Stórhert eftirlit verður með ávísun ofvirknilyfja 30. desember 2010 06:00 Geir Gunnlaugsson Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur vinnuhóps um stórhert eftirlit með ávísun ofvirknilyfja til að sporna við misnotkun þeirra. Lyf eins og rítalín og concerta, sem flokkast sem ávana- og fíkniefni, eru fyrst og fremst ætluð börnum en 50 prósenta aukning á notkun þeirra á síðustu fjórum árum skýrist af ávísunum til fullorðinna. Frá áramótum verður frumgreining á ofvirkni og athyglisbresti (ADHD) hjá fullorðnum undir yfirumsjón geðsviðs Landspítala, og því aðeins í höndum sérfræðinga í geðlækningum. Hert verður á tilkynningarskyldu heilbrigðisstarfsmanna vegna gruns um misnotkun lyfjanna til landlæknis. Þá verða teknar upp breyttar reglur um lyfjaskírteini sem hafa það að markmiði að aðeins einn sérfræðingur, auk heimilislæknis, beri ábyrgð á ávísun lyfjanna fyrir hvern einstakling. Með þessu er reynt að fyrirbyggja að einstaklingur geti fengið ávísað lyfjum frá mörgum læknum. Geir Gunnlaugsson landlæknir segir takmarkið vera að stöðva þá miklu aukningu á notkun lyfjanna sem raun ber vitni. Hvort hægt verði að draga úr henni verði að koma í ljós en ekki var skilgreint í vinnu nefndarinnar hvað sé eðlileg notkun í íslensku samfélagi. Dagskammtar á hverja þúsund íbúa voru 7,53 árið 2004 en 12,70 í fyrra. Samsvarandi tölur frá Danmörku árið 2008 eru 3,55 á hverja þúsund íbúa og 2,51 í Svíþjóð. Spurður hvort svo harðar takmarkanir á ávísun lyfjanna bendi ekki til þess að kerfið hafi verið meingallað hingað til segir Geir að þróunin hafi verið mjög hröð og erfitt að sjá hana fyrir. „Já, eigum við ekki að segja að við séum að reyna að gera betur í dag en í gær. Misnotkunin er stórt áhyggjuefni og við erum að reyna að stemma stigu við henni með þessum aðgerðum.“ Rítalín og skyld lyf voru þau kostnaðarsömustu hjá Sjúkratryggingum Íslands árið 2009 eða 463 milljónir króna. Kostnaður sjúkratrygginga vegna fullorðinna var um 43 prósent eða um 200 milljónir. svavar@frettabladid.is Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira
Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur vinnuhóps um stórhert eftirlit með ávísun ofvirknilyfja til að sporna við misnotkun þeirra. Lyf eins og rítalín og concerta, sem flokkast sem ávana- og fíkniefni, eru fyrst og fremst ætluð börnum en 50 prósenta aukning á notkun þeirra á síðustu fjórum árum skýrist af ávísunum til fullorðinna. Frá áramótum verður frumgreining á ofvirkni og athyglisbresti (ADHD) hjá fullorðnum undir yfirumsjón geðsviðs Landspítala, og því aðeins í höndum sérfræðinga í geðlækningum. Hert verður á tilkynningarskyldu heilbrigðisstarfsmanna vegna gruns um misnotkun lyfjanna til landlæknis. Þá verða teknar upp breyttar reglur um lyfjaskírteini sem hafa það að markmiði að aðeins einn sérfræðingur, auk heimilislæknis, beri ábyrgð á ávísun lyfjanna fyrir hvern einstakling. Með þessu er reynt að fyrirbyggja að einstaklingur geti fengið ávísað lyfjum frá mörgum læknum. Geir Gunnlaugsson landlæknir segir takmarkið vera að stöðva þá miklu aukningu á notkun lyfjanna sem raun ber vitni. Hvort hægt verði að draga úr henni verði að koma í ljós en ekki var skilgreint í vinnu nefndarinnar hvað sé eðlileg notkun í íslensku samfélagi. Dagskammtar á hverja þúsund íbúa voru 7,53 árið 2004 en 12,70 í fyrra. Samsvarandi tölur frá Danmörku árið 2008 eru 3,55 á hverja þúsund íbúa og 2,51 í Svíþjóð. Spurður hvort svo harðar takmarkanir á ávísun lyfjanna bendi ekki til þess að kerfið hafi verið meingallað hingað til segir Geir að þróunin hafi verið mjög hröð og erfitt að sjá hana fyrir. „Já, eigum við ekki að segja að við séum að reyna að gera betur í dag en í gær. Misnotkunin er stórt áhyggjuefni og við erum að reyna að stemma stigu við henni með þessum aðgerðum.“ Rítalín og skyld lyf voru þau kostnaðarsömustu hjá Sjúkratryggingum Íslands árið 2009 eða 463 milljónir króna. Kostnaður sjúkratrygginga vegna fullorðinna var um 43 prósent eða um 200 milljónir. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira