Ráðherra vill ekki loka háskólum Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. maí 2010 11:27 Katrín Jakobsdóttir er á móti því að loka háskólum. Mynd/ Vilhelm. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að þótt samvinna og sérhæfing háskólanna verði höfð að leiðarljósi sé ekki þar með sagt að það eigi að leggja niður heilu háskólana. Félag prófessora við ríkisháskóla leggur til við rektor Háskóla Íslands að stjórnvöldum verði gert tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. „Við erum náttúrlega bara að vinna samkvæmt ákveðnu plani hér í ráðuneytinu," segir Katrín. Hún telji að það beri að einblína á samstarf skóla og aukna verkaskiptingu. „Við þurfum að endurmeta hvort við höfum efni á því að borga fyrir kennslu á fjórum stöðum. Það þarf því að setja fram ákveðna forgangsröðun við þessi fjárlög núna. Þar með er ekki sagt að við sjáum fram á það að loka háskólum," segir Katrín. Hún segir að margir af þeim háskólum sem nú starfi séu að vinna mjög gott starf. Hún leggur áherslu á að horft sé á málin út frá fræðasviðum og reynt að varðveita gæði kennslu og náms á þeim. Þetta þýði að skólar verði að draga úr starfsemi á einhverjum sviðum en geti varðveitt annað. Aðspurð um þróun háskólanáms á síðustu tíu árum segir hún að hér hafi verið opið kerfi sem hafi haft í för með sér mikla grósku en lítið skipulag. Þetta þýði að sumar greinar hafi verið á stöðugu undanhaldi á öllum góðæristímanum á meðan aðrar séu kenndar á fjórum eða fimm stöðum. Til dæmis hafi hugvísindafögin orðið útundan. „Þau hafa ekki verið í eins mikilli samkeppni og ýmis önnur fög," segir Katrín. Tengdar fréttir Blóðtaka ef HÍ tæki námið í HR yfir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, segir að full þörf sé á því að skólinn sé starfræktur áfram. Hann er því ósammála félagi prófessora við ríkisháskóla sem leggur til við rektor Háskóla Íslands að stjórnvöldum verði gert tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík, samkvæmt frétt Fréttablaðsins. 21. maí 2010 10:04 Prófessorar leggja til að HÍ taki yfir alla kennslu í HR Félag prófessora við ríkisháskóla leggur til við rektor Háskóla Íslands að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Í tillögunni segir að líklega kosti það skólann um einn milljarð króna en 1,5-2 milljarðar sparist á háskólastiginu. 21. maí 2010 06:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að þótt samvinna og sérhæfing háskólanna verði höfð að leiðarljósi sé ekki þar með sagt að það eigi að leggja niður heilu háskólana. Félag prófessora við ríkisháskóla leggur til við rektor Háskóla Íslands að stjórnvöldum verði gert tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. „Við erum náttúrlega bara að vinna samkvæmt ákveðnu plani hér í ráðuneytinu," segir Katrín. Hún telji að það beri að einblína á samstarf skóla og aukna verkaskiptingu. „Við þurfum að endurmeta hvort við höfum efni á því að borga fyrir kennslu á fjórum stöðum. Það þarf því að setja fram ákveðna forgangsröðun við þessi fjárlög núna. Þar með er ekki sagt að við sjáum fram á það að loka háskólum," segir Katrín. Hún segir að margir af þeim háskólum sem nú starfi séu að vinna mjög gott starf. Hún leggur áherslu á að horft sé á málin út frá fræðasviðum og reynt að varðveita gæði kennslu og náms á þeim. Þetta þýði að skólar verði að draga úr starfsemi á einhverjum sviðum en geti varðveitt annað. Aðspurð um þróun háskólanáms á síðustu tíu árum segir hún að hér hafi verið opið kerfi sem hafi haft í för með sér mikla grósku en lítið skipulag. Þetta þýði að sumar greinar hafi verið á stöðugu undanhaldi á öllum góðæristímanum á meðan aðrar séu kenndar á fjórum eða fimm stöðum. Til dæmis hafi hugvísindafögin orðið útundan. „Þau hafa ekki verið í eins mikilli samkeppni og ýmis önnur fög," segir Katrín.
Tengdar fréttir Blóðtaka ef HÍ tæki námið í HR yfir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, segir að full þörf sé á því að skólinn sé starfræktur áfram. Hann er því ósammála félagi prófessora við ríkisháskóla sem leggur til við rektor Háskóla Íslands að stjórnvöldum verði gert tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík, samkvæmt frétt Fréttablaðsins. 21. maí 2010 10:04 Prófessorar leggja til að HÍ taki yfir alla kennslu í HR Félag prófessora við ríkisháskóla leggur til við rektor Háskóla Íslands að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Í tillögunni segir að líklega kosti það skólann um einn milljarð króna en 1,5-2 milljarðar sparist á háskólastiginu. 21. maí 2010 06:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Blóðtaka ef HÍ tæki námið í HR yfir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, segir að full þörf sé á því að skólinn sé starfræktur áfram. Hann er því ósammála félagi prófessora við ríkisháskóla sem leggur til við rektor Háskóla Íslands að stjórnvöldum verði gert tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík, samkvæmt frétt Fréttablaðsins. 21. maí 2010 10:04
Prófessorar leggja til að HÍ taki yfir alla kennslu í HR Félag prófessora við ríkisháskóla leggur til við rektor Háskóla Íslands að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Í tillögunni segir að líklega kosti það skólann um einn milljarð króna en 1,5-2 milljarðar sparist á háskólastiginu. 21. maí 2010 06:00