Innlent

Ók án ökumanns frá Ítalíu til Kína

MYND/AP

Mannlaus bíll setti á dögunum met þegar hann ók frá Ítalíu alla leið til Kína. Um heimsmet er að ræða en þetta er lengsta ökuferð ómannaðs ökutækis í sögunni. Það voru ítalskir sérfræðingar sem útbjuggu bílinn en hann er búinn fjarlægðarskynjurum og GPS staðsetningarbúnaði og getur keyrt án þess að ökumaður komi nokkuð þar að.

Ökuferðin tók þrjá mánuði og var ekið sem leið lá í gegnum Austur Evrópu, Rússland og Kasakstan. Þaðan var farið um Kína í gegnum Góbí eyuðimörkina og að lokum meðfram Kínamúrnum uns komið var á áfangastað í Shanghai þar sem heimssýningin stendur nú yfir. Sérfræðingarnir fylgdu bílnum eftir alla leiðina en segjast lítið hafa þurft að aðstoða hann.

Þó þurfti hann hjálp við að komast í gegnum mestu umferðarteppurnar í Moskvuborg og við að komast í gegnum nokkur tollhlið á leiðinni. Bíllin tók meðal annars upp nokkra puttaferðalanga fyrir utan Moskvu sem rak í rogastans við að sjá að enginn var bílstjórinn.

Tveir menn voru þó alltaf um borð í bílnum reiðubúnir til að grípa inn í ef í óefni stefndi. Bíllinn er knúinn rafmagni og þegar komið var til Shanghai hafði hann lagt þrettán þúsund kílómetra að baki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×