Hættir útgerð vegna veiðibanns ráðherra 3. júní 2010 07:00 Harpa HU er 23 metrar að lengd. Bannið nær til báta sem eru stærri en 22 metrar. „Þetta þýðir einfaldlega að mín heimamið eru horfin með öllu og við þurfum að hætta útgerð," segir Ómar V. Karlsson, útgerðarmaður á Hvammstanga, sem gerir út dragnótarbátinn Hörpu HU. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að dragnótaveiðar innan tiltekinna svæða í sjö fjörðum skuli bannaðar. Verndarsjónarmið eru rök ráðherra. Bannið er hins vegar afar umdeilt, ekki síst fyrir þær sakir að Hafrannsóknastofnun komst að þeirri niðurstöðu að fátt benti til að veiðarnar væru skaðlegar umhverfinu. Svæðalokunin er grundvölluð á stefnu ríkisstjórnarinnar um að takmarka veiðar afkastamikilla skipa á grunnslóð til að treysta veiðisvæði fyrir smærri báta með umhverfisvænni veiði. Friðrik G. Halldórsson er talsmaður fyrir vistvænar strandveiðar í dragnót. „Sjávarútvegsráðherra er að ganga erinda smábátasjómanna og hlustar ekki á nein rök. Hann tínir til álit sjómanna og sveitarstjórna sem henta hans sjónarmiði og hefur allt annað að engu. Hann er að einkavinavæða aðgengið að miðunum, svo einfalt er það." Friðrik segir að dragnótasjómenn muni leita réttar síns. „Það getur ekki annað verið en að fólkið í landinu eigi sinn rétt þegar ráðherra misbeitir því valdi sem honum er trúað fyrir." Friðrik segir að menn verði að gera sér grein fyrir því að það séu tíu bátar sem stunda dragnótaveiðar fyrir Norðurlandi og því sjái það allir að pláss sé fyrir alla til veiða. Ómar segir að fjórir starfi við útgerð Hörpu HU sem hófst fyrir 26 árum og að henni komi þrjár fjölskyldur á Hvammstanga. Heildarafli útgerðarinnar á ári er um 300 tonn. „Við höfum alltaf reynt að gera sem mest úr því litla sem við höfum. Þannig höfum við getað verið hérna heima og haft örugga atvinnu," segir Ómar. „Það sem ég er svekktastur með er að ráðherra hafi ekki hlustað á rök heimamanna og tekið tillit til aðstæðna á hverjum stað." Sveitarfélagið Húnaþing vestra ályktaði gegn veiðibanninu og var það mat sveitarstjórnar að engar efnislegar forsendur væru til þess að banna dragnótaveiðar í Húnaflóa og meta þurfi samfélagsleg áhrif veiðibannsins. svavar@frettabladid.is Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
„Þetta þýðir einfaldlega að mín heimamið eru horfin með öllu og við þurfum að hætta útgerð," segir Ómar V. Karlsson, útgerðarmaður á Hvammstanga, sem gerir út dragnótarbátinn Hörpu HU. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að dragnótaveiðar innan tiltekinna svæða í sjö fjörðum skuli bannaðar. Verndarsjónarmið eru rök ráðherra. Bannið er hins vegar afar umdeilt, ekki síst fyrir þær sakir að Hafrannsóknastofnun komst að þeirri niðurstöðu að fátt benti til að veiðarnar væru skaðlegar umhverfinu. Svæðalokunin er grundvölluð á stefnu ríkisstjórnarinnar um að takmarka veiðar afkastamikilla skipa á grunnslóð til að treysta veiðisvæði fyrir smærri báta með umhverfisvænni veiði. Friðrik G. Halldórsson er talsmaður fyrir vistvænar strandveiðar í dragnót. „Sjávarútvegsráðherra er að ganga erinda smábátasjómanna og hlustar ekki á nein rök. Hann tínir til álit sjómanna og sveitarstjórna sem henta hans sjónarmiði og hefur allt annað að engu. Hann er að einkavinavæða aðgengið að miðunum, svo einfalt er það." Friðrik segir að dragnótasjómenn muni leita réttar síns. „Það getur ekki annað verið en að fólkið í landinu eigi sinn rétt þegar ráðherra misbeitir því valdi sem honum er trúað fyrir." Friðrik segir að menn verði að gera sér grein fyrir því að það séu tíu bátar sem stunda dragnótaveiðar fyrir Norðurlandi og því sjái það allir að pláss sé fyrir alla til veiða. Ómar segir að fjórir starfi við útgerð Hörpu HU sem hófst fyrir 26 árum og að henni komi þrjár fjölskyldur á Hvammstanga. Heildarafli útgerðarinnar á ári er um 300 tonn. „Við höfum alltaf reynt að gera sem mest úr því litla sem við höfum. Þannig höfum við getað verið hérna heima og haft örugga atvinnu," segir Ómar. „Það sem ég er svekktastur með er að ráðherra hafi ekki hlustað á rök heimamanna og tekið tillit til aðstæðna á hverjum stað." Sveitarfélagið Húnaþing vestra ályktaði gegn veiðibanninu og var það mat sveitarstjórnar að engar efnislegar forsendur væru til þess að banna dragnótaveiðar í Húnaflóa og meta þurfi samfélagsleg áhrif veiðibannsins. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira