Aftur saman í Hænuungunum 24. febrúar 2010 04:00 Eggert „Sigurhans“ Þorleifsson, Stefán Jónsson leikstjóri og Bragi Ólafsson leikskáld Hænuungarnir verða frumsýndir á laugardaginn: Einhvers konar harmrænn farsi, segir höfundurinn.Fréttablaðið/Anton Nýtt leikverk eftir Braga Ólafsson, Hænuungarnir, verður frumsýnt í Kassa Þjóðleikhússins á laugardaginn. Eins og í hinu vinsæla leikriti Belgíska Kongó, sem Borgarleikhúsið frumsýndi árið 2004, leikstýrir Stefán Jónsson Hænuungunum og Eggert Þorleifsson leikur aðalhlutverkið. „Á sínum tíma tók ég þátt í því verkefni, að búa til stutt leikrit hjá Borgarleikhúsinu og það áttu bara að vera nokkrar sýningar,“ segir Bragi. „Svo varð leikritið miklu vinsælla en búist var við. Óhjákvæmilega fór maður þá að hugsa um það hvort maður ætti ekki að skrifa annað leikrit. Mér finnst það líka fínt inn á milli – af því maður situr alltaf einn við skriftir – að vinna með leikurum og leikstjóra. Maður lærir á því, það er sérstaklega hjálplegt upp á persónusköpun. Stundum finnst mér heldur ekki svo mikill munur á leikritunum og sögunum. Sumar af þeim skáldsögum sem ég hef gefið út upplifi ég til dæmis frekar sem leikrit eða smásögur. Það væri að minnsta kosti ekki mikið mál að gera leikrit úr þeim.“Undirmeðvituð tenging við hruniðÍ Hænuungunum leikur Eggert Þorleifsson djassáhugamanninn Sigurhans, sem kallar til aukahúsfundar þegar nokkrum kjúklingum er stolið úr frystikistu þeirra hjóna í sameigninni. Á einum stað í leikritinu segir hann: „Þjóð sem lætur völdin í hendurnar á þjófum og glæpamönnum, hlýtur að gera ráð fyrir að einhverju verði stolið frá henni.“ Eru Hænuungarnir sem sé svokallað „viðbragð við hruninu“? Það koma vöflur á Braga, en svo segir hann: „Einn þráður leikritsins er þjófnaður og það má alveg tengja við það sem hér hefur verið að gerast. Sumt snertir ástandið óbeint. Flatskjár kemur við sögu, en það var ekki útgangspunkturinn að fjalla um hrunið. Kannski er það bara óhjákvæmilegt. Maður er með hálfan hugann við hrunið allan daginn. Tengingin við það ástand er því líklega eitthvað sem kemur úr undirmeðvitundinni. En við látum það í hendurnar á áhorfendum hvort þeir tengi það þannig.“ Verður þá hægt að tengja allt sem listamenn skrifa næstu árin sem einhvers konar viðbrögð við hruninu? „Með góðum vilja er alltaf hægt að tengja það sem hentar hverju sinni. Eflaust eigum við eftir að sjá fullt af bókum og leikhúsverkum sem taka á þessu. Ég er sjálfur ekki hrifinn af því þegar er verið að fjalla um þetta á yfirlýstan hátt, þótt það geti heppnast mjög vel, eins og til dæmis í Ufsagrýlum eftir Sjón. Þar er fjallað beint um hrunið en á mjög grófan og gróteskan hátt, sem mér finnst virka mjög vel.“ Harmrænn farsiHænuungarnir er kynnt sem „bráðfyndið og ísmeygilegt verk“. Bragi segir erfitt að staðsetja verkið innan ákveðinnar leikhústegundar. „Ég hef samt fengið á tilfinninguna að þetta sé einhvers konar farsi. Farsi lýtur ákveðnum lögmálum sem ég hef ekki kynnt mér neitt sérstaklega, en mér finnst verkið samt vera farsi, kannski harmrænn farsi af því það liggur ákveðin dramatík undir.“ Verkið gerist í Hlíðunum. „Hlutar leikritsins gerast í tveimur íbúðum í einu, fyrir húsfund og á honum,“ segir Bragi. „Leikmyndin (eftir Börk Jónsson) er skemmtileg og öðruvísi. Við sjáum inn í íbúðirnar í gegnum brotinn vegginn. Ég skal ekki segja um samtölin og átökin í verkinu, en umgjörðin er mjög svo hversdagsleg.“ Auk Eggerts Þorleifssonar leika í Hænuungunum þau Kristbjörg Kjeld, Friðrik Friðriksson, Pálmi Gestsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir.drgunni@frettabladid.is Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Sjá meira
Nýtt leikverk eftir Braga Ólafsson, Hænuungarnir, verður frumsýnt í Kassa Þjóðleikhússins á laugardaginn. Eins og í hinu vinsæla leikriti Belgíska Kongó, sem Borgarleikhúsið frumsýndi árið 2004, leikstýrir Stefán Jónsson Hænuungunum og Eggert Þorleifsson leikur aðalhlutverkið. „Á sínum tíma tók ég þátt í því verkefni, að búa til stutt leikrit hjá Borgarleikhúsinu og það áttu bara að vera nokkrar sýningar,“ segir Bragi. „Svo varð leikritið miklu vinsælla en búist var við. Óhjákvæmilega fór maður þá að hugsa um það hvort maður ætti ekki að skrifa annað leikrit. Mér finnst það líka fínt inn á milli – af því maður situr alltaf einn við skriftir – að vinna með leikurum og leikstjóra. Maður lærir á því, það er sérstaklega hjálplegt upp á persónusköpun. Stundum finnst mér heldur ekki svo mikill munur á leikritunum og sögunum. Sumar af þeim skáldsögum sem ég hef gefið út upplifi ég til dæmis frekar sem leikrit eða smásögur. Það væri að minnsta kosti ekki mikið mál að gera leikrit úr þeim.“Undirmeðvituð tenging við hruniðÍ Hænuungunum leikur Eggert Þorleifsson djassáhugamanninn Sigurhans, sem kallar til aukahúsfundar þegar nokkrum kjúklingum er stolið úr frystikistu þeirra hjóna í sameigninni. Á einum stað í leikritinu segir hann: „Þjóð sem lætur völdin í hendurnar á þjófum og glæpamönnum, hlýtur að gera ráð fyrir að einhverju verði stolið frá henni.“ Eru Hænuungarnir sem sé svokallað „viðbragð við hruninu“? Það koma vöflur á Braga, en svo segir hann: „Einn þráður leikritsins er þjófnaður og það má alveg tengja við það sem hér hefur verið að gerast. Sumt snertir ástandið óbeint. Flatskjár kemur við sögu, en það var ekki útgangspunkturinn að fjalla um hrunið. Kannski er það bara óhjákvæmilegt. Maður er með hálfan hugann við hrunið allan daginn. Tengingin við það ástand er því líklega eitthvað sem kemur úr undirmeðvitundinni. En við látum það í hendurnar á áhorfendum hvort þeir tengi það þannig.“ Verður þá hægt að tengja allt sem listamenn skrifa næstu árin sem einhvers konar viðbrögð við hruninu? „Með góðum vilja er alltaf hægt að tengja það sem hentar hverju sinni. Eflaust eigum við eftir að sjá fullt af bókum og leikhúsverkum sem taka á þessu. Ég er sjálfur ekki hrifinn af því þegar er verið að fjalla um þetta á yfirlýstan hátt, þótt það geti heppnast mjög vel, eins og til dæmis í Ufsagrýlum eftir Sjón. Þar er fjallað beint um hrunið en á mjög grófan og gróteskan hátt, sem mér finnst virka mjög vel.“ Harmrænn farsiHænuungarnir er kynnt sem „bráðfyndið og ísmeygilegt verk“. Bragi segir erfitt að staðsetja verkið innan ákveðinnar leikhústegundar. „Ég hef samt fengið á tilfinninguna að þetta sé einhvers konar farsi. Farsi lýtur ákveðnum lögmálum sem ég hef ekki kynnt mér neitt sérstaklega, en mér finnst verkið samt vera farsi, kannski harmrænn farsi af því það liggur ákveðin dramatík undir.“ Verkið gerist í Hlíðunum. „Hlutar leikritsins gerast í tveimur íbúðum í einu, fyrir húsfund og á honum,“ segir Bragi. „Leikmyndin (eftir Börk Jónsson) er skemmtileg og öðruvísi. Við sjáum inn í íbúðirnar í gegnum brotinn vegginn. Ég skal ekki segja um samtölin og átökin í verkinu, en umgjörðin er mjög svo hversdagsleg.“ Auk Eggerts Þorleifssonar leika í Hænuungunum þau Kristbjörg Kjeld, Friðrik Friðriksson, Pálmi Gestsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir.drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“