er enn að störfum innan kirkjunnar. Einn er hættur störfum og sá þriðji er látinn. Málin eru öll það gömul að þau eru komin út fyrir mörk refsiréttar, en eitt þeirra átti sér stað þegar þolandi var barn að aldri. Sá prestur er hættur störfum. Hin tvö eru á bilinu sex til tíu ára og voru báðir þolendur fullorðnir að sögn Gunnars Rúnars Matthíassonar, formanns fagráðs Þjóðkirkjunnar. Gunnar segir málin þrjú vera í skoðun og fagráðið sé nú að styðja við þolendurna að koma þeim í réttan farveg. „Ég veit ekki hvað verður úr þessum málum," segir Gunnar. „Það fer allt eftir þeim sem til okkar leitar og í hvaða farveg viðkomandi vill að málið fari." Ekkert hefur verið aðhafst varðandi þann prest sem ásakaður er og er enn að störfum. Gunnar segir að það sé ekki hlutverk fagráðsins að grípa þar til aðgerða. „Sum mál eru þannig vaxin að þau kalla á inngrip en önnur ekki," segir Gunnar. „Ég efast um það að þetta mál sem um ræðir sé þannig vaxið að það kalli á að víkja viðkomandi úr starfi." Gunnar segir að ef mál fari í formlegan farveg hjá lögreglu eða úrskurðarnefnd sé það þeirra aðila að segja til um áframhaldandi aðgerðir. Ef brotaþoli kjósi að opinbera ekki málið sé það alfarið hans að ákveða. Gunnar vildi ekki gefa upp hvar á landinu þeir prestar sem málin varða væru eða hefðu verið starfandi. - sv Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Þrjú ný mál hafa í síðasta mánuði komið inn á borð fagráðs þjóðkirkjunnar vegna ásakana um kynferðisbrot. Þrír einstaklingar hafa leitað til fagráðsins og eru ásakanirnar á hendur þremur prestum. Enginn prestanna hefur áður komið við sögu hjá fagráðinu. Einn prestanna sem um ræðir er enn að störfum innan kirkjunnar. Einn er hættur störfum og sá þriðji er látinn. Málin eru öll það gömul að þau eru komin út fyrir mörk refsiréttar, en eitt þeirra átti sér stað þegar þolandi var barn að aldri. Sá prestur er hættur störfum. Hin tvö eru á bilinu sex til tíu ára og voru báðir þolendur fullorðnir að sögn Gunnars Rúnars Matthíassonar, formanns fagráðs Þjóðkirkjunnar. Gunnar segir málin þrjú vera í skoðun og fagráðið sé nú að styðja við þolendurna að koma þeim í réttan farveg. „Ég veit ekki hvað verður úr þessum málum," segir Gunnar. „Það fer allt eftir þeim sem til okkar leitar og í hvaða farveg viðkomandi vill að málið fari." Ekkert hefur verið aðhafst varðandi þann prest sem ásakaður er og er enn að störfum. Gunnar segir að það sé ekki hlutverk fagráðsins að grípa þar til aðgerða. „Sum mál eru þannig vaxin að þau kalla á inngrip en önnur ekki," segir Gunnar. „Ég efast um það að þetta mál sem um ræðir sé þannig vaxið að það kalli á að víkja viðkomandi úr starfi." Gunnar segir að ef mál fari í formlegan farveg hjá lögreglu eða úrskurðarnefnd sé það þeirra aðila að segja til um áframhaldandi aðgerðir. Ef brotaþoli kjósi að opinbera ekki málið sé það alfarið hans að ákveða. Gunnar vildi ekki gefa upp hvar á landinu þeir prestar sem málin varða væru eða hefðu verið starfandi. - sv
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira