Innlent

Safna undirskriftum til varnar níumenningum

Fjöldi fólks mætti til að sýna níumenningunum stuðning sinn í verki þegar mál þeirra var tekið fyrir í héraðsdómi í sumar.
Fjöldi fólks mætti til að sýna níumenningunum stuðning sinn í verki þegar mál þeirra var tekið fyrir í héraðsdómi í sumar.

270 manns hafa skrifað undir áskorun til dómsmálaráðherra um að saksókn á hendur nímenningunum svonefndu verði felld niður.

Níu manns eru ákærðir fyrir að hafa ráðist á alþingi í desember 2008. Fólkið er meðal annars ákært á grundvelli hundruðustu greinar almennra hegningarlaga - en lágmarksrefsing er árs fangelsi, verði fólkið sakfellt. Í 29. grein stjórnarskrárinnar segir að forseti geti ákveðið að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla séu ríkar ástæður til.

En áður, í 13. grein segir, að ráðherrar framkvæmi vald forsetans.

Í áskoruninni segir að ákæran sé ógnum við frelsi til að mótmæla; fólkinu sé gert að verja sig gegn mjög alvarlegum ásökunum sem ekki séu á rökum reistar. Hundruðasta greinin eigi við brot á borð til tilraunir til valdaráns; slíkt geti ekki hafa átt við níumenningana sem hafi hrópað að þingmönnum.

Undirskriftarsöfnunin fer fram hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×