Innlent

Fiskibátar í vandræðum

Sex fiskibátar,aðallega strandveiðibátar,lentu í vandræðum á miðunum við landið í gær og þurftu aðstoð. Vandræðin stöfuðu einkum af vélarbilunum eða bilunum í stýrisbúnaði.

Í flestum tilvikum komu nálægir bátar til aðstoðar og dróu þá biluðu til hafanr, en í nokkrum tilvikum voru björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar kölluð út, þar af tvisvar vegna þess að bátar duttu út úr sjálfvirku tilkynningarskyldunni. Þeir fundust.

Engan sjómann sakaði í þessum tilvikum og lítil hætta var á ferðum þar sem veður var yfirleitt gott.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×