Innlent

Kvartanirnar 24 eru bréf til mannréttindaskrifstofu

Erla Hlynsdóttir skrifar
Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði borgarinnar vill banna trúboð í leik- og grunnskólum
Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði borgarinnar vill banna trúboð í leik- og grunnskólum

Þær 24 kvartanir sem sjálfstæðismenn í mannréttindaráði Reykjavíkur vísa til í bókun sinni eru skriflegar athugasemdir sem borist hafa til mannréttindaskrifstofu borgarinnar. Þar eru því ekki taldar með kvartanir sem lagðar hafa verið fram til skólastjóra, leikskólakennara eða annarra sem starfa í leik- og grunnskólum, hvort sem er munnlega eða skriflega.

Í bókun sinni á síðasta fundi mannréttindaráðs segja sjálfstæðismenn: „...einungis 24 kvartanir hafa borist skólasamfélaginu sem telur tugþúsundir." Þar sem því átt við skriflegar kvartanir til mannréttindaskrifstofu.

Vísir greindi frá því um miðjan mánuðinn að meirihluti mannréttindaráðs hafi lagt fram drög að ályktun um samskipti trúfélaga við leik- og grunnskóla. Síðan þá hefur fulltrúum mannréttindaráðs borist fjöldi kvartana vegna þess sem lagt er fram í drögunum.

Deildarstjóri mannréttindaskrifstofu segist hafa fengið áframsenda þá tölvupósta sem borist hafa fulltrúum í mannréttindaráði vegna málsins. Þeir séu nú orðnir um tvö hundruð. Hún segist vera búin að fara stærstan hluta þeirra og er yfirgnæfandi meirihluti ósáttur við fyrirhugaðar breytingar. Inn á milli leynast þó einnig hvatningarbréf þar sem fólk lýsir yfir ánægju sinni með að skerpt verði á samskiptareglum trúfélaga við skólabörn á skólatíma.

Í bókun sinni sögðu sjálfstæðismenn að þeim hefðu borist á þriðja hundrað kvartana vegna banns við trúboðs í skólum.

Þar sem um er að ræða tillögur að breytingum á samskiptum hjá Reykjavíkurborg hefur mannréttindaskrifstofan flokkað kvartanirnar eftir því hvort þær koma frá íbúum Reykjavíkur eða annnars staðar af landinu. Tæpur helmingur af því sem þegar hefur verið farið yfir kemur frá Reykjavík, eða 72.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×