Lífið

Nýjan tónleikastað vantaði og Venue fyllir skarðið

Nú um hvítasunnuhelgina opnar Venue á ný með pomp og prakt með fjögurra daga tónleikaveislu sem nefnst "Maíhem".
Nú um hvítasunnuhelgina opnar Venue á ný með pomp og prakt með fjögurra daga tónleikaveislu sem nefnst "Maíhem".

„Það var orðin vöntun á tónleikastöðum eftir að Batteríið brann og Grand Rokk lokaði dyrum sínum,“ útskýrir Jón Pálmar Sigurðsson, eigandi skemmtistaðarins Venue á Tryggvagötu 22.

Jón Pálmar og unnusta hans, Rebecca Moran, reka einnig hinn vinsæla bar Bakkus en báðir staðirnir mynduðu eitt sinn Gauk á Stöng.

„Venue verður nú fyrst og fremst tónleikastaður með fjölbreytta og spennandi tónleika þrjú kvöld í viku. Að loknum tónleikum tekur svo dansstemning við um helgar en segja má að áherslurnar séu dálítið breyttar.“ Rebecca, sem er myndlistarkona, hefur skreytt staðinn fagurlega að innan. „Annars eru svo sem engar stórkostlegar útlitsbreytingar en við erum komin með frábært hljóðkerfi sem við fengum úr Austurbæ.“

Jón Pálmar býst við því að það gangi vel að reka Bakkus og Venue svona hlið við hlið. „Það er sama fólkið sem vinnur á báðum stöðunum og einstaka sinnum verður einhver sameiginlegur viðburður á stöðunum en annars verður Bakkus áfram með sama sniði sem bar þar sem plötusnúðar þeyta skífum en Venue verður tónleikastaður. Við erum búin að fara yfir hljóðeinangrunina á milli þannig að það ætti ekki að vera neitt sem truflar gesti.“

Nú um hvítasunnuhelgina opnar Venue á ný með pomp og prakt með fjögurra daga tónleikaveislu sem nefnst "Maíhem". Meðal þeirra sem koma fram eru hljómsveitirnar Sudden Weather Change, Reykjavík!, Captain Fufano, Útidúr og Me the Slumbering Napoleon. Að loknum tónleikum hvers kvölds verður svo ókeypis inn á DJ settin sem duna fram á rauða nótt. - amb

Hér er Facebook-síða Maíhem með nánari upplýsingum um dagskránna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.