Innlent

Fleiri konur en karlar kusu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hlutfallslega fleiri konur en karlar kusu í fyrra. Mynd/ GVA.
Hlutfallslega fleiri konur en karlar kusu í fyrra. Mynd/ GVA.
Kosningaþátttaka kvenna var meiri en karla í síðustu alþingiskosningum. Um 85,8% kvenna kusu en um 84,5% karla. Þetta kemur fram í nýjum Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Þar segir að í alþingiskosningunum sem fram fóru þann 25 apríl í fyrra hafi 227. 843 verið á kjörskrá. Af þeim hafi 193.975 greitt atkvæði en það nemur 85,1% atkvæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×