Innlent

Atvinnulausir fá vinnu í nágrenni gosstöðva

Samkomulag hefur náðst um að sveitarfélögin í nágrenni gosstöðvanna í Eyjafjallajökli muni bjóða einstaklingum á atvinnuleysisskrá atvinnau við afleysingar og aðstoðar við búskap, en fjölmörg verk þarf að vinna á næstu dögum og vikum vegna áhrifa gossins.

Skrifað verður undir samkomulagið í dag en brýnast þykir aðstoða bændur við sauðburð, þar sem aðstæður eru mjög erfiðar á fjárbúum á svæðinu. Þá hefur vinnuálag á kúabændur verið gríðarlegt og mun verða leitað til atvinnulausra bænda og annarra með reynslu við búskap á Suðurlandi til að aðstoða við þessi verk. Gert er ráð fyrir um 40 störfum við þetta átak.

Þá mun Landgræðsla ríkisins geta ráðið allt að 30 manns í einn mánuð sem hafa munu það hlutverk að girða og viðhalda girðingum um beitarhólf fyrir sauðfé sem flutt verður af gossvæðunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×