Innlent

Metfjöldi doktorsvarna við HÍ

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Háskólatorg HÍ. Mynd/ Vilhelm.
Háskólatorg HÍ. Mynd/ Vilhelm.
Alls fóru 32 doktorsvarnir fram við Háskóla Íslands í fyrra og hafa þær aldrei verið fleiri. Fjórtán varnir fóru fram hjá Heilbrigðisvísindasviði, fjórar frá Hugvísindasviði, fimm frá Félagsvísindasviði, ein frá Menntavísindasviði og átta frá Verkfræði- og náttúruvisindasviði.

Í árbók Háskóla Íslands segir að miðað við fjölda doktorsnema og öflugt styrkja- og stuðningskerfi við þennan hóp megi búast við að markmiði Stefnu Háskóla Íslands 2006-2011 um fimmfjöldun fjölda brautskráðra doktora á gildistíma stefnunnar nái fram að ganga. Fjöldi doktorsnema og doktora sé því mikilvægur árangursvísir fyrir rannsóknarháskóla og mikill styrkur fyrir atvinnulíf þjóðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×