Sterkari saman Stefan Füle skrifar 9. nóvember 2010 06:00 Ísland og Evrópusambandið aðhyllast sömu grundvallargildi, lýðræði og mannréttindi, og vinna nú þegar saman að því að breiða þau út á alþjóðavettvangi. Sem framkvæmdastjóri stækkunar- og nágrannastefnu ESB fagna ég því að aðildarviðræður við Ísland séu formlega hafnar. Það hvernig Ísland hefur tekist á við afleiðingar bankahrunsins, hvort heldur sem litið er til efnahagsumbóta eða stjórnkerfisbreytinga, sýnir hversu rótgróin og sterk lýðræðishefðin á Íslandi er. Ísland og Evrópusambandið auðga hvort annað. Evrópusambandið reiðir sig nú þegar á sérfræðiþekkingu Íslendinga í málefnum Norður-Atlantshafsins og norðurskautssvæðisins, ekki síst varðandi aðferðir til að bregðast við loftslagsbreytingum. Í því efni metum við reynslu og þekkingu Íslendinga á sviði endurnýjanlegrar orku. Íslendingar gætu, með aðild að Evrópusambandinu, styrkt verulega getu sína til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru og nýtt þau tækifæri sem munu skapast vegna breytinga á norðurslóðum. Þessu til viðbótar getur aðild að Evrópusambandinu - með markað 500 milljón neytenda og sameiginlegan gjaldmiðil - lagt grunninn að hagvexti og stöðugleika til langs tíma. Ég veit vel að íslenskt samfélag stendur frammi fyrir grundvallarákvörðun hvað varðar aðild að Evrópusambandinu. Sem tékkneskur ríkisborgari hef ég reynslu af stækkun ESB þegar land mitt gerðist aðili að Evrópusambandinu. Það ferli kallar á upplýsingamiðlun og víðtæk skoðanaskipti sem byggjast á staðreyndum og tölum fremur en á ótta eða goðsögnum. Fyrsta framvinduskýrsla framkvæmdastjórnar ESB um Ísland gefur mynd af núverandi stöðu í undirbúningi hugsanlegrar aðildar að Evrópusambandinu. Í skýrslunni er að finna greinargott yfirlit viðfangsefna sem taka þarf til athugunar í viðræðuferlinu, einkum þau sem varða fiskveiðar, landbúnað og fjármálaþjónustu. Okkur ber skylda til að vinna með opnum hug og jákvæðni að lausnum sem báðir aðilar hafa ávinning af. Í samningaviðræðunum framundan munum við taka tillit til sérstöðu Íslands og væntinga og standa um leið vörð um grundvallarreglur Evrópusambandsins. Nú þegar komið er að mikilvægum áfanga aðildarviðræðnanna mun samstarf okkar aukast enn frekar. Næstu vikur og mánuði koma sérfræðingar frá Íslandi og framkvæmdastjórninni saman og meta þann mun sem er á löggjöf okkar. Því næst ræðum við hvernig og hvenær við fjöllum um útistandandi atriði og hefjum að því loknu eiginlegar samningaviðræður um einstaka kafla. Miklu skiptir að Íslendingar séu virkir þátttakendur í umræðunni um aðild að Evrópusambandinu svo að þeir geti sjálfir tekið ákvörðun varðandi framtíðarstefnu þjóðar sinnar. Þróttmiklar og markvissar umræður í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu eru fyrst og fremst á ábyrgð íslenskra stjórnmálamanna og Íslendinga sjálfra. Ég er ætíð reiðubúinn að leggja mitt af mörkum til umræðunnar. Ég er sannfærður um að vel undirbúin ákvörðun um aðild að Evrópusambandinu, sem fengið hefur ítarlega umræðu, er ávinningur fyrir báða aðila. Þetta markmið er ofarlega á dagskrá minni. Ég er sannfærður um að Ísland og Evrópusambandið eiga svo margt sameiginlegt að þau komast betur af saman en sitt í hvoru lagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Ísland og Evrópusambandið aðhyllast sömu grundvallargildi, lýðræði og mannréttindi, og vinna nú þegar saman að því að breiða þau út á alþjóðavettvangi. Sem framkvæmdastjóri stækkunar- og nágrannastefnu ESB fagna ég því að aðildarviðræður við Ísland séu formlega hafnar. Það hvernig Ísland hefur tekist á við afleiðingar bankahrunsins, hvort heldur sem litið er til efnahagsumbóta eða stjórnkerfisbreytinga, sýnir hversu rótgróin og sterk lýðræðishefðin á Íslandi er. Ísland og Evrópusambandið auðga hvort annað. Evrópusambandið reiðir sig nú þegar á sérfræðiþekkingu Íslendinga í málefnum Norður-Atlantshafsins og norðurskautssvæðisins, ekki síst varðandi aðferðir til að bregðast við loftslagsbreytingum. Í því efni metum við reynslu og þekkingu Íslendinga á sviði endurnýjanlegrar orku. Íslendingar gætu, með aðild að Evrópusambandinu, styrkt verulega getu sína til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru og nýtt þau tækifæri sem munu skapast vegna breytinga á norðurslóðum. Þessu til viðbótar getur aðild að Evrópusambandinu - með markað 500 milljón neytenda og sameiginlegan gjaldmiðil - lagt grunninn að hagvexti og stöðugleika til langs tíma. Ég veit vel að íslenskt samfélag stendur frammi fyrir grundvallarákvörðun hvað varðar aðild að Evrópusambandinu. Sem tékkneskur ríkisborgari hef ég reynslu af stækkun ESB þegar land mitt gerðist aðili að Evrópusambandinu. Það ferli kallar á upplýsingamiðlun og víðtæk skoðanaskipti sem byggjast á staðreyndum og tölum fremur en á ótta eða goðsögnum. Fyrsta framvinduskýrsla framkvæmdastjórnar ESB um Ísland gefur mynd af núverandi stöðu í undirbúningi hugsanlegrar aðildar að Evrópusambandinu. Í skýrslunni er að finna greinargott yfirlit viðfangsefna sem taka þarf til athugunar í viðræðuferlinu, einkum þau sem varða fiskveiðar, landbúnað og fjármálaþjónustu. Okkur ber skylda til að vinna með opnum hug og jákvæðni að lausnum sem báðir aðilar hafa ávinning af. Í samningaviðræðunum framundan munum við taka tillit til sérstöðu Íslands og væntinga og standa um leið vörð um grundvallarreglur Evrópusambandsins. Nú þegar komið er að mikilvægum áfanga aðildarviðræðnanna mun samstarf okkar aukast enn frekar. Næstu vikur og mánuði koma sérfræðingar frá Íslandi og framkvæmdastjórninni saman og meta þann mun sem er á löggjöf okkar. Því næst ræðum við hvernig og hvenær við fjöllum um útistandandi atriði og hefjum að því loknu eiginlegar samningaviðræður um einstaka kafla. Miklu skiptir að Íslendingar séu virkir þátttakendur í umræðunni um aðild að Evrópusambandinu svo að þeir geti sjálfir tekið ákvörðun varðandi framtíðarstefnu þjóðar sinnar. Þróttmiklar og markvissar umræður í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu eru fyrst og fremst á ábyrgð íslenskra stjórnmálamanna og Íslendinga sjálfra. Ég er ætíð reiðubúinn að leggja mitt af mörkum til umræðunnar. Ég er sannfærður um að vel undirbúin ákvörðun um aðild að Evrópusambandinu, sem fengið hefur ítarlega umræðu, er ávinningur fyrir báða aðila. Þetta markmið er ofarlega á dagskrá minni. Ég er sannfærður um að Ísland og Evrópusambandið eiga svo margt sameiginlegt að þau komast betur af saman en sitt í hvoru lagi.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar