Hlín Einars: „Þetta var rosalegt sjokk“ 30. nóvember 2010 10:33 Hlín Einars er búin að jafna sig eftir hafa á sársaukafullan hátt farið úr axlarlið í gær Mynd: Valli „Þetta var ekki alveg leiðin sem ég ætlaði að nota til að kynna vefinn, en þeir sem vissu ekki hvað bleikt.is var í gær þeir vita það í dag," segir Hlín Einardóttir, ritstjóri vefritsins bleikt.is, sem fór úr axlarlið í hljóðveri Bylgjunnar í gær þar sem hún ætlaði að kynna vefinn í þættinum Í bítið. Fjallað var um atvikið á öllum helstu fréttamiðlum landsins og því óhætt að segja að óhapp Hlínar hafi orðið til þess að enn fleiri en ella heyrðu af vefnum hennar sem væntanlegur er í loftið innan tíðar. Hlín fékk mikið af kveðjum á Facebook-síðu sinni þar sem fólk vonaði að hún myndi fljótt jafnaði sig. Ein konan skrifaði þó: „Vá, Hlín. Þú ert galdrakona að ná athygli. Gefðu mér uppskriftina." Þáttarstjórnendur Í bítið hringdu í Hlín í morgun til að heyra hvernig hún hefði það. „Ég er góð núna, aðeins smá marin og svona en maður er svo fljótur að jafna sig. Þetta er aðallega vont þegar það gerist," sagði Hlín. Hún var orðin heldur hress og sagði á léttu nótunum að hún bæri engan kala til þáttarstjórnenda. Hlín á vanda til að fara úr axlarlið og hefur alls farið fimmtán sinnum úr lið. Hún hefur þó farið í aðgerð vegna þessa og eru fjögur ár síðan hún fór síðast úr axlarlið. „Þetta var rosalegt sjokk í gær. Ég trúði ekki að þetta hefði gerst," sagði hún. Hún var flutt með sjúkrabíl í gær úr hljóðverinu og beint á sjúkrahús þar sem hún var svæfð áður en henni var kippt aftur í lið. Hún segir að þar sem þetta hafi gerst svo oft þá hafi hún hætt að geta slakað á nógu vel vakandi til að hægt sé að kippa henni í liðinn á ný. Í síðustu tvö skipti hafi hún því fengið svæfingalyf á borð við ketamín og verið alveg rotuð. Þáttarstjórnendur báru henni góða kveðju og búast við að fá hana aftur í þáttinn á allra næstu dögum. „Endilega, ef þið þorið að fá mig," sagði Hlín að lokum. Hægt er að hlusta á þátt morgunsins með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan. Viðtalið við Hlín hefst þegar um 33 mínútur eru liðnar af þættinum. Tengdar fréttir Hlín Einars fór úr axlarlið Í bítinu í morgun Allt getur gerst í útvarpinu eins og Hlín Einarsdóttir, ritstjóri Bleikt.is, fékk að reyna í morgun þegar hún kom til þeirra Heimis Karlssonar og Þráins Steinssonar Í bítið á Bylgjunni. Til stóð að Hlín myndi ræða við þá félaga um nýja vefinn sem hún ritstýrir en áður en til þess kom fór hún úr axlarlið og var ekið brott í sjúkrabíl. 29. nóvember 2010 11:12 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
„Þetta var ekki alveg leiðin sem ég ætlaði að nota til að kynna vefinn, en þeir sem vissu ekki hvað bleikt.is var í gær þeir vita það í dag," segir Hlín Einardóttir, ritstjóri vefritsins bleikt.is, sem fór úr axlarlið í hljóðveri Bylgjunnar í gær þar sem hún ætlaði að kynna vefinn í þættinum Í bítið. Fjallað var um atvikið á öllum helstu fréttamiðlum landsins og því óhætt að segja að óhapp Hlínar hafi orðið til þess að enn fleiri en ella heyrðu af vefnum hennar sem væntanlegur er í loftið innan tíðar. Hlín fékk mikið af kveðjum á Facebook-síðu sinni þar sem fólk vonaði að hún myndi fljótt jafnaði sig. Ein konan skrifaði þó: „Vá, Hlín. Þú ert galdrakona að ná athygli. Gefðu mér uppskriftina." Þáttarstjórnendur Í bítið hringdu í Hlín í morgun til að heyra hvernig hún hefði það. „Ég er góð núna, aðeins smá marin og svona en maður er svo fljótur að jafna sig. Þetta er aðallega vont þegar það gerist," sagði Hlín. Hún var orðin heldur hress og sagði á léttu nótunum að hún bæri engan kala til þáttarstjórnenda. Hlín á vanda til að fara úr axlarlið og hefur alls farið fimmtán sinnum úr lið. Hún hefur þó farið í aðgerð vegna þessa og eru fjögur ár síðan hún fór síðast úr axlarlið. „Þetta var rosalegt sjokk í gær. Ég trúði ekki að þetta hefði gerst," sagði hún. Hún var flutt með sjúkrabíl í gær úr hljóðverinu og beint á sjúkrahús þar sem hún var svæfð áður en henni var kippt aftur í lið. Hún segir að þar sem þetta hafi gerst svo oft þá hafi hún hætt að geta slakað á nógu vel vakandi til að hægt sé að kippa henni í liðinn á ný. Í síðustu tvö skipti hafi hún því fengið svæfingalyf á borð við ketamín og verið alveg rotuð. Þáttarstjórnendur báru henni góða kveðju og búast við að fá hana aftur í þáttinn á allra næstu dögum. „Endilega, ef þið þorið að fá mig," sagði Hlín að lokum. Hægt er að hlusta á þátt morgunsins með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan. Viðtalið við Hlín hefst þegar um 33 mínútur eru liðnar af þættinum.
Tengdar fréttir Hlín Einars fór úr axlarlið Í bítinu í morgun Allt getur gerst í útvarpinu eins og Hlín Einarsdóttir, ritstjóri Bleikt.is, fékk að reyna í morgun þegar hún kom til þeirra Heimis Karlssonar og Þráins Steinssonar Í bítið á Bylgjunni. Til stóð að Hlín myndi ræða við þá félaga um nýja vefinn sem hún ritstýrir en áður en til þess kom fór hún úr axlarlið og var ekið brott í sjúkrabíl. 29. nóvember 2010 11:12 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Hlín Einars fór úr axlarlið Í bítinu í morgun Allt getur gerst í útvarpinu eins og Hlín Einarsdóttir, ritstjóri Bleikt.is, fékk að reyna í morgun þegar hún kom til þeirra Heimis Karlssonar og Þráins Steinssonar Í bítið á Bylgjunni. Til stóð að Hlín myndi ræða við þá félaga um nýja vefinn sem hún ritstýrir en áður en til þess kom fór hún úr axlarlið og var ekið brott í sjúkrabíl. 29. nóvember 2010 11:12