Handbolti

Fyrsti sigurinn á ríkjandi meisturum í titilvörn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Strákarnir fagna í gær.
Strákarnir fagna í gær.

Sigur íslenska landsliðsins á Dönum var ekki bara stórglæsilegur hann var líka einstakur í sögu Strákanna okkar á stórmótum.

Þetta er nefnilega í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið vinnur ríkjandi meistara í titilvörn. Danir eru núverandi Evrópumeistarar eftir eftirminnilegan sigur á EM í Noregi 2008.

 

Íslenska landsliðið var fyrir þennan leik við Dani í gær búið að mæta ríkjandi meisturum tólf sinnum á stórmóti og besti árangurinn var 19-19 jafntefli við Ólympíumeistara Júgóslava á Ólympíuleikunum í Seoul 1988.

 

Síðan að strákarnir gerðu jafntefli við Júgóslava í Seoul hafði íslenska liðið tapað tíu leikjum í röð á móti ríkjandi meisturum á stórmóti þar af sex þeirra með fimm marka mun eða meira.

 

Leikir íslenska landsliðsins á stórmótum gegn ríkjandi meisturum í titilvörn:

 

HM í Vestur-Þýskalandi 1961

10-18 tap fyrir Heimsmeisturum Svía

 

Ólympíuleikar í Seoul 1988

19-19 jafntefli við Ólympíumeistara Júgóslava

 

HM í Tékkóslóvakíu 1990

20-27 tap fyrir Heimsmeisturum Júgóslava

 

Ólympíuleikar í Barcelona 1992

19-23 tap fyrir Samveldinu (Ólympíumeisturum Sovétríkjanna)

 

HM í Svíþjóð 1993

16-21 tap fyrir Heimsmeisturum Svía

 

HM á Íslandi 1995

12-25 tap fyrir Heimsmeisturum Rússa

 

EM í Króatíu 2000

23-31 tap fyrir Evrópumeisturum Svía

 

HM í Frakklandi 2001

21-24 tap fyrir Heimsmeisturum Svía

 

EM í Svíþjóð 2002

22-33 tap fyrir Evrópumeisturum Svía

 

Ólympíuleikar í Aþenu 2004

30-34 tap fyrir Ólympíumeisturum Rússa

 

HM í Þýskalandi 2007

36-40 tap fyrir Heimsmeisturum Spánverja

 

EM í Noregi 2008

21-30 tap fyrir Evrópumeisturum Frakka

 

EM í Austurríki 2010

27-22 sigur á Evrópumeisturum Dana

 

Samantekt:

13 leikir

1 sigur

1 jafntefli

11 töp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×