Innlent

Ráðgert að Perlan dæli í dag

MYND/Óskar P. Friðriksson

Ráðgert er að sanddæluskipið Perlan hefji dælingu úr Landeyjahöfn í dag, en ekkert hefur verið dælt úr höfninni síðan á sunnudag.

Búið er að setja varadælurör á skipið, eftir að hluti rörsins brotnaði af við dælingu úr höfninni nýverið. Á morgun verður reynt að slæða rörið upp af hafsbotni með aðstoð Lóðsins í Vestmannaeyjum.

Sanddæluskipið Sóley, er farið til Reykjavíkur, enda hentar það ekki til dælingar við þær aðstæður, sem eru í Landeyjahöfn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×