Hlín Einars: „Þetta var rosalegt sjokk“ 30. nóvember 2010 10:33 Hlín Einars er búin að jafna sig eftir hafa á sársaukafullan hátt farið úr axlarlið í gær Mynd: Valli „Þetta var ekki alveg leiðin sem ég ætlaði að nota til að kynna vefinn, en þeir sem vissu ekki hvað bleikt.is var í gær þeir vita það í dag," segir Hlín Einardóttir, ritstjóri vefritsins bleikt.is, sem fór úr axlarlið í hljóðveri Bylgjunnar í gær þar sem hún ætlaði að kynna vefinn í þættinum Í bítið. Fjallað var um atvikið á öllum helstu fréttamiðlum landsins og því óhætt að segja að óhapp Hlínar hafi orðið til þess að enn fleiri en ella heyrðu af vefnum hennar sem væntanlegur er í loftið innan tíðar. Hlín fékk mikið af kveðjum á Facebook-síðu sinni þar sem fólk vonaði að hún myndi fljótt jafnaði sig. Ein konan skrifaði þó: „Vá, Hlín. Þú ert galdrakona að ná athygli. Gefðu mér uppskriftina." Þáttarstjórnendur Í bítið hringdu í Hlín í morgun til að heyra hvernig hún hefði það. „Ég er góð núna, aðeins smá marin og svona en maður er svo fljótur að jafna sig. Þetta er aðallega vont þegar það gerist," sagði Hlín. Hún var orðin heldur hress og sagði á léttu nótunum að hún bæri engan kala til þáttarstjórnenda. Hlín á vanda til að fara úr axlarlið og hefur alls farið fimmtán sinnum úr lið. Hún hefur þó farið í aðgerð vegna þessa og eru fjögur ár síðan hún fór síðast úr axlarlið. „Þetta var rosalegt sjokk í gær. Ég trúði ekki að þetta hefði gerst," sagði hún. Hún var flutt með sjúkrabíl í gær úr hljóðverinu og beint á sjúkrahús þar sem hún var svæfð áður en henni var kippt aftur í lið. Hún segir að þar sem þetta hafi gerst svo oft þá hafi hún hætt að geta slakað á nógu vel vakandi til að hægt sé að kippa henni í liðinn á ný. Í síðustu tvö skipti hafi hún því fengið svæfingalyf á borð við ketamín og verið alveg rotuð. Þáttarstjórnendur báru henni góða kveðju og búast við að fá hana aftur í þáttinn á allra næstu dögum. „Endilega, ef þið þorið að fá mig," sagði Hlín að lokum. Hægt er að hlusta á þátt morgunsins með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan. Viðtalið við Hlín hefst þegar um 33 mínútur eru liðnar af þættinum. Tengdar fréttir Hlín Einars fór úr axlarlið Í bítinu í morgun Allt getur gerst í útvarpinu eins og Hlín Einarsdóttir, ritstjóri Bleikt.is, fékk að reyna í morgun þegar hún kom til þeirra Heimis Karlssonar og Þráins Steinssonar Í bítið á Bylgjunni. Til stóð að Hlín myndi ræða við þá félaga um nýja vefinn sem hún ritstýrir en áður en til þess kom fór hún úr axlarlið og var ekið brott í sjúkrabíl. 29. nóvember 2010 11:12 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Tjá sig loksins um Gufunesmálið Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Sjá meira
„Þetta var ekki alveg leiðin sem ég ætlaði að nota til að kynna vefinn, en þeir sem vissu ekki hvað bleikt.is var í gær þeir vita það í dag," segir Hlín Einardóttir, ritstjóri vefritsins bleikt.is, sem fór úr axlarlið í hljóðveri Bylgjunnar í gær þar sem hún ætlaði að kynna vefinn í þættinum Í bítið. Fjallað var um atvikið á öllum helstu fréttamiðlum landsins og því óhætt að segja að óhapp Hlínar hafi orðið til þess að enn fleiri en ella heyrðu af vefnum hennar sem væntanlegur er í loftið innan tíðar. Hlín fékk mikið af kveðjum á Facebook-síðu sinni þar sem fólk vonaði að hún myndi fljótt jafnaði sig. Ein konan skrifaði þó: „Vá, Hlín. Þú ert galdrakona að ná athygli. Gefðu mér uppskriftina." Þáttarstjórnendur Í bítið hringdu í Hlín í morgun til að heyra hvernig hún hefði það. „Ég er góð núna, aðeins smá marin og svona en maður er svo fljótur að jafna sig. Þetta er aðallega vont þegar það gerist," sagði Hlín. Hún var orðin heldur hress og sagði á léttu nótunum að hún bæri engan kala til þáttarstjórnenda. Hlín á vanda til að fara úr axlarlið og hefur alls farið fimmtán sinnum úr lið. Hún hefur þó farið í aðgerð vegna þessa og eru fjögur ár síðan hún fór síðast úr axlarlið. „Þetta var rosalegt sjokk í gær. Ég trúði ekki að þetta hefði gerst," sagði hún. Hún var flutt með sjúkrabíl í gær úr hljóðverinu og beint á sjúkrahús þar sem hún var svæfð áður en henni var kippt aftur í lið. Hún segir að þar sem þetta hafi gerst svo oft þá hafi hún hætt að geta slakað á nógu vel vakandi til að hægt sé að kippa henni í liðinn á ný. Í síðustu tvö skipti hafi hún því fengið svæfingalyf á borð við ketamín og verið alveg rotuð. Þáttarstjórnendur báru henni góða kveðju og búast við að fá hana aftur í þáttinn á allra næstu dögum. „Endilega, ef þið þorið að fá mig," sagði Hlín að lokum. Hægt er að hlusta á þátt morgunsins með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan. Viðtalið við Hlín hefst þegar um 33 mínútur eru liðnar af þættinum.
Tengdar fréttir Hlín Einars fór úr axlarlið Í bítinu í morgun Allt getur gerst í útvarpinu eins og Hlín Einarsdóttir, ritstjóri Bleikt.is, fékk að reyna í morgun þegar hún kom til þeirra Heimis Karlssonar og Þráins Steinssonar Í bítið á Bylgjunni. Til stóð að Hlín myndi ræða við þá félaga um nýja vefinn sem hún ritstýrir en áður en til þess kom fór hún úr axlarlið og var ekið brott í sjúkrabíl. 29. nóvember 2010 11:12 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Tjá sig loksins um Gufunesmálið Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Sjá meira
Hlín Einars fór úr axlarlið Í bítinu í morgun Allt getur gerst í útvarpinu eins og Hlín Einarsdóttir, ritstjóri Bleikt.is, fékk að reyna í morgun þegar hún kom til þeirra Heimis Karlssonar og Þráins Steinssonar Í bítið á Bylgjunni. Til stóð að Hlín myndi ræða við þá félaga um nýja vefinn sem hún ritstýrir en áður en til þess kom fór hún úr axlarlið og var ekið brott í sjúkrabíl. 29. nóvember 2010 11:12