Hækkanir framundan í Reykjavík 28. október 2010 19:04 Álögur á venjulega fjögurra manna fjölskyldu í Reykjavík gætu hækkað um 75 og upp í 450 þúsund á ári hækki gjöld og skattar í höfuðborginni til samræmis við það sem tíðkast í sumum nágrannasveitarfélögum. Reykjavíkurborg stendur frammi fyrir því að brúa milljarða gat á næsta ári, og næstu ár; ef marka má formann borgarráðs. Hann sagði í gær að hækka þyrfti skatta og gjöld, auk þess að skera niður. En hvaða áhrif gætu skatta og gjaldahækkanir haft? Ekkert hefur verið ákveðið, en fréttastofan veit, að kannað hefur verið hvernig staða mála er á tekjuhliðinni í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Útsvarsprósentan í Reykjavík er 13,03% en í Hafnarfirði og Kópavogi, svo dæmi sé tekið er hún 13,28%. Á Álftanesi, sem raunar er í afar sérstakri stöðu, er útsvarsprósentan 14,61%. Við skulum búa okkur til dæmi af fjögurra manna reykvískri fjölskyldu. Gefum okkur að tekjur hennar séu samanlagt 600 þúsund krónur á mánuði og að þau búi í húsnæði sem metið er á 20 milljónir. Meðal gjalda sem þau greiða eru útsvarið fasteignaskattur, leikskólagjöld, skólamáltíðir og frístundaheimili. Og heildarútgjöldin rúmlega 400 þúsund krónur á ári. Upphæð gjalda og prósentur eru mismunandi milli sveitarfélaga; en ef við tökum þessi gjöld saman þá yrði heildartalan fyrir þessa tilbúnu fjölskyldu, ef Reykjavík yrði á pari við Kópavog, hugsanlega um 75 þúsund krónum hærri yfir árið. Þá er tekið tillit til þess að útsvarið er hærra þar. Nú ef miðaða er við Hafnarfjörð, gæti talan orðið yfir 170 þúsund á ári. Á Álftanesi ætti þessi fjölskylda minnst, eftir skatta; enda útsvarið þar hærra, og þar eru gjöldin líka hærri. Yrðu skattar og gjöld í Reykjavík færð til samræmis við þetta yrði munurinn um 400 þúsund krónur á ári. Hins vegar er rétt að taka fram að þetta gefur mjög takmarkaða mynd af þjónustu sveitarfélaganna á heildina litið. Enn fremur felst í þessu lítil vísbending um lífsgæði eða hamingju íbúa á hverjum stað. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Álögur á venjulega fjögurra manna fjölskyldu í Reykjavík gætu hækkað um 75 og upp í 450 þúsund á ári hækki gjöld og skattar í höfuðborginni til samræmis við það sem tíðkast í sumum nágrannasveitarfélögum. Reykjavíkurborg stendur frammi fyrir því að brúa milljarða gat á næsta ári, og næstu ár; ef marka má formann borgarráðs. Hann sagði í gær að hækka þyrfti skatta og gjöld, auk þess að skera niður. En hvaða áhrif gætu skatta og gjaldahækkanir haft? Ekkert hefur verið ákveðið, en fréttastofan veit, að kannað hefur verið hvernig staða mála er á tekjuhliðinni í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Útsvarsprósentan í Reykjavík er 13,03% en í Hafnarfirði og Kópavogi, svo dæmi sé tekið er hún 13,28%. Á Álftanesi, sem raunar er í afar sérstakri stöðu, er útsvarsprósentan 14,61%. Við skulum búa okkur til dæmi af fjögurra manna reykvískri fjölskyldu. Gefum okkur að tekjur hennar séu samanlagt 600 þúsund krónur á mánuði og að þau búi í húsnæði sem metið er á 20 milljónir. Meðal gjalda sem þau greiða eru útsvarið fasteignaskattur, leikskólagjöld, skólamáltíðir og frístundaheimili. Og heildarútgjöldin rúmlega 400 þúsund krónur á ári. Upphæð gjalda og prósentur eru mismunandi milli sveitarfélaga; en ef við tökum þessi gjöld saman þá yrði heildartalan fyrir þessa tilbúnu fjölskyldu, ef Reykjavík yrði á pari við Kópavog, hugsanlega um 75 þúsund krónum hærri yfir árið. Þá er tekið tillit til þess að útsvarið er hærra þar. Nú ef miðaða er við Hafnarfjörð, gæti talan orðið yfir 170 þúsund á ári. Á Álftanesi ætti þessi fjölskylda minnst, eftir skatta; enda útsvarið þar hærra, og þar eru gjöldin líka hærri. Yrðu skattar og gjöld í Reykjavík færð til samræmis við þetta yrði munurinn um 400 þúsund krónur á ári. Hins vegar er rétt að taka fram að þetta gefur mjög takmarkaða mynd af þjónustu sveitarfélaganna á heildina litið. Enn fremur felst í þessu lítil vísbending um lífsgæði eða hamingju íbúa á hverjum stað.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira