Innlent

Ægir snýr aftur eftir sex mánaða fjarveru

Það voru fagnaðarfundir þegar varðskipið Ægir lagðist að bryggju í Reykjavík í gærkvöldi eftir sex mánaða fjarveru í leiguverkefni fyrir landamærastofnun Evrópusambandsins.

Sumir úr áhöfninni höfðu verið um borð allan tímann, en hluti áhafnarinnar hafði haft vistaskipti í erlendum höfnum. Nýja eftirlitsflugvél Gæslunnar er líka í leiguverkefni erlendis, en með þessu móti er komist hjá uppsögnum starfsmanna vegna niðurskurðar á fjárlögum ríkisins. Líkur eru á að framhald verði á þessari útleigu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×