Innlent

Mistök voru að rukka konuna

Ung stúlka sem leitaði til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja (HSV) í kjölfar nauðgunar í ágúst síðastliðnum fékk nýlega senda rukkun í pósti vegna aðstoðar sem hún hlaut í kjölfar nauðgunarinnar. Heilbrigðisstofnanir skulu ekki rukka einstaklinga sem leita eftir aðstoð vegna nauðgunar um komugjald.

„Væntanlega var um mistök að ræða ef því er rétt lýst að þessi einstaklingur hafi leitað hingað vegna nauðgunar. Ef svo var þá er um mistök að ræða og þá verður það leiðrétt," segir Gunnar K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri HSV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×