Innlent

Sjómaður á sjálfstýringu fær bætur

Trillur við Vestmannaeyjar. Myndin er úr safni.
Trillur við Vestmannaeyjar. Myndin er úr safni.

Hæstiréttur Íslands hnekkti úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Sjúkratryggingar Íslands voru sýknaðar af bótakröfu sjómanns.

Bátur mannsins strandaði í Vækilvík skammt frá Skagaströnd í júlí 2007. Hann hafði verið við veiðar á Hofsstaðargrunni og hugðist sigla til Skagastrandar til að taka olíu áður en hann héldi út á meira dýpi.

Hann setti sjálfstýringu á og stefnuna á Spákonufellshöfða. Sjómaðurinn sofnaði á leiðinni og vaknaði þegar báturinn á 11 hnúta hraða skall á fjörugrjóti um klukkan sjö um morguninn. Hann hlaut áverka í hálsi og baki og tognun á vinstri úlnlið sem leiddi að hans sögn til þess að hann var óvinnufær í fjóra mánuði.

Sjúkratryggingar vildu meina að slysið hefði ekki borið óvænt að að og félli þá ekki undir lög um vátryggingarétt. Hæstaréttur féllst hinsvegar á með sjómanninum að líkamstjón hans hefði hlotist af skyndilegum utanaðkomandi atburði. Var úrskurði héraðs því hnekkt og sjómaðurinn á rétt á slysabótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×