Innlent

Háskóli Íslands varar nemendur við þráðlausa netinu

Boði Logason skrifar
Þráðlaust net getur verið varasamt fyrir Facebook notendur.
Þráðlaust net getur verið varasamt fyrir Facebook notendur. MYND/Getty

Háskóli Íslands varar nemendur við sem nota þráðlausa netið í skólanum og segja að opin þráðlaus net hafi alltaf verið óörugg. „Þetta hefur verið flókin aðgerð og því ekki mikið um misnotkun að ræða þar til nú."

Í fréttum síðustu daga hefur verið fjallað um þá hættu að tengjast síðum á þráðlausum netum. Nemandi Háskóla Íslands gat til að mynda brotist inn á Facebook síður fjölda notenda á aðeins nokkrum mínútum í fréttum Ríkissjónvarpsins á dögunum.

Í frétt á innri vef háskólans varar Reiknistofnun nemendur við að vera á Facebook og Twitter eða öðrum sambærilegum síðum sem geyma persónulegar upplýsingar, á þráðlausa neti skólans. Gefnar hafa verið upp upplýsingar til að koma í veg fyrir að hægt sé að brjótast inn á þessar síður.

Nemendum er bent á að skrifa https:// í staðinn fyrir http:// þegar farið er inn á síður sem geyma persónulegar upplýsingar. „Byrji slóðin á http þá er hægt að logga sig inn sem viðkomandi en byrji slóðin á https er það ekki hægt," segir í fréttinni um þá sem geta brotist inn á síður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×