Innlent

Vonskuveður víða á Suðurlandi

Vonskuveður brast á undir Eyjafjöllum, í Vetmannaeyjum og í Mýrdal í morgun og hefur vindhraðinn farði upp í 50 metra á sekúndu að bænum Steinum undir Eyjafjöllum.

Það er aftakaveður. Það er líka mjög blint vegna snjókomu og ekkert ferðaveður, að sögn lögreglumanns á Kirkjubæjarklaustri.

Öskufok er frá Eyjafjallajökli yfir til Vestmannaeyja og er snjórinn, sem féll þar í nótt, nú grár yfir að líta.

Óveðrið skall á þegar Herjólfur var á leið til Landeyjahafnar í morgun, og varð hann frá að hverfa og sigla til Þorlákshafnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×