Viðreisn og nýsköpun í stað uppgjafar Sigurður Magnússon skrifar 22. febrúar 2010 15:13 Nú þegar afleiðingar skatta hækkana og niðurskurðar blasa við á Álftanesi, láta almennir íbúar heyra í sér. Haldnir hafa verið íbúafundir m.a. til að mótmæla skatta- og niðurskurðarstefnu meirihluta D-listans og Margrétar Jónsdóttur. Þessi íbúavakning ætlar að láta Fjárhaldsstjórnina, sem nýlega var skipuð til að fara með málefni Álftaness, heyra rödd sína. Fagna ber þessari umræðu og frumkvæði íbúanna eins og allri umræðu um orsakir hrunsins og vanda Álftaness, sem tapaði 1000 milljónum í hruninu og hafði fyrir veika tekjustofna og erfiðan rekstur. Það er samhljómur með tillögum Á-listans og hins almenna íbúa og mikilvægt að á næstu vikum skapist öflugur þrýstingur um breytta stefnu. Fjárhaldsstjórnin þarf að hlusta á athugasemdir og tillögur bæjarfulltrúa Á-lista í bæjarstjórnar og tillögur og hugmyndir íbúanna. Fjárhaldsstjórnin þarf að hverfa frá hugmyndum meirihluta bæjarstjórnar og draga úr áformuðum niðurskurði þjónustu. Eins þarf Fjárhaldsstjórnin, fremur en að rifta samningum og stöðva framkvæmdir á miðsvæði sveitarfélagsins, að leita leiða til áframhaldandi uppbyggingar sem styrki framtíðartekjur bæjarsjóðs. Ákvarðanir um sameiningarmál , sem meirhlutinn telur einu lausn Álftnesinga eru ótímabærar. Fyrst þarf að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu bæjarsjóðs því niðurstaða úr þeirri vinnu hlítur að ráða miklu um viðhorf íbúanna til sameiningar. Þegar því marki hefur verið náð eiga Álftnesingar eins og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu að ræða um aukna samvinnu eða sameiningu og koma jafnir að slíkri umræðu. Í þessu sambandi er mikilvægast að leiðrétta greiðslur frá Jöfnunarsjóði. D-listinn boðar uppgjafarstefnu á Álftanesi Við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Álftaness fyrir árið 2010 og þriggja ára áætlun 2011-2013 í lagði meirihluti D-lista til stórfelldan niðurskurð á þjónustu og hækkun útsvars og fasteignaskatts. Tilögunum var ætlað að ná fram hagræðingu, sem á heilu áru, væru 120 milljónir í viðbótar sköttum og 180 milljónir í niðurskurði á þjónustu, samtals 300 milljónir. Um 80% niðurskurðarins var á skóla og æskulýðsstarfi. D-listinn gerði ráð fyrir að sveitarfélagið hætti aðild að framkvæmdum með Búmenn hsf. og Ris ehf. á miðsvæðinu og þessar framkvæmdir því settar í óvissu. Þessar framkvæmdir höfðu þó skilað bæjarsjóði 400 milljón króna tekjum 2009. Framkvæmdirnar höðu líka verið fjármagnaðar af Íbúðalánasjóði og viðskiptabanka. D-listinn gerði heldur ekki ráð fyrir því við fjárhagsáætlunagerðina að leiðrétting fengist frá Jöfnunarsjóði þrátt fyrir að rökstudd skýrsla liggi fyrir um þá mismunun sem Álftanes hefur búið við í mörg ár. Eftir að meirihluti Á-lista féll í fyrra hefur þeirri kröfu heldur ekki verið fylgt eftir eins og búið var að undirbúa m.a. með lögfræðiáliti. Meirihlutinn kynnti því við fjárhagsáætlanagerðina stefnu uppgjafar, eða stefnu sem leiðir til sameiningar við annað sveitarfélag í stað þess að reyna að ná fram sjálfbærum rekstri. En sjálfbær rekstur næst ekki fram án leiðréttingar frá Jöfnunarsjóði og án uppbyggingar, á miðsvæðinu, með tilheyrandi nýjum framtíðartekjum. Það hlítur hinsvegar að koma íbúum Álftaness á óvart að Sjálfstæðismenn sem hafa verið á móti sköttum á Alþingi telja í lagi að auka skatta á Álftanesi og að Sjáfstæðismenn sem tala fyrir atvinnuuppbyggingu á Alþingi tala fyrir uppgjöf á Álftanesi. Framtíðarsýn með fjárhagslegri endurskipulagningu Bæjarfulltrúar Á-lista gagnrýndu þessar tillögur meirihluta D-listans og sögðu að þær myndu rústa samfélagi á Álftanesi, verðfella eignir og rýra tekjustofna. Bæjarfulltrúar Á-listinn kynntiu við fyrri umræðuna fjárhagsáætlunar tvær ólíkar tillögur að fjárhagsáætlun, báðar með um 100 milljóna í árlegri hagræðingu og hægri uppbyggingu með hagvexti eftir 2010, líkt og ríkistjórin hefur áætlað í sambandi við fjárlagagerð ríkisins. Slík uppbygging mun skila nýjum skatttekjum og óreglulegum tekjum sem nemur u.þ.b. 150 milljónum árlega. Í annarri tillögunni gerir Á-listinn síðan ráð fyrir 200 milljón króna árlegri leiðréttingu frá Jöfnunarsjóði og að langtímaskuldir verði endurskipulagðar. Í hinni tillögunni er einungis gert ráð fyrir um þriðjungs leiðréttingu frá Jöfnunarsjóði, en í staðinn gert ráð fyrir því að Ríkið kaupi hlutafé Álftaness í Fasteign ehf. og sömuleiðis lóð fyrir menningar- og náttúrufræðisetur. Andvirði eignasölunnar yrði síðan notað til að kaupa, til baka af Fasteign ehf., íþrótta- og sundmannvirkin, og létta með þeim hætti á árlegum rekstri um 140 milljónir. Í bæjarráði hefur bæjarfulltrúi Á-lista síðan flutt tillögu um að í stað þess að hætta við framkvæmdir Búmanna hsf. um byggingu þjónustuhúss verði verkefnið styrkt með því að auka þjónustu í húsinu og reka þar litla hjúkrunardeild. Samhliða væri leiguskuldbindingum létt, að hluta, af sveitarfélaginu með því að fjölga samstarfsaðilum um rekstur hússins og í því sambandi hvatt til að taka upp viðræður við t.d. Sjómannadagsráð sem rekur dvalar-og hjúkrunarheimili í nágrenni sveitarfélagsins. Meirihluti D-lista samþykkti frávísun í bæjarstjórn á tillögur Á-lista um sölu hlutafjár í Fasteign ehf. og sölu lóða og tók ekki undir hugmyndir um hæga uppbyggingu. Hann tók líka fálega hugmyndum um að kalla nýja þjónustuaðila að framkvæmdum á miðsvæðinu. Meirihluta D-listans skortir framtíðarsýn fyrir Álftnesinga og sér ekki önnur ráð en að sameina Álftanes, Garðabæ. Á næstu vikum er mikilvægt að íbúar Álftaness taki undir hugmyndir bæjarfulltrúa Á-lista um aðrar áherslur við þá fjárhagslegu endurskipulagningu sem unnið er að. Gera þarf kröfu um að tekið sé á málum með bjartsýni fremur en vonleysi og viðreins og nýsköpun í stað uppgjafar. Ég vil benda lesendum á ýmsar greinar um mál Álftaness á www.alftaneshreyfingin.blog.is Sigurður Magnússon, bæjarfulltrúi Á-lista og fyrrverandi bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú þegar afleiðingar skatta hækkana og niðurskurðar blasa við á Álftanesi, láta almennir íbúar heyra í sér. Haldnir hafa verið íbúafundir m.a. til að mótmæla skatta- og niðurskurðarstefnu meirihluta D-listans og Margrétar Jónsdóttur. Þessi íbúavakning ætlar að láta Fjárhaldsstjórnina, sem nýlega var skipuð til að fara með málefni Álftaness, heyra rödd sína. Fagna ber þessari umræðu og frumkvæði íbúanna eins og allri umræðu um orsakir hrunsins og vanda Álftaness, sem tapaði 1000 milljónum í hruninu og hafði fyrir veika tekjustofna og erfiðan rekstur. Það er samhljómur með tillögum Á-listans og hins almenna íbúa og mikilvægt að á næstu vikum skapist öflugur þrýstingur um breytta stefnu. Fjárhaldsstjórnin þarf að hlusta á athugasemdir og tillögur bæjarfulltrúa Á-lista í bæjarstjórnar og tillögur og hugmyndir íbúanna. Fjárhaldsstjórnin þarf að hverfa frá hugmyndum meirihluta bæjarstjórnar og draga úr áformuðum niðurskurði þjónustu. Eins þarf Fjárhaldsstjórnin, fremur en að rifta samningum og stöðva framkvæmdir á miðsvæði sveitarfélagsins, að leita leiða til áframhaldandi uppbyggingar sem styrki framtíðartekjur bæjarsjóðs. Ákvarðanir um sameiningarmál , sem meirhlutinn telur einu lausn Álftnesinga eru ótímabærar. Fyrst þarf að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu bæjarsjóðs því niðurstaða úr þeirri vinnu hlítur að ráða miklu um viðhorf íbúanna til sameiningar. Þegar því marki hefur verið náð eiga Álftnesingar eins og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu að ræða um aukna samvinnu eða sameiningu og koma jafnir að slíkri umræðu. Í þessu sambandi er mikilvægast að leiðrétta greiðslur frá Jöfnunarsjóði. D-listinn boðar uppgjafarstefnu á Álftanesi Við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Álftaness fyrir árið 2010 og þriggja ára áætlun 2011-2013 í lagði meirihluti D-lista til stórfelldan niðurskurð á þjónustu og hækkun útsvars og fasteignaskatts. Tilögunum var ætlað að ná fram hagræðingu, sem á heilu áru, væru 120 milljónir í viðbótar sköttum og 180 milljónir í niðurskurði á þjónustu, samtals 300 milljónir. Um 80% niðurskurðarins var á skóla og æskulýðsstarfi. D-listinn gerði ráð fyrir að sveitarfélagið hætti aðild að framkvæmdum með Búmenn hsf. og Ris ehf. á miðsvæðinu og þessar framkvæmdir því settar í óvissu. Þessar framkvæmdir höfðu þó skilað bæjarsjóði 400 milljón króna tekjum 2009. Framkvæmdirnar höðu líka verið fjármagnaðar af Íbúðalánasjóði og viðskiptabanka. D-listinn gerði heldur ekki ráð fyrir því við fjárhagsáætlunagerðina að leiðrétting fengist frá Jöfnunarsjóði þrátt fyrir að rökstudd skýrsla liggi fyrir um þá mismunun sem Álftanes hefur búið við í mörg ár. Eftir að meirihluti Á-lista féll í fyrra hefur þeirri kröfu heldur ekki verið fylgt eftir eins og búið var að undirbúa m.a. með lögfræðiáliti. Meirihlutinn kynnti því við fjárhagsáætlanagerðina stefnu uppgjafar, eða stefnu sem leiðir til sameiningar við annað sveitarfélag í stað þess að reyna að ná fram sjálfbærum rekstri. En sjálfbær rekstur næst ekki fram án leiðréttingar frá Jöfnunarsjóði og án uppbyggingar, á miðsvæðinu, með tilheyrandi nýjum framtíðartekjum. Það hlítur hinsvegar að koma íbúum Álftaness á óvart að Sjálfstæðismenn sem hafa verið á móti sköttum á Alþingi telja í lagi að auka skatta á Álftanesi og að Sjáfstæðismenn sem tala fyrir atvinnuuppbyggingu á Alþingi tala fyrir uppgjöf á Álftanesi. Framtíðarsýn með fjárhagslegri endurskipulagningu Bæjarfulltrúar Á-lista gagnrýndu þessar tillögur meirihluta D-listans og sögðu að þær myndu rústa samfélagi á Álftanesi, verðfella eignir og rýra tekjustofna. Bæjarfulltrúar Á-listinn kynntiu við fyrri umræðuna fjárhagsáætlunar tvær ólíkar tillögur að fjárhagsáætlun, báðar með um 100 milljóna í árlegri hagræðingu og hægri uppbyggingu með hagvexti eftir 2010, líkt og ríkistjórin hefur áætlað í sambandi við fjárlagagerð ríkisins. Slík uppbygging mun skila nýjum skatttekjum og óreglulegum tekjum sem nemur u.þ.b. 150 milljónum árlega. Í annarri tillögunni gerir Á-listinn síðan ráð fyrir 200 milljón króna árlegri leiðréttingu frá Jöfnunarsjóði og að langtímaskuldir verði endurskipulagðar. Í hinni tillögunni er einungis gert ráð fyrir um þriðjungs leiðréttingu frá Jöfnunarsjóði, en í staðinn gert ráð fyrir því að Ríkið kaupi hlutafé Álftaness í Fasteign ehf. og sömuleiðis lóð fyrir menningar- og náttúrufræðisetur. Andvirði eignasölunnar yrði síðan notað til að kaupa, til baka af Fasteign ehf., íþrótta- og sundmannvirkin, og létta með þeim hætti á árlegum rekstri um 140 milljónir. Í bæjarráði hefur bæjarfulltrúi Á-lista síðan flutt tillögu um að í stað þess að hætta við framkvæmdir Búmanna hsf. um byggingu þjónustuhúss verði verkefnið styrkt með því að auka þjónustu í húsinu og reka þar litla hjúkrunardeild. Samhliða væri leiguskuldbindingum létt, að hluta, af sveitarfélaginu með því að fjölga samstarfsaðilum um rekstur hússins og í því sambandi hvatt til að taka upp viðræður við t.d. Sjómannadagsráð sem rekur dvalar-og hjúkrunarheimili í nágrenni sveitarfélagsins. Meirihluti D-lista samþykkti frávísun í bæjarstjórn á tillögur Á-lista um sölu hlutafjár í Fasteign ehf. og sölu lóða og tók ekki undir hugmyndir um hæga uppbyggingu. Hann tók líka fálega hugmyndum um að kalla nýja þjónustuaðila að framkvæmdum á miðsvæðinu. Meirihluta D-listans skortir framtíðarsýn fyrir Álftnesinga og sér ekki önnur ráð en að sameina Álftanes, Garðabæ. Á næstu vikum er mikilvægt að íbúar Álftaness taki undir hugmyndir bæjarfulltrúa Á-lista um aðrar áherslur við þá fjárhagslegu endurskipulagningu sem unnið er að. Gera þarf kröfu um að tekið sé á málum með bjartsýni fremur en vonleysi og viðreins og nýsköpun í stað uppgjafar. Ég vil benda lesendum á ýmsar greinar um mál Álftaness á www.alftaneshreyfingin.blog.is Sigurður Magnússon, bæjarfulltrúi Á-lista og fyrrverandi bæjarstjóri.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun