Lífið

Mamma leitar að tengdasyni

Teri Hatcher, MYND/BANG Showbiz
Teri Hatcher, MYND/BANG Showbiz

Móðir leikkonunnar Teri Hatcher, 45 ára, er stöðugt að leita að elskhuga handa dóttur sinni en án árangurs.

Desperate Housewives stjarnan, sem á 12 ára gamla dóttur með fyrrum eiginmanni sínum, Marcus Leithold, er löngu hætt að leita að draumaprinsinum.

„Það er enginn maður í spilinu en trúið mér það er verið að vinna í því fyrir mig. Fjölskyldan er að vinna í því. Mamma er að vinna í því," viðurkenndi Teri.

„Mamma fer yfir málin með vinkonum sínum og sendir mér síðan myndir og upplýsingar um karlmenn sem eru tilvaldir fyrir mig að hennar mati. Hún sendir mér þessar upplýsingar í tölvupósti," sagði Teri.

„Ég trúi því að örlögin ráði því hvernig ástarmálin fara. Svo má ekki gleyma að karlmenn eru flóknir. Sumir vilja hittast í mörg skipti án þess að nokkuð gerist og svo eru aðrir sem henda konum út ef þær vilja sofa hjá á fyrsta stefnumóti."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.